Þegar Rúnar Júlíusson hótaði að flytja burt úr Keflavík Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júní 2019 13:00 Rúnar Júlíusson, einnig þekktur sem Rúnni Júl, var bassaleikari hljómsveitarinnar Hljóma. Hann var gallharður Keflvíkingur. Fréttablaðið/ Reykjanesbær fagnar í dag 25 ára afmæli og verður af því tilefni blásið til hátíðahalda í bæjarfélaginu. Bæjarstjóri segir mikið standa til og minnist einnig hitamáls í kringum stofnun sveitarfélagsins á sínum tíma, þar sem tónlistarmaðurinn Rúnar Júlíusson heitinn kom við sögu. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar heldur sérstakan hátíðarfund í félagsheimilinu Stapa í Hljómahöll klukkan fimm í tilefni afmælisins en 25 ár eru nú liðin frá því að fyrsta bæjarstjórn nýs sameinaðs bæjarfélags Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna tók til starfa. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir mikið standa til í dag. „Við ætlum að fagna því eða halda upp á tímamótin með annars vegar hátíðarfundi í Stapa í Hljómahöll þar sem bæjarstjórnin mun afgreiða nokkur tímamótamál og síðan verður gestum og bæjarbúum boðið upp á kaffi að fundi loknum.“Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.Mynd/Páll KetilssonHið nýja sameinaða bæjarfélag var lengi vel nafnlaust en Kjartan minnist þess að nafnamálið hafi verið mikið hitamál á sínum tíma. Nafnið Suðurnesjabær varð ofan á í íbúakosningu en var þó ekki samþykkt. Eftir mikinn darraðardans og deilur var svo kosið um nýtt nafn á sveitarfélagið samhliða alþingiskosningum árið 1995. Valkostirnir voru tveir og hlaut Reykjanesbær 55% atkvæða. Ekki voru þó allir á eitt sáttir. Þegar bæjarstjórn tók nafnamálið til afgreiðslu á fundi sínum þann 16. ágúst 1995 blésu íbúar til háværra mótmæla við fundarsal bæjarstjórnar. Tónlistarmaðurinn og Keflvíkingurinn Rúnar Júlíusson, sem lést árið 2008, var einna háværastur í hópi andmælenda hins nýja nafns. „Hann tók djúpt í árinni og sagðist myndu flytja úr bænum ef nýja sveitarfélagið fengi ekki nafnið Keflavík. Og þetta varð mikið hitamál hérna og menn skiptust á skoðunum en eins og allir vita þá var niðurstaðan sú að sveitarfélagið fékk nafnið Reykjanesbær og Rúnar flutti ekki. Hann hélt tryggð við gamla bæinn sinn og bjó hér alveg fram til dauðadags,“ segir Kjartan. „Þetta var mikið mál. Það voru margir sammála honum. […] en ég held að það séu allir búnir að jafna sig, eða svona langflestir, í dag.“ Reykjanesbær Tónlist Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira
Reykjanesbær fagnar í dag 25 ára afmæli og verður af því tilefni blásið til hátíðahalda í bæjarfélaginu. Bæjarstjóri segir mikið standa til og minnist einnig hitamáls í kringum stofnun sveitarfélagsins á sínum tíma, þar sem tónlistarmaðurinn Rúnar Júlíusson heitinn kom við sögu. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar heldur sérstakan hátíðarfund í félagsheimilinu Stapa í Hljómahöll klukkan fimm í tilefni afmælisins en 25 ár eru nú liðin frá því að fyrsta bæjarstjórn nýs sameinaðs bæjarfélags Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna tók til starfa. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir mikið standa til í dag. „Við ætlum að fagna því eða halda upp á tímamótin með annars vegar hátíðarfundi í Stapa í Hljómahöll þar sem bæjarstjórnin mun afgreiða nokkur tímamótamál og síðan verður gestum og bæjarbúum boðið upp á kaffi að fundi loknum.“Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.Mynd/Páll KetilssonHið nýja sameinaða bæjarfélag var lengi vel nafnlaust en Kjartan minnist þess að nafnamálið hafi verið mikið hitamál á sínum tíma. Nafnið Suðurnesjabær varð ofan á í íbúakosningu en var þó ekki samþykkt. Eftir mikinn darraðardans og deilur var svo kosið um nýtt nafn á sveitarfélagið samhliða alþingiskosningum árið 1995. Valkostirnir voru tveir og hlaut Reykjanesbær 55% atkvæða. Ekki voru þó allir á eitt sáttir. Þegar bæjarstjórn tók nafnamálið til afgreiðslu á fundi sínum þann 16. ágúst 1995 blésu íbúar til háværra mótmæla við fundarsal bæjarstjórnar. Tónlistarmaðurinn og Keflvíkingurinn Rúnar Júlíusson, sem lést árið 2008, var einna háværastur í hópi andmælenda hins nýja nafns. „Hann tók djúpt í árinni og sagðist myndu flytja úr bænum ef nýja sveitarfélagið fengi ekki nafnið Keflavík. Og þetta varð mikið hitamál hérna og menn skiptust á skoðunum en eins og allir vita þá var niðurstaðan sú að sveitarfélagið fékk nafnið Reykjanesbær og Rúnar flutti ekki. Hann hélt tryggð við gamla bæinn sinn og bjó hér alveg fram til dauðadags,“ segir Kjartan. „Þetta var mikið mál. Það voru margir sammála honum. […] en ég held að það séu allir búnir að jafna sig, eða svona langflestir, í dag.“
Reykjanesbær Tónlist Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira