Sendu sérsveitir gegn flóttamönnum sem höfðu tekið yfir stjórn skips Samúel Karl Ólason skrifar 28. mars 2019 11:55 Þegar þeim var sagt að þau yrðu að öllum líkindum send aftur til Líbíu, þar sem skipið var á leið þangað, tóku þau yfir stjórn skipsins og sögðu skipstjóra þess að sigla í norðurátt. AP/Rene' Rossignaud Yfirvöld Möltu sendu sérsveitir hersins gegn flóttamönnum sem höfðu tekið yfir stjórn tankskipsins Elhiblu 1 á Miðjarðarhafi. Áhöfn skipsins hafði komið rúmlega hundrað flóttamönnum og farandfólki til bjargar undan ströndum Líbíu. Þegar þeim var sagt að þau yrðu að öllum líkindum send aftur til Líbíu, þar sem skipið var á leið þangað, tóku þau yfir stjórn skipsins og sögðu skipstjóra þess að sigla í norðurátt. Í yfirlýsingu frá herafla Möltu segir að samband hafi náðst við skipstjóra skipsins þegar skipinu var stefnt til Möltu. Hann sagðist ekki vera við stjórn skipsins og að verið væri að þvinga hann og áhöfn áhöfnina með hótunum. Herskip voru send til móts við tankskipið ásamt þyrlu og fóru sérsveitarmenn um borð. Skipið er nú komið til hafnar í Möltu, samkvæmt AP fréttaveitunni.Ekki er ljóst hvað verður um flótta- og farandfólkið. Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, segir að um fyrsta „sjórán“ flóttafólks sé að ræða. Evrópusambandið hefur hætt varðsiglingum um Miðjarðarhafið að beiðni yfirvalda Ítalíu. Þeim siglingum var ætlað að koma í veg fyrir flutninga smyglara til Evrópu og bjarga fólki í kröggum. Tugum þúsunda hefur verið bjargað á fjórum árum. Yfirvöld Möltu og Ítalíu hafa lokað höfnum sínum fyrir skipum sem bjargað hafa fólki af Miðjarðarhafinu Dregið hefur þó verulega úr flæði fólks yfir Miðjarðarhafið í kjölfar umdeilds samkomulags ESB við Líbíu sem felur í sér að fólkinu er haldið í sérstökum búðum í Líbíu. Evrópusambandið lætur strandgæslu Líbíu vita af ferðum flótta- og farandfólks og eru skip send til að flytja fólkið í búðirnar. Mannréttindasamtök segja aðstæður flótta- og farandfólks í Líbíu þó vera hræðilegar. Þeim sé misþyrmt, þau séu jafnvel pyntuð og nauðganir og þrælahald sé algengt. Evrópusambandið Flóttamenn Ítalía Malta Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Yfirvöld Möltu sendu sérsveitir hersins gegn flóttamönnum sem höfðu tekið yfir stjórn tankskipsins Elhiblu 1 á Miðjarðarhafi. Áhöfn skipsins hafði komið rúmlega hundrað flóttamönnum og farandfólki til bjargar undan ströndum Líbíu. Þegar þeim var sagt að þau yrðu að öllum líkindum send aftur til Líbíu, þar sem skipið var á leið þangað, tóku þau yfir stjórn skipsins og sögðu skipstjóra þess að sigla í norðurátt. Í yfirlýsingu frá herafla Möltu segir að samband hafi náðst við skipstjóra skipsins þegar skipinu var stefnt til Möltu. Hann sagðist ekki vera við stjórn skipsins og að verið væri að þvinga hann og áhöfn áhöfnina með hótunum. Herskip voru send til móts við tankskipið ásamt þyrlu og fóru sérsveitarmenn um borð. Skipið er nú komið til hafnar í Möltu, samkvæmt AP fréttaveitunni.Ekki er ljóst hvað verður um flótta- og farandfólkið. Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, segir að um fyrsta „sjórán“ flóttafólks sé að ræða. Evrópusambandið hefur hætt varðsiglingum um Miðjarðarhafið að beiðni yfirvalda Ítalíu. Þeim siglingum var ætlað að koma í veg fyrir flutninga smyglara til Evrópu og bjarga fólki í kröggum. Tugum þúsunda hefur verið bjargað á fjórum árum. Yfirvöld Möltu og Ítalíu hafa lokað höfnum sínum fyrir skipum sem bjargað hafa fólki af Miðjarðarhafinu Dregið hefur þó verulega úr flæði fólks yfir Miðjarðarhafið í kjölfar umdeilds samkomulags ESB við Líbíu sem felur í sér að fólkinu er haldið í sérstökum búðum í Líbíu. Evrópusambandið lætur strandgæslu Líbíu vita af ferðum flótta- og farandfólks og eru skip send til að flytja fólkið í búðirnar. Mannréttindasamtök segja aðstæður flótta- og farandfólks í Líbíu þó vera hræðilegar. Þeim sé misþyrmt, þau séu jafnvel pyntuð og nauðganir og þrælahald sé algengt.
Evrópusambandið Flóttamenn Ítalía Malta Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira