Telur hagkerfið vel í stakk búið til að takast á við þá áskorun sem fall WOW air er Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. mars 2019 11:22 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir fall WOW air áskorun fyrir íslenskt efnahagslíf. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það séu vonbrigði að flugfélagið WOW air hafi hætt starfsemi. Stjórnvöld hafi fylgst með örðugleikum félagsins og að sjálfsögðu bundið vonir við að félagið kæmist í gegnum storminn. „Fyrst og fremst er auðvitað hugur okkar hjá því starfsfólki sem nú er í þessari erfiðu stöðu, starfsfólki félagsins og því fólki sem hefur byggt afkomu sína á starfsemi félagsins, auðvitað er þetta mikið áfall fyrir þau.“ Katrín segir að fall WOW air sé áskorun fyrir íslenskt efnahagslíf en íslenskt hagkerfi hafi sjaldan verið eins vel í stakk búið til að takast á við slíka áskorun. „Hér hafa skuldir ríkissjóðs verið lækkaðar með markvissum hætti, aukinn þjóðhagslegur sparnaður, forðum hefur verið safnað og lánakjör ríkisins aldrei betri. Þannig að ég held að við séum að fullvel í stakk búin til að takast á við þessa áskorun og horfa til framtíðar,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu að loknum ráðherrafundi í morgun. Greint hefur verið frá því að viðbragðsáætlun stjórnvalda vegna WOW air hafi verið virkjuð. Hún felst meðal annars í því að koma þeim farþegum sem nú eru strandaglópar á milli staða. „Þar eru ákveðnir hlutir sem eru settir í gang, það eru boðin tiltekin björgunarfargjöld til flugfarþega til þess að komast á milli staða. Þannig að það er annars vegar hlutverk stjórnvalda og síðan munum við auðvitað endurmeta okkar áætlanir. Hins vegar gerir sú fjármálaáætlun sem við erum að ræða núna í þinginu ráð fyrir kólnun í hagkerfinu þar sem við erum meðal annars að leggja aukna áherslu á opinberar fjárfestingar til að vega upp á móti þeim slaka sem þetta getur valdið“ sagði Katrín en Viðtal Heimis Más Péturssonar, fréttamanns, við Katrínu má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Efnahagsmál Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Ríkisstjórnin um fall WOW: „Efnahagsleg áhrif verða einkum til skamms tíma“ Ríkisstjórnin hefur lýst yfir vonbrigðum með að tilraunir WOW air til að tryggja rekstur félagsins hafi ekki skilað árangri. 28. mars 2019 10:50 WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Samgöngustofa fór aldrei nærri því að grípa til aðgerða. 28. mars 2019 09:42 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Fleiri fréttir Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það séu vonbrigði að flugfélagið WOW air hafi hætt starfsemi. Stjórnvöld hafi fylgst með örðugleikum félagsins og að sjálfsögðu bundið vonir við að félagið kæmist í gegnum storminn. „Fyrst og fremst er auðvitað hugur okkar hjá því starfsfólki sem nú er í þessari erfiðu stöðu, starfsfólki félagsins og því fólki sem hefur byggt afkomu sína á starfsemi félagsins, auðvitað er þetta mikið áfall fyrir þau.“ Katrín segir að fall WOW air sé áskorun fyrir íslenskt efnahagslíf en íslenskt hagkerfi hafi sjaldan verið eins vel í stakk búið til að takast á við slíka áskorun. „Hér hafa skuldir ríkissjóðs verið lækkaðar með markvissum hætti, aukinn þjóðhagslegur sparnaður, forðum hefur verið safnað og lánakjör ríkisins aldrei betri. Þannig að ég held að við séum að fullvel í stakk búin til að takast á við þessa áskorun og horfa til framtíðar,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu að loknum ráðherrafundi í morgun. Greint hefur verið frá því að viðbragðsáætlun stjórnvalda vegna WOW air hafi verið virkjuð. Hún felst meðal annars í því að koma þeim farþegum sem nú eru strandaglópar á milli staða. „Þar eru ákveðnir hlutir sem eru settir í gang, það eru boðin tiltekin björgunarfargjöld til flugfarþega til þess að komast á milli staða. Þannig að það er annars vegar hlutverk stjórnvalda og síðan munum við auðvitað endurmeta okkar áætlanir. Hins vegar gerir sú fjármálaáætlun sem við erum að ræða núna í þinginu ráð fyrir kólnun í hagkerfinu þar sem við erum meðal annars að leggja aukna áherslu á opinberar fjárfestingar til að vega upp á móti þeim slaka sem þetta getur valdið“ sagði Katrín en Viðtal Heimis Más Péturssonar, fréttamanns, við Katrínu má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Efnahagsmál Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Ríkisstjórnin um fall WOW: „Efnahagsleg áhrif verða einkum til skamms tíma“ Ríkisstjórnin hefur lýst yfir vonbrigðum með að tilraunir WOW air til að tryggja rekstur félagsins hafi ekki skilað árangri. 28. mars 2019 10:50 WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Samgöngustofa fór aldrei nærri því að grípa til aðgerða. 28. mars 2019 09:42 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Fleiri fréttir Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Sjá meira
Ríkisstjórnin um fall WOW: „Efnahagsleg áhrif verða einkum til skamms tíma“ Ríkisstjórnin hefur lýst yfir vonbrigðum með að tilraunir WOW air til að tryggja rekstur félagsins hafi ekki skilað árangri. 28. mars 2019 10:50
WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Samgöngustofa fór aldrei nærri því að grípa til aðgerða. 28. mars 2019 09:42