Skoða ólíkar sviðsmyndir í kyrrsetningarmáli ALC Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. júní 2019 07:42 Airbus þota á litum WOW. Fréttablaðið/Ernir Ekkert útlit virðist vera fyrir að Airbus-þota bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins ALC, sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli í lok mars fyrir ríflega tveggja milljarða króna skuld WOW air, losni þaðan í bráð. Landsréttur úrskurðaði 24. maí síðastliðinn að Isavia hefði verið heimilt að kyrrsetja þotu ALC sem leigð var til WOW air. Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, sótti í kjölfarið um leyfi Hæstaréttar til að fá málið tekið fyrir þar. Oddur kveðst eiga von á því að ákvörðun Hæstaréttar um hvort ALC fái kæruleyfi eða ekki liggi fyrir á næstu tveimur vikum. „Það er ekki skorið að neinu leyti úr því í niðurstöðu Landsréttar hver beri greiðsluskylduna – hvort ALC eigi yfirhöfuð að borga þessa summu – heldur bara að Isavia hafi mátt kyrrsetja vélina fyrir allri fjárhæðinni: Þeir mega stoppa það að vélin fari en hvort þeir geti sent ALC reikning er ennþá óleyst. Þetta er eitt af þeim atriðum sem við erum að reyna að segja Hæstarétti að þurfi að leysa úr,“ segir Oddur. Fáist kæruleyfi mun enn líða tími þar til Isavia skilar sinni greinargerð til Hæstaréttar. Oddur segir að á meðan beðið sé ákvörðunar Hæstaréttar skoði ALC hvaða leiðir verði skynsamlegast að fara. „Boltinn er hjá Hæstarétti og við notum tímann á meðan til þess að velta fyrir okkur öllum þeim mögulegu sviðsmyndum sem geta komið upp miðað við ólíkar niðurstöður Hæstaréttar um þessa kæru og hvað við gerum þá næst,“ segir hann. Sjö þotur í eigu ALC voru í þjónustu hjá WOW þegar rekstur flugfélagsins stöðvaðist í lok mars. Tvær þeirra voru á Keflavíkurflugvelli en hinar fimm á ýmsum flugvöllum erlendis. Engin fyrirstaða virðist hafa verið á flugvöllunum ytra fyrir ALC að endurheimta þotur sínar þaðan enda ólíklegt að WOW hafi þar fengið að safna skuldum vegna þjónustugjalda líkt og reyndin var á Íslandi. Aðspurður kveðst Oddur ekki hafa upplýsingar um það. Birtist í Fréttablaðinu Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Ekkert útlit virðist vera fyrir að Airbus-þota bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins ALC, sem Isavia kyrrsetti á Keflavíkurflugvelli í lok mars fyrir ríflega tveggja milljarða króna skuld WOW air, losni þaðan í bráð. Landsréttur úrskurðaði 24. maí síðastliðinn að Isavia hefði verið heimilt að kyrrsetja þotu ALC sem leigð var til WOW air. Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, sótti í kjölfarið um leyfi Hæstaréttar til að fá málið tekið fyrir þar. Oddur kveðst eiga von á því að ákvörðun Hæstaréttar um hvort ALC fái kæruleyfi eða ekki liggi fyrir á næstu tveimur vikum. „Það er ekki skorið að neinu leyti úr því í niðurstöðu Landsréttar hver beri greiðsluskylduna – hvort ALC eigi yfirhöfuð að borga þessa summu – heldur bara að Isavia hafi mátt kyrrsetja vélina fyrir allri fjárhæðinni: Þeir mega stoppa það að vélin fari en hvort þeir geti sent ALC reikning er ennþá óleyst. Þetta er eitt af þeim atriðum sem við erum að reyna að segja Hæstarétti að þurfi að leysa úr,“ segir Oddur. Fáist kæruleyfi mun enn líða tími þar til Isavia skilar sinni greinargerð til Hæstaréttar. Oddur segir að á meðan beðið sé ákvörðunar Hæstaréttar skoði ALC hvaða leiðir verði skynsamlegast að fara. „Boltinn er hjá Hæstarétti og við notum tímann á meðan til þess að velta fyrir okkur öllum þeim mögulegu sviðsmyndum sem geta komið upp miðað við ólíkar niðurstöður Hæstaréttar um þessa kæru og hvað við gerum þá næst,“ segir hann. Sjö þotur í eigu ALC voru í þjónustu hjá WOW þegar rekstur flugfélagsins stöðvaðist í lok mars. Tvær þeirra voru á Keflavíkurflugvelli en hinar fimm á ýmsum flugvöllum erlendis. Engin fyrirstaða virðist hafa verið á flugvöllunum ytra fyrir ALC að endurheimta þotur sínar þaðan enda ólíklegt að WOW hafi þar fengið að safna skuldum vegna þjónustugjalda líkt og reyndin var á Íslandi. Aðspurður kveðst Oddur ekki hafa upplýsingar um það.
Birtist í Fréttablaðinu Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira