Jón Gnarr mátti taka Banksy-verkið með sér heim Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. mars 2019 20:06 Banksy-myndin prýddi skrifstofu Jóns Gnarr í Ráðhúsinu. Fréttablaðið/GVA Það er álit borgarlögmanns að Jón Gnarr hafi haft heimild til þess að fjarlægja listaverk sem hann fék að gjöf frá breska götulistamanninum Banksy er Jón gegndi embætti borgarstjóra. Hann persónulega hafi fengið afnotaheimild að verkinu, ekki Reykjavíkurborg eða söfn borgarinnar.Álitið var lagt fyrir borgarráð í dag en borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins höfðu óskað eftir því að heimild Jóns til að taka verkið með sér heim yrðu könnuð. Banksy-málið svokallaða vakti töluverða athygli fyrir áramót eftir að Fréttablaðið fjallaði um að verkið hengi heima hjá Jóni, þrátt fyrir að hann hafði áður sagt í viðtali að hann hefði fengið verkið frá Banksy gegn því að það myndi hanga á vegg borgarstjóraskrifstofunnar. Verk eftir Banksy eru eftirsótt og því þótti ýmsum undarlegt að Jón hefði tekið verkið með sér heim að lokinnni borgarstjóratíð hans. Taldi hann hins vegar að verkið hefði verið persónuleg gjöf til hans, en ekki til borgarstjóra. Síðar sagði hann að verkið væri í raun aðeins plakat sem væri hægt að kaupa í netverslun Amazon fyrir lítinn pening. Að lokum fékk Jón nóg af umræðunni og fargaði verkinu sjálfur vopnaður slípirokki.Myndin sem Jón Gnarr á er frábrugðin orgínalnum að því leyti til að blómvöndurinn er öðruvísi.Enginn starfsmaður borgarinnar kom nálægt öflun listaverksins Í svari borgarlögmanns er saga listaverkagjafarinnar rakin. Þar segir að ónefndur borgarfulltrúi Besta flokksins hafi haft milligöngu um að afla heimildar til handa Jóni persónulega til þess að nota stafrænt afrit af mynd eftir listamanninn Banksy. Endaði það með því að fulltrúi Banksy sendi stafrænt afrit til hins ónefnda borgarfulltrúa. Jón greiddi svo sjálfur kostnað við prentun verksins. Í áliti borgarlögmanns segir að enginn starfsmaður Reykjavíkurborgar hafi komið nærri því að afla Jóni verkinu eða verið upplýstir um samskiptin við fulltrúa Banksy. Ljóst sé að engin afnotaheimild af afriti myndarinnar hafi verið veitt Reykjavíkurborg eða söfnum borgarinnar. „Þá þykir nægilega upplýst að um var að ræða heimild sem veitt var Jóni Gnarr persónulega, en ekki sem þáverandi borgarstjóra,“ segir í álitinu. Því verði að telja að Jóni hafi verið heimilt að fjarlægja verkið úr Ráðhúsinu er hann lét af embætti borgarstjóra.Hættulegt fordæmi eða vandræðalegt upphlaup? Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins létu bóka að sett hafi verið óheppilegt fordæmi sem gengi gegn fyrri fordæmum um listaverkagjafir til embættismanna. „Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti fékk persónulega listaverkagjöf eftir Pablo Picasso í forsetatíð sinni en taldi ekki koma til greina að hún ætti verkið persónulega heldur afhenti það íslensku þjóðinni til eignar. Hér er gengið gegn því fordæmi,“ segir í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gáfu lítið fyrir bókun Sjálfstæðisflokksins og létu bóka eftirfarandi: „Það er vandræðalegt að fylgjast með fulltrúum Sjálfstæðisflokksins elta ólar við plakat sem Jón Gnarr fékk í borgarstjóratíð sinni. Umsögn borgarlögmanns upplýsir málið til fulls og undirstrikar að málið var stjórnsýslu borgarinnar óviðkomandi.“ Banksy og Jón Gnarr Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Gæti fært borginni Banksy-plakat að gjöf Eyþór Arnalds furðar sig á að það hafi tekið borgina rúma fjóra mánuði að svara fyrirspurn Sjálfstæðismanna í borgarráði um Banksy-mál Jóns Gnarr. Tafirnar sýni að málið var óþægilegt. Pantaði sjálfur Banksy-plaköt á netinu 28. mars 2019 06:00 Jón Gnarr segir að Banksy-verk hans sé einungis plakat sem sé hægt að kaupa á netinu fyrir smápeninga Jón Gnarr segir að Banksy-listaverkið sem honum var gefið er hann var borgarstjóri og hangi nú heima hjá honum sé ekki upprunalegt verk eftir Banksy heldur einungis plaggat sem hægt sé að kaupa á netinu fyrir litlar fjárhæðir 11. nóvember 2018 13:58 Jón lét pússa Banksy-myndina af álplötunni Birti myndband af framkvæmdinni á Facebook. 14. nóvember 2018 20:08 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Það er álit borgarlögmanns að Jón Gnarr hafi haft heimild til þess að fjarlægja listaverk sem hann fék að gjöf frá breska götulistamanninum Banksy er Jón gegndi embætti borgarstjóra. Hann persónulega hafi fengið afnotaheimild að verkinu, ekki Reykjavíkurborg eða söfn borgarinnar.Álitið var lagt fyrir borgarráð í dag en borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins höfðu óskað eftir því að heimild Jóns til að taka verkið með sér heim yrðu könnuð. Banksy-málið svokallaða vakti töluverða athygli fyrir áramót eftir að Fréttablaðið fjallaði um að verkið hengi heima hjá Jóni, þrátt fyrir að hann hafði áður sagt í viðtali að hann hefði fengið verkið frá Banksy gegn því að það myndi hanga á vegg borgarstjóraskrifstofunnar. Verk eftir Banksy eru eftirsótt og því þótti ýmsum undarlegt að Jón hefði tekið verkið með sér heim að lokinnni borgarstjóratíð hans. Taldi hann hins vegar að verkið hefði verið persónuleg gjöf til hans, en ekki til borgarstjóra. Síðar sagði hann að verkið væri í raun aðeins plakat sem væri hægt að kaupa í netverslun Amazon fyrir lítinn pening. Að lokum fékk Jón nóg af umræðunni og fargaði verkinu sjálfur vopnaður slípirokki.Myndin sem Jón Gnarr á er frábrugðin orgínalnum að því leyti til að blómvöndurinn er öðruvísi.Enginn starfsmaður borgarinnar kom nálægt öflun listaverksins Í svari borgarlögmanns er saga listaverkagjafarinnar rakin. Þar segir að ónefndur borgarfulltrúi Besta flokksins hafi haft milligöngu um að afla heimildar til handa Jóni persónulega til þess að nota stafrænt afrit af mynd eftir listamanninn Banksy. Endaði það með því að fulltrúi Banksy sendi stafrænt afrit til hins ónefnda borgarfulltrúa. Jón greiddi svo sjálfur kostnað við prentun verksins. Í áliti borgarlögmanns segir að enginn starfsmaður Reykjavíkurborgar hafi komið nærri því að afla Jóni verkinu eða verið upplýstir um samskiptin við fulltrúa Banksy. Ljóst sé að engin afnotaheimild af afriti myndarinnar hafi verið veitt Reykjavíkurborg eða söfnum borgarinnar. „Þá þykir nægilega upplýst að um var að ræða heimild sem veitt var Jóni Gnarr persónulega, en ekki sem þáverandi borgarstjóra,“ segir í álitinu. Því verði að telja að Jóni hafi verið heimilt að fjarlægja verkið úr Ráðhúsinu er hann lét af embætti borgarstjóra.Hættulegt fordæmi eða vandræðalegt upphlaup? Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins létu bóka að sett hafi verið óheppilegt fordæmi sem gengi gegn fyrri fordæmum um listaverkagjafir til embættismanna. „Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti fékk persónulega listaverkagjöf eftir Pablo Picasso í forsetatíð sinni en taldi ekki koma til greina að hún ætti verkið persónulega heldur afhenti það íslensku þjóðinni til eignar. Hér er gengið gegn því fordæmi,“ segir í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gáfu lítið fyrir bókun Sjálfstæðisflokksins og létu bóka eftirfarandi: „Það er vandræðalegt að fylgjast með fulltrúum Sjálfstæðisflokksins elta ólar við plakat sem Jón Gnarr fékk í borgarstjóratíð sinni. Umsögn borgarlögmanns upplýsir málið til fulls og undirstrikar að málið var stjórnsýslu borgarinnar óviðkomandi.“
Banksy og Jón Gnarr Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Gæti fært borginni Banksy-plakat að gjöf Eyþór Arnalds furðar sig á að það hafi tekið borgina rúma fjóra mánuði að svara fyrirspurn Sjálfstæðismanna í borgarráði um Banksy-mál Jóns Gnarr. Tafirnar sýni að málið var óþægilegt. Pantaði sjálfur Banksy-plaköt á netinu 28. mars 2019 06:00 Jón Gnarr segir að Banksy-verk hans sé einungis plakat sem sé hægt að kaupa á netinu fyrir smápeninga Jón Gnarr segir að Banksy-listaverkið sem honum var gefið er hann var borgarstjóri og hangi nú heima hjá honum sé ekki upprunalegt verk eftir Banksy heldur einungis plaggat sem hægt sé að kaupa á netinu fyrir litlar fjárhæðir 11. nóvember 2018 13:58 Jón lét pússa Banksy-myndina af álplötunni Birti myndband af framkvæmdinni á Facebook. 14. nóvember 2018 20:08 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Gæti fært borginni Banksy-plakat að gjöf Eyþór Arnalds furðar sig á að það hafi tekið borgina rúma fjóra mánuði að svara fyrirspurn Sjálfstæðismanna í borgarráði um Banksy-mál Jóns Gnarr. Tafirnar sýni að málið var óþægilegt. Pantaði sjálfur Banksy-plaköt á netinu 28. mars 2019 06:00
Jón Gnarr segir að Banksy-verk hans sé einungis plakat sem sé hægt að kaupa á netinu fyrir smápeninga Jón Gnarr segir að Banksy-listaverkið sem honum var gefið er hann var borgarstjóri og hangi nú heima hjá honum sé ekki upprunalegt verk eftir Banksy heldur einungis plaggat sem hægt sé að kaupa á netinu fyrir litlar fjárhæðir 11. nóvember 2018 13:58
Jón lét pússa Banksy-myndina af álplötunni Birti myndband af framkvæmdinni á Facebook. 14. nóvember 2018 20:08
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“