Liðsstjóri Haas ekki sáttur með Magnussen Bragi Þórðarson skrifar 11. júní 2019 16:00 Magnussen keyrði harkalega á vegg í tímatökunum á laugardaginn. Getty Guenther Steiner, liðsstjóri Haas liðsins, var allt annað en sáttur með kvartanir ökumanns síns, Kevin Magnussen, í kanadíska kappakstrinum um helgina. Magnussen klessti Haas bíl sínum á vegg í tímatökum og þurfti liðið því að vaka alla nóttina til að smíða nýjan bíl handa Dananum. Kevin vandaði liðinu þó ekki kveðjurnar í talstöðinni í kappakstrinum. ,,Þetta er mín allra versta upplifun í kappakstursbíl'' sagði Daninn er hann var í næstsíðasta sæti. Að lokum fannst Steiner nóg komið og svaraði í talstöðina ,,okkur finnst þetta heldur ekkert gott, en þetta er komið gott, nú er nóg komið''. Ítalski stjórinn var greinilega verulega ósáttur með kvartanirnar í garð liðsins sem hafði vakið alla nóttina að gera bílinn tilbúin fyrir Kevin. Helgin var heilt yfir slæm fyrir Haas liðið. Árekstur Magnussen í tímatökum hindraði Romain Grosjean, liðsfélaga hans, og þurfti Frakkinn því að ræsa fjórtándi. Að lokum enduðu Haas bílarnir í 17. og 14. sæti og fór liðið því stigalaust frá Kanada. Formúla Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Guenther Steiner, liðsstjóri Haas liðsins, var allt annað en sáttur með kvartanir ökumanns síns, Kevin Magnussen, í kanadíska kappakstrinum um helgina. Magnussen klessti Haas bíl sínum á vegg í tímatökum og þurfti liðið því að vaka alla nóttina til að smíða nýjan bíl handa Dananum. Kevin vandaði liðinu þó ekki kveðjurnar í talstöðinni í kappakstrinum. ,,Þetta er mín allra versta upplifun í kappakstursbíl'' sagði Daninn er hann var í næstsíðasta sæti. Að lokum fannst Steiner nóg komið og svaraði í talstöðina ,,okkur finnst þetta heldur ekkert gott, en þetta er komið gott, nú er nóg komið''. Ítalski stjórinn var greinilega verulega ósáttur með kvartanirnar í garð liðsins sem hafði vakið alla nóttina að gera bílinn tilbúin fyrir Kevin. Helgin var heilt yfir slæm fyrir Haas liðið. Árekstur Magnussen í tímatökum hindraði Romain Grosjean, liðsfélaga hans, og þurfti Frakkinn því að ræsa fjórtándi. Að lokum enduðu Haas bílarnir í 17. og 14. sæti og fór liðið því stigalaust frá Kanada.
Formúla Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira