Ókunnugir staðháttum séu blekktir í Vaðlaheiðargöng Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. mars 2019 11:00 Adolf Ingi Erlingsson hefur starfað sem leiðsögumaður eftir að hann sagði skilið við fjölmiðlana. VÍSIR/ANTON BRINK Vegamerkingar í kringum Vaðlaheiðargöng eru til þess eins fallnar að blekkja erlenda ferðmenn og þau sem ekki eru kunnug staðháttum. Fyrir vikið séu þau neydd til að greiða gjald í göngin, í stað þess að aka gjaldfrjálsan tíu mínútna krók í gegnum Víkurskarð, að mati leiðsögumannsins Adolfs Inga Erlingssonar. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir í samskiptum við Vísi að stofnunin hafi ekki farið varhluta af þessari gagnrýni. Merkingarnar séu engu að síður í samræmi við reglur í þessum efnum. Adolf Ingi ræddi merkingarnar við Bítið á Bylgjunni í morgun. Hann segist þurfa reglulega að eiga leið um Eyjafjörð við störf sín og að það hvarfli ekki að honum að aka um Vaðlaheiðargöng, nema hann sé tilneyddur.Sjá einnig: Segir Vaðlaheiðargöng aðeins fyrir þá efnameiri„Mér dettur ekki í hug að nota göngin nema það sé eitthvað að veðri og færð,“ segir Adolf Ingi og bætir við: „Þetta er ekki það mikil stytting.“ Þegar færðin sé ágætin áætlar Adolf að hún sé um 10 mínútur, sé ekið um Víkurskarð. Hann telur að sama skapi að merkingarnar í kringum Vaðlaheiðargöng séu til þess eins fallnar að „blekkja fólk sem þekkir ekki til“ til að aka í gegnum göngin - með tilheyrandi gjaldgreiðslu.Vesturmunni Vaðlaheiðarganga.VÍSIR/TRYGGVI.Adolf segir aðkomuna að göngunum, úr báðum áttum, vera villandi. Skiltið austan við göngin segir að leiðin til Akureyrar sé í gegnum göngin en að á skiltinu sem beinir vegfarendum í átt að Víkurskarði standi aðeins „Víkurskarð.“ „Þetta segir erlendum ökumönnum, og þeim sem ekki þekkja þarna til, nákvæmlega ekki neitt,“ segir Adolfi Ingi sem vill að Víkurskarðsskiltið beini ökumönnum einnig til Akureyrar. Hann segir það sama vera upp á teningnum við vesturenda ganganna. Þar sé skilti sem „á stendur skýrt „Egilisstaðir, Mývatn og Húsavík“ og beinir þér í gegnum göngina,“ lýsir Adolf. Á skiltinu sem beinir ökumönnum að Víkurskarði standi hins vegar aðeins Grenivík og Svalbarðseyri. „Ég efast um að útlendingar séu almennt mjög vel upplýstir um það að leiðin um Svalbarðseyri og Grenivík leiði þig til Húsavíkur, Mývatns og Egilsstaða,“ segir Adolf Ingi. Þetta sé því til þess fallið að blekkja fólk til að fara í gegnum göngin. Þessu sé hins vegar ekki eins farið við Hvalfjarðargöng. Þar séu skilti sem beini fólki til Akureyrar, bæði í gegnum göngin og um Hvalfjörð, en með misjöfnum vegalengdum.„Mér finnst ekki hlutverk Vegagerðarinnar að plata grunlaust fólk til að fara í göngin. Mér finnst þetta lykta af því að Vegagerðin kói með framkvæmdaraðilum að ná sem flestum inn,“ segir Adolf Ingi.Í samræmi við kerfi Í samskiptum við Vísi segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, G. Pétur Matthíasson, að stofnunin hafi fengið veður af sams konar gagnrýni - þ.e. að leiðin um Víkurskarð sé ekki betur kynnt. Merkingarnar við Vaðlaheiðargöng séu þó í samræmi við „ákveðið kerfi um nærstaði og fjarstaði,“ eins og Pétur orðar það - „þarna rétt eins og annars staðar.“ Reglan sé að skilti eigi að vísa stystu leið á ákveðinn áfangastað. Engu að síður séu undantekningar á því þar sem vísað er á tvær leiðir. „Við munum skoða það betur en merkingar voru hannaðar fyrir útboð þarna fyrir um áratug,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Spjall Adolfs Inga við stjórnendur Bítisins má heyra í spilaranum hér að ofan. Akureyri Bítið Samgöngur Vaðlaheiðargöng Tengdar fréttir 85 prósent ökumanna völdu að aka um göngin Á þeim rétt rúma mánuði sem liðinn er frá því gjaldtaka hófst í Vaðlaheiðargöng hafa 85 prósent ökumanna valið að aka um göngin en 15 prósent ekið veginn yfir Víkurskarð. 9. febrúar 2019 20:15 Segir Vaðlaheiðargöng aðeins fyrir þá efnameiri Göngin voru opnuð rétt fyrir síðustu jól og gjaldtaka hófst í byrjun árs. 21. mars 2019 06:15 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Vegamerkingar í kringum Vaðlaheiðargöng eru til þess eins fallnar að blekkja erlenda ferðmenn og þau sem ekki eru kunnug staðháttum. Fyrir vikið séu þau neydd til að greiða gjald í göngin, í stað þess að aka gjaldfrjálsan tíu mínútna krók í gegnum Víkurskarð, að mati leiðsögumannsins Adolfs Inga Erlingssonar. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir í samskiptum við Vísi að stofnunin hafi ekki farið varhluta af þessari gagnrýni. Merkingarnar séu engu að síður í samræmi við reglur í þessum efnum. Adolf Ingi ræddi merkingarnar við Bítið á Bylgjunni í morgun. Hann segist þurfa reglulega að eiga leið um Eyjafjörð við störf sín og að það hvarfli ekki að honum að aka um Vaðlaheiðargöng, nema hann sé tilneyddur.Sjá einnig: Segir Vaðlaheiðargöng aðeins fyrir þá efnameiri„Mér dettur ekki í hug að nota göngin nema það sé eitthvað að veðri og færð,“ segir Adolf Ingi og bætir við: „Þetta er ekki það mikil stytting.“ Þegar færðin sé ágætin áætlar Adolf að hún sé um 10 mínútur, sé ekið um Víkurskarð. Hann telur að sama skapi að merkingarnar í kringum Vaðlaheiðargöng séu til þess eins fallnar að „blekkja fólk sem þekkir ekki til“ til að aka í gegnum göngin - með tilheyrandi gjaldgreiðslu.Vesturmunni Vaðlaheiðarganga.VÍSIR/TRYGGVI.Adolf segir aðkomuna að göngunum, úr báðum áttum, vera villandi. Skiltið austan við göngin segir að leiðin til Akureyrar sé í gegnum göngin en að á skiltinu sem beinir vegfarendum í átt að Víkurskarði standi aðeins „Víkurskarð.“ „Þetta segir erlendum ökumönnum, og þeim sem ekki þekkja þarna til, nákvæmlega ekki neitt,“ segir Adolfi Ingi sem vill að Víkurskarðsskiltið beini ökumönnum einnig til Akureyrar. Hann segir það sama vera upp á teningnum við vesturenda ganganna. Þar sé skilti sem „á stendur skýrt „Egilisstaðir, Mývatn og Húsavík“ og beinir þér í gegnum göngina,“ lýsir Adolf. Á skiltinu sem beinir ökumönnum að Víkurskarði standi hins vegar aðeins Grenivík og Svalbarðseyri. „Ég efast um að útlendingar séu almennt mjög vel upplýstir um það að leiðin um Svalbarðseyri og Grenivík leiði þig til Húsavíkur, Mývatns og Egilsstaða,“ segir Adolf Ingi. Þetta sé því til þess fallið að blekkja fólk til að fara í gegnum göngin. Þessu sé hins vegar ekki eins farið við Hvalfjarðargöng. Þar séu skilti sem beini fólki til Akureyrar, bæði í gegnum göngin og um Hvalfjörð, en með misjöfnum vegalengdum.„Mér finnst ekki hlutverk Vegagerðarinnar að plata grunlaust fólk til að fara í göngin. Mér finnst þetta lykta af því að Vegagerðin kói með framkvæmdaraðilum að ná sem flestum inn,“ segir Adolf Ingi.Í samræmi við kerfi Í samskiptum við Vísi segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, G. Pétur Matthíasson, að stofnunin hafi fengið veður af sams konar gagnrýni - þ.e. að leiðin um Víkurskarð sé ekki betur kynnt. Merkingarnar við Vaðlaheiðargöng séu þó í samræmi við „ákveðið kerfi um nærstaði og fjarstaði,“ eins og Pétur orðar það - „þarna rétt eins og annars staðar.“ Reglan sé að skilti eigi að vísa stystu leið á ákveðinn áfangastað. Engu að síður séu undantekningar á því þar sem vísað er á tvær leiðir. „Við munum skoða það betur en merkingar voru hannaðar fyrir útboð þarna fyrir um áratug,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Spjall Adolfs Inga við stjórnendur Bítisins má heyra í spilaranum hér að ofan.
Akureyri Bítið Samgöngur Vaðlaheiðargöng Tengdar fréttir 85 prósent ökumanna völdu að aka um göngin Á þeim rétt rúma mánuði sem liðinn er frá því gjaldtaka hófst í Vaðlaheiðargöng hafa 85 prósent ökumanna valið að aka um göngin en 15 prósent ekið veginn yfir Víkurskarð. 9. febrúar 2019 20:15 Segir Vaðlaheiðargöng aðeins fyrir þá efnameiri Göngin voru opnuð rétt fyrir síðustu jól og gjaldtaka hófst í byrjun árs. 21. mars 2019 06:15 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
85 prósent ökumanna völdu að aka um göngin Á þeim rétt rúma mánuði sem liðinn er frá því gjaldtaka hófst í Vaðlaheiðargöng hafa 85 prósent ökumanna valið að aka um göngin en 15 prósent ekið veginn yfir Víkurskarð. 9. febrúar 2019 20:15
Segir Vaðlaheiðargöng aðeins fyrir þá efnameiri Göngin voru opnuð rétt fyrir síðustu jól og gjaldtaka hófst í byrjun árs. 21. mars 2019 06:15