Neyðarástand vegna mislingafaraldurs Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. mars 2019 06:00 Bólusetningar eru ekki notalegar, en þær eru öruggar. Getty/Karl Tapales Neyðarástand tók gildi í Rockland-sýslu í New York-ríki Bandaríkjanna í gær vegna mislingafaraldurs. Alls höfðu 153 greinst með sjúkdóminn þegar ákvörðunin var tekin á þriðjudag. Þar af eru 85 prósent átján ára eða yngri og tæp fjörutíu prósent undir þriggja ára aldri. Langflest sýktra hafa ekki fengið þær MMR-bóluefnissprautur sem þarf til að bólusetja við mislingum, rauðum hundum og hettusótt. Alls búa um 300.000 í Rockland. „Allt sem við höfum gert frá því að faraldurinn braust út hefur verið til þess gert að hámarka bólusetningar og lágmarka útbreiðslu. Við tökum næstu skref í dag,“ sagði í tilkynningu frá Ed Day sýslumanni á þriðjudag. „Rannsakendur okkar hafa mætt mótspyrnu frá fólkinu sem þeir reyna að vernda. Skellt er á þá og þeim sagt að hringja ekki aftur. Þeim hefur verið sagt að bólusetningar séu ekki inni í myndinni. Þess háttar svör eru bæði óásættanleg og óábyrg. Þetta stefnir öðrum í hættu og sýnir fram á algjört og sláandi ábyrgðarleysi,“ bætti Day við. Neyðarástandið í Rockland felur í sér að fólk undir átján ára aldri, óbólusett gegn mislingum, fær ekki að vera í almannarými næstu 30 daga. Undir almannarými falla meðal annars stofnanir, bænahús, almenningssamgöngur, skólar, veitingastaðir, kvikmyndahús og verslanir. Börn sem ekki má bólusetja af heilsufarsástæðum eru undanskilin banninu. Að sögn sýslumannsins er þetta líklega í fyrsta skipti sem ákvörðun sem þessi er tekin í Bandaríkjunum. Reynist óbólusett barn hafa brotið gegn banninu gætu foreldrarnir þurft að greiða um 50 þúsund króna sekt eða sitja í fangelsi í allt að 90 daga. The New York Times greindi frá því að um 6.000 óbólusett börn í sýslunni fengju nú ekki að sækja skóla. Flest greind tilfelli hafa verið í samfélögum strangtrúaðra rétttrúnaðargyðinga en þar er tíðni bólusetninga mun lægri en í öðrum samfélögum sýslunnar. John Lyon, upplýsingafulltrúi sýslumanns, sagði við CNN að markmiðið væri ekki að refsa fólki heldur að beina því í réttan farveg svo hægt væri að stöðva faraldurinn. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Neyðarástand tók gildi í Rockland-sýslu í New York-ríki Bandaríkjanna í gær vegna mislingafaraldurs. Alls höfðu 153 greinst með sjúkdóminn þegar ákvörðunin var tekin á þriðjudag. Þar af eru 85 prósent átján ára eða yngri og tæp fjörutíu prósent undir þriggja ára aldri. Langflest sýktra hafa ekki fengið þær MMR-bóluefnissprautur sem þarf til að bólusetja við mislingum, rauðum hundum og hettusótt. Alls búa um 300.000 í Rockland. „Allt sem við höfum gert frá því að faraldurinn braust út hefur verið til þess gert að hámarka bólusetningar og lágmarka útbreiðslu. Við tökum næstu skref í dag,“ sagði í tilkynningu frá Ed Day sýslumanni á þriðjudag. „Rannsakendur okkar hafa mætt mótspyrnu frá fólkinu sem þeir reyna að vernda. Skellt er á þá og þeim sagt að hringja ekki aftur. Þeim hefur verið sagt að bólusetningar séu ekki inni í myndinni. Þess háttar svör eru bæði óásættanleg og óábyrg. Þetta stefnir öðrum í hættu og sýnir fram á algjört og sláandi ábyrgðarleysi,“ bætti Day við. Neyðarástandið í Rockland felur í sér að fólk undir átján ára aldri, óbólusett gegn mislingum, fær ekki að vera í almannarými næstu 30 daga. Undir almannarými falla meðal annars stofnanir, bænahús, almenningssamgöngur, skólar, veitingastaðir, kvikmyndahús og verslanir. Börn sem ekki má bólusetja af heilsufarsástæðum eru undanskilin banninu. Að sögn sýslumannsins er þetta líklega í fyrsta skipti sem ákvörðun sem þessi er tekin í Bandaríkjunum. Reynist óbólusett barn hafa brotið gegn banninu gætu foreldrarnir þurft að greiða um 50 þúsund króna sekt eða sitja í fangelsi í allt að 90 daga. The New York Times greindi frá því að um 6.000 óbólusett börn í sýslunni fengju nú ekki að sækja skóla. Flest greind tilfelli hafa verið í samfélögum strangtrúaðra rétttrúnaðargyðinga en þar er tíðni bólusetninga mun lægri en í öðrum samfélögum sýslunnar. John Lyon, upplýsingafulltrúi sýslumanns, sagði við CNN að markmiðið væri ekki að refsa fólki heldur að beina því í réttan farveg svo hægt væri að stöðva faraldurinn.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira