Töluverð aðsókn hefur verið á Benedorm síðan staðurinn opnaði í nóvember síðastliðnum og því hefur fyrirvaralaust hlé á starfseminni vakið athygli, líkt og sjá má af tístunum hér að neðan, en því var jafnvel slegið föstu að staðurinn hefði farið á hausinn.
skil ekki benedorm hate
— Ída Logadóttir (@idaloga) March 31, 2019
1. ódýr bjór
2. aldrei trúbador
3. tónlistin aldrei það há að maður þurfti að garga til að spjalla við fólk
4. opið til 3 um helgar
5. ekki morandi í fimmtugum köllum í jakkafötum að reyna við tvítugar gellur
ég er allavega að syrgja https://t.co/oDD6LIXtre
Jæja, þetta fór á hausinn á tveimur mánuðum. Sýnir bara að konsept getur verið svo slæmt að 600 kr. bjór getur ekki einu sinni bjargað því. https://t.co/LS9XyozsxI
— Arnór B. Svarfdal (@arnorbs) March 31, 2019
„Það er enginn bilbugur á okkur,“ segir Róbert.
Benedorm er rekinn í húsnæði hinnar sálugu Nóru magasín, sem skellti í lás í ágúst í fyrra eftir sólarlítið sumar. Kaffi Nora ehf., félagið utan um rekstur Nóru magasín, var svo tekið til gjaldþrotaskipta í september.
Veitingastaður og bar undir merkjum Nóru Magasin opnaði fyrst í Pósthússtræti 9 við Austurvöll árið 2013. Síðan þá hefur staðurinn gengið í gegnum eigendaskipti og breytingar en honum var til að mynda lokað í nokkra mánuði í fyrra vegna framkvæmda þar sem allt innanhúss var tekið í gegn. Þá gekk staðurinn enn og aftur í gegnum miklar breytingar áður en Benedorm opnaði í haust.