Liðsstjóri Haas ekki sáttur með Magnussen Bragi Þórðarson skrifar 11. júní 2019 16:00 Magnussen keyrði harkalega á vegg í tímatökunum á laugardaginn. Getty Guenther Steiner, liðsstjóri Haas liðsins, var allt annað en sáttur með kvartanir ökumanns síns, Kevin Magnussen, í kanadíska kappakstrinum um helgina. Magnussen klessti Haas bíl sínum á vegg í tímatökum og þurfti liðið því að vaka alla nóttina til að smíða nýjan bíl handa Dananum. Kevin vandaði liðinu þó ekki kveðjurnar í talstöðinni í kappakstrinum. ,,Þetta er mín allra versta upplifun í kappakstursbíl'' sagði Daninn er hann var í næstsíðasta sæti. Að lokum fannst Steiner nóg komið og svaraði í talstöðina ,,okkur finnst þetta heldur ekkert gott, en þetta er komið gott, nú er nóg komið''. Ítalski stjórinn var greinilega verulega ósáttur með kvartanirnar í garð liðsins sem hafði vakið alla nóttina að gera bílinn tilbúin fyrir Kevin. Helgin var heilt yfir slæm fyrir Haas liðið. Árekstur Magnussen í tímatökum hindraði Romain Grosjean, liðsfélaga hans, og þurfti Frakkinn því að ræsa fjórtándi. Að lokum enduðu Haas bílarnir í 17. og 14. sæti og fór liðið því stigalaust frá Kanada. Formúla Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Guenther Steiner, liðsstjóri Haas liðsins, var allt annað en sáttur með kvartanir ökumanns síns, Kevin Magnussen, í kanadíska kappakstrinum um helgina. Magnussen klessti Haas bíl sínum á vegg í tímatökum og þurfti liðið því að vaka alla nóttina til að smíða nýjan bíl handa Dananum. Kevin vandaði liðinu þó ekki kveðjurnar í talstöðinni í kappakstrinum. ,,Þetta er mín allra versta upplifun í kappakstursbíl'' sagði Daninn er hann var í næstsíðasta sæti. Að lokum fannst Steiner nóg komið og svaraði í talstöðina ,,okkur finnst þetta heldur ekkert gott, en þetta er komið gott, nú er nóg komið''. Ítalski stjórinn var greinilega verulega ósáttur með kvartanirnar í garð liðsins sem hafði vakið alla nóttina að gera bílinn tilbúin fyrir Kevin. Helgin var heilt yfir slæm fyrir Haas liðið. Árekstur Magnussen í tímatökum hindraði Romain Grosjean, liðsfélaga hans, og þurfti Frakkinn því að ræsa fjórtándi. Að lokum enduðu Haas bílarnir í 17. og 14. sæti og fór liðið því stigalaust frá Kanada.
Formúla Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira