Móðirin sem lagði barnavernd í Shaken Baby-máli: Líður enn eins og fylgst sé með henni Birgir Olgeirsson skrifar 19. desember 2019 19:00 Foreldrar sem voru sakaðir um að hafa hrist ungbarn sitt harkalega táruðust þegar þau unnu mál sitt gegn barnavernd Reykjavíkur í dag. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í morgun Reykjavíkurborg til að greiða þessari fjögurra manna fjölskyldu samtals átta milljónir króna í bætur vegna málsins. Dómurinn sagði barnavernd Reykjavíkur hafa brugðist skyldum sínum gagnvart fjölskyldunni. Foreldrarnir grétu í faðmlögum þegar niðurstaðan var ljós. „Ég veit ekki hvort það voru gleðitár, spennufall, blanda af hvoru tveggja. En auðvitað ofboðslega mikil sorg að það hafi þurft þetta til. Það á ekki að vera þannig að almennir borgarar þurfi að ganga svona stíft á eftir rétti sínum gagnvart stjórnvaldi,“ segir móðir barnsins við fréttastofu. Móðirin hafði farið með níu mánaða son sinn á sjúkrahús árið 2013 eftir að hann hafði skollið með hnakka í gólf eftir að hafa æft sig að standa. Við skoðun kom í ljós blæðing á heila og augnbotni sem eru tvö af einkennum Shaken Baby. Foreldrarnir lágu þar með undir grun og sættu lögreglurannsókn sem var hætt eftir ár. Íslenska ríkið viðurkenndi bótakröfu utan dómstóla en Reykjavíkurborg hafnaði henni. Móðirin segir það til marks um óbilgirni í kerfinu. „Þau taka sér þetta vald yfir lífi fólks og neita að horfast í augu við gjörðir sínar,“ segir móðirin. Málið umturnaði veröld fjölskyldunnar. Foreldrarnir skildu vegna málsins. Móðirin varð óvinnufær og metin öryrki í dag. Faðirinn gat ekki lengur starfað á sínum vettvangi. Eldri dóttirin glímir enn við mikla andlega kvilla líkt og foreldrarnir. Móðirin segist loksins geta hugsað sér að horfa á fram á við eftir dóminn. „Það var ofboðslega mikill léttir að fá viðurkenningu frá dómsvaldi þess efnis að mín upplifun var rétt. Ég var ekki að ímynda mér þetta, ég var ekki að oftúlka. Framganga þeirra var bara forkastanleg.Hér fyrir meðan má bæði horfa á og lesa lengri útgáfu af viðtali fréttastofu við móður barnsins. Hvað tilfinningar bærðust með ykkur þegar niðurstaða dómsins var ljós?„Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því. Við sátum þarna og biðum þess að dómararnir gengu inn. Ég var byrjuð að skjálfa af stressi og spennu eftir að dómsorðið yrði lesið. Um leið og dómarinn byrjaði að tala, og ég áttaði mig á því að verið væri að fallast á málatilbúnað okkar, það væri loksins komið að því að réttlætið næði fram að ganga, byrjaði ég að gráta. Ég veit ekki hvort það voru gleðitár, spennufall, blanda af hvoru tveggja, en ofboðslega mikil sorg líka að það hafi þurft þetta til. Það á ekki að vera þannig að almennir borgarar þurfi að ganga svona stíft á eftir rétti sínum gagnvart stjórnvaldi. Eiginmaður minn fyrrverandi sat þarna með mér líka og svo grétum við saman í faðmlögum. Það er ekki hægt að lýsa þessu.Þetta var ekki léttvæg ákvörðun að fara í þessa málsmeðferð? Bæði og! Þetta má ekki viðgangast. Það þurfti að bregðast við og spyrna við fótunum og miðað við bakland okkar, fjárhagslegt og félagslegt bakland þá litum við svolítið á það ef einhver myndi breyta kerfinu þá yrði það við. Það kom aldrei til greina að leyfa þessu að liggja. Þetta má ekki gerast og á ekki að geta gerst. Þessi dómur hrekkur skammt ef barnavernd Reykjavíkur sér ekki að sér, biðjist afsökunar og geri betur. Þangað til ég sé það, er enginn sigur fyrir mig persónulega þó að gengist hafi verið kröfum okkar. Nú viðurkenndi íslenska ríkið skaðabótakröfu ykkar utan dómstóla, hvernig leið ykkur að heyra að Reykjavíkur hafnaði öllum kröfum ykkar?Það var rosalegt högg, eins og að vera sleginn niður. Og svolítið til marks um þessa óbilgirni í kerfinu. Þau taka sér þetta vald yfir lífi fólks og neita að horfast í augu við gjörðir sínar. Og ég get alveg gengist við því að fólk geri mistök hvort sem það eru borgarstarfsmenn eða aðrir en þá er bara að viðurkenna það og gera betur. Ef við hefðum fengið afsökunarbeiðni fyrir sex árum og fólk viðurkennt að það hafi ekki verið staðið nógu vel að málunum, þá værum við ekki hérna í dag. Þá væri þetta ekki búið að hafa af mér öll þessi ár.Lítur þú svo á að þessi niðurstaða geti hjálpað þér í átt að bata? „Tvímælalaust, það er ofboðslega sárt og erfitt að verða fyrir óréttlæti, sérstaklega þegar það er stjórnvald sem beitir því. Ég er í þeirri einkennilegu stöðu að ég hafði ofboðslega trú á barnavernd Reykjavíkur. Og taldi að öll málsmeðferð þeirra væri ofboðslega vönduð, eins og hún á að vera, að það sé vel haldið utan um fólk og það aðstoðað í átt að betra lífi. Hafði sjálf tvisvar sinnum tilkynnt til barnaverndar annars vegar mögulegt ofbeldi og hins vegar vanrækslu barna, af því ég hélt og trúði því einlæglega að fólk fengi aðstoð. Þegar barnavernd var kölluð til var ég ekkert hrædd og stressaði mig ekkert á því. Ég hélt að þetta tæki nokkra daga, væri misskilningur og yrði hreinsað upp. Ég hélt ég færi í nokkur viðtöl og afleiðingarnar yrðu ekkert erfiðar. Það var kannski aukaskellur fyrir mig að lenda svona í þessum farsa sem málið var. Þetta er flókið mál og ég held að sumir hafi ekki trúað þegar við lýstum vinnubrögðum barnaverndar. Það er ofboðsleg mikill léttir að fá viðurkenningu frá dómsvaldi þess efnis að mín upplifun var rétt. Ég var ekki að ímynda mér þetta, ég var ekki að oftúlka. Framganga þeirra var bara forkastanleg. Það er mikill léttir að vita það.“Við aðalmeðferð málsins kom fram að einkenni Shaken Baby-heilkennis séu að jafnaði þrjú. Það er blæðing í heila og augnbotnum ásamt heilabjúg. Við skoðun kom þó ekki heilabjúgur í ljós. Sérfræðingar sögðu það ekki sanna neitt, til dæmis gæti drengurinn upplifað mörgum árum seinna flogaköst sem væri afleiðing taugaskemmda sem börn geta orðið fyrir ef þau eru hrist harkalega.Í héraðsdómi kom hins vegar fram að drengurinn hefði aldrei upplifað flogaveiki og væri við góða líkamlega heilsu. „Ég held að hann hafi fengið tvær panodil. Hann var með höfuðverk að sjálfsögðu. Önnur hafa eftirköstin ekki verið. Það er gaman að hamra á því enn og aftur að við útskrift á spítalanum var ekki rætt um endurkomu. Bæði ég og móðir mín spurðu starfsmenn barnaverndar ítrekað hvort ekki þyrfti að vera einhver eftirfylgni með barninu þar sem hann væri jú með heilablæðingu. Við vorum fullvissuð um að svo væri ekki. Það var ekki fyrr en við vorum boðuð í taugarannsókn, til að athuga með taugaskaða, þar sem við komumst í samband við lækni og spurðum hvort það ætti í alvöru ekki að fylgja eftir þessari heilablæðingu. Það átti sannarlega að gera og læknirinn sá um að bóka það. Ég kemst ekki yfir það að barnavernd hélt að við værum barninu hættuleg, við gætum ekki sinnt eða hvernig sem það er, en tryggðu samt ekki eftirfylgni með níu mánaða barni sem var með heilablæðingu. En eftirmálarnir voru svo engir fyrir hann blessunarlega, hann hefur það bara fínt. Kátur lítill krakki.“ Sérðu bjartari tíma fram undan fyrir ykkur? „Ég vona það, borgin hefur fjórar vikur til að áfrýja. Ég ætla ekki að fagna fyrr en þær eru liðnar. Miða við framgöngu þeirra til þessa, þá býst ég svo sem allt eins við því að málinu verði áfrýjað. Frá upphafi hafa þau haft slæman málstað að verja en það virðist ekki hafa staðið í vegi fyrir þeim hingað til. Ég þarf að vita hvort þetta sé endanleg niðurstaða. Eftir það held ég, og vona, að við náum að fóta okkur betur og halda áfram með lífið. Þetta er ofboðsleg byrði að bera og ofboðslega erfitt að ganga svona á eftir réttlætinu. Þetta er búið að hvíla mjög þungt á okkur og við erum ótrúlega þreytt öll, alveg uppgefin. Ég er ekki frá því að lífið horfi öðruvísi við þegar þetta er frágengið.“ Hvernig var það nákvæmlega sem barnavernd braut gegn ykkur? „Í málsmeðferð sinni þá klikkaði barnavernd á því að kynna sér aðstæður barnanna. Ef það hefði verið talað við dóttur okkar þá hefði mátt fá að vita hvað gerist þegar mamma og pabbi eru reið. Það hefði verið hægt að athuga aðbúnað heima hjá henni. Það var ekki talað við skóla, heilsugæslu eða aðra aðila. Í sjálfu sér firraði barnavernd sig allri ábyrgð á því að rannsaka hagi barnanna heldur hengdi sig á lögreglurannsókn. Slíkar rannsóknir eru tímafrekar og tvennt ólíkt að fást við barnaverndarmál og lögreglumál. Við gætum enn þá verið hættuleg, það hefur aldrei verið skoðað. Hagir barna okkar hafa aldrei verið skoðaðir og það er í sjálfu sér alvarlegasta brotið. Að firra sig allri rannsóknarskyldu, taka handahófskenndar ákvarðanir, og geta ekki stutt þær með neinum gögnum. Í málsmeðferðinni sjálfri kallaði borgin til fjölda vitna sem mér finnst undarlegt. Stjórnvald á að geta lagt fram gögn til rökstuðnings öllum sínum ákvörðunum. Það eiga að vera til fundargerðir, skýrslur, allskonar pappírar til að styðja við ákvörðunartöku en það er ekki í þessu máli, það eru engin gögn til staðar. Ég er sannfærð um að ef barnavernd hefði kynnt sér hagi okkar, þá hefðu þau séð að við erum ekki hættuleg, við höfum aldrei verið börnunum hættuleg. Þau hafa alltaf alist upp við eins gott atlæti og við erum fær að veita. Það hefði mátt vinna málið öðruvísi, það þurfti ekki að halda okkur í allri þessari óvissu. Ennþá núna, sex og hálfu ári seinna, þá líður mér eins og það sé verið að fylgjast með mér. Hvað sem ég geri, hvort sem það er í einkalífinu eða sem foreldri eða annað, þá er ég alltaf hrædd um og hef alltaf á tilfinningunni að núna fái ég höggið, núna verði ég hönkuð á einhverju. Það á ekki að vera þannig að almennir borgarar séu hræddir við að stjórnvald sleppi ekki takinu af þeim. Þó málinu hafi verið lokað var ferlið svo handahófskennt á ég allt eins von á því að það verði opnað og börnin tekin aftur. Það er óbærilegur ótti að búa við.“ Barnavernd Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Fjölskylda í sárum hafði sigur gegn Reykjavíkurborg í Shaken Baby-máli Fjögurra manna fjölskylda hafði sigur í skaðabótamáli gegn Reykjavíkurborg. Foreldrarnir höfðu verið sakaðir um að hafa hrist barn sitt þannig að skaði hefði hlotist af. Málið umturnaði veröld fjölskyldunnar sem fékk dæmdar háar bætur í dag. 19. desember 2019 11:24 Barnavernd brást skyldu sinni og málsmeðferðin fór úrskeiðis Barnavernd Reykjavíkur brást skyldu sinni í Shaken-baby máli en kveðinn var upp dómur í morgun í skaðabótamáli sem foreldrar og tvö börn þeirra höfðuðu á hendur íslenska ríkinu. 19. desember 2019 13:26 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Foreldrar sem voru sakaðir um að hafa hrist ungbarn sitt harkalega táruðust þegar þau unnu mál sitt gegn barnavernd Reykjavíkur í dag. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í morgun Reykjavíkurborg til að greiða þessari fjögurra manna fjölskyldu samtals átta milljónir króna í bætur vegna málsins. Dómurinn sagði barnavernd Reykjavíkur hafa brugðist skyldum sínum gagnvart fjölskyldunni. Foreldrarnir grétu í faðmlögum þegar niðurstaðan var ljós. „Ég veit ekki hvort það voru gleðitár, spennufall, blanda af hvoru tveggja. En auðvitað ofboðslega mikil sorg að það hafi þurft þetta til. Það á ekki að vera þannig að almennir borgarar þurfi að ganga svona stíft á eftir rétti sínum gagnvart stjórnvaldi,“ segir móðir barnsins við fréttastofu. Móðirin hafði farið með níu mánaða son sinn á sjúkrahús árið 2013 eftir að hann hafði skollið með hnakka í gólf eftir að hafa æft sig að standa. Við skoðun kom í ljós blæðing á heila og augnbotni sem eru tvö af einkennum Shaken Baby. Foreldrarnir lágu þar með undir grun og sættu lögreglurannsókn sem var hætt eftir ár. Íslenska ríkið viðurkenndi bótakröfu utan dómstóla en Reykjavíkurborg hafnaði henni. Móðirin segir það til marks um óbilgirni í kerfinu. „Þau taka sér þetta vald yfir lífi fólks og neita að horfast í augu við gjörðir sínar,“ segir móðirin. Málið umturnaði veröld fjölskyldunnar. Foreldrarnir skildu vegna málsins. Móðirin varð óvinnufær og metin öryrki í dag. Faðirinn gat ekki lengur starfað á sínum vettvangi. Eldri dóttirin glímir enn við mikla andlega kvilla líkt og foreldrarnir. Móðirin segist loksins geta hugsað sér að horfa á fram á við eftir dóminn. „Það var ofboðslega mikill léttir að fá viðurkenningu frá dómsvaldi þess efnis að mín upplifun var rétt. Ég var ekki að ímynda mér þetta, ég var ekki að oftúlka. Framganga þeirra var bara forkastanleg.Hér fyrir meðan má bæði horfa á og lesa lengri útgáfu af viðtali fréttastofu við móður barnsins. Hvað tilfinningar bærðust með ykkur þegar niðurstaða dómsins var ljós?„Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því. Við sátum þarna og biðum þess að dómararnir gengu inn. Ég var byrjuð að skjálfa af stressi og spennu eftir að dómsorðið yrði lesið. Um leið og dómarinn byrjaði að tala, og ég áttaði mig á því að verið væri að fallast á málatilbúnað okkar, það væri loksins komið að því að réttlætið næði fram að ganga, byrjaði ég að gráta. Ég veit ekki hvort það voru gleðitár, spennufall, blanda af hvoru tveggja, en ofboðslega mikil sorg líka að það hafi þurft þetta til. Það á ekki að vera þannig að almennir borgarar þurfi að ganga svona stíft á eftir rétti sínum gagnvart stjórnvaldi. Eiginmaður minn fyrrverandi sat þarna með mér líka og svo grétum við saman í faðmlögum. Það er ekki hægt að lýsa þessu.Þetta var ekki léttvæg ákvörðun að fara í þessa málsmeðferð? Bæði og! Þetta má ekki viðgangast. Það þurfti að bregðast við og spyrna við fótunum og miðað við bakland okkar, fjárhagslegt og félagslegt bakland þá litum við svolítið á það ef einhver myndi breyta kerfinu þá yrði það við. Það kom aldrei til greina að leyfa þessu að liggja. Þetta má ekki gerast og á ekki að geta gerst. Þessi dómur hrekkur skammt ef barnavernd Reykjavíkur sér ekki að sér, biðjist afsökunar og geri betur. Þangað til ég sé það, er enginn sigur fyrir mig persónulega þó að gengist hafi verið kröfum okkar. Nú viðurkenndi íslenska ríkið skaðabótakröfu ykkar utan dómstóla, hvernig leið ykkur að heyra að Reykjavíkur hafnaði öllum kröfum ykkar?Það var rosalegt högg, eins og að vera sleginn niður. Og svolítið til marks um þessa óbilgirni í kerfinu. Þau taka sér þetta vald yfir lífi fólks og neita að horfast í augu við gjörðir sínar. Og ég get alveg gengist við því að fólk geri mistök hvort sem það eru borgarstarfsmenn eða aðrir en þá er bara að viðurkenna það og gera betur. Ef við hefðum fengið afsökunarbeiðni fyrir sex árum og fólk viðurkennt að það hafi ekki verið staðið nógu vel að málunum, þá værum við ekki hérna í dag. Þá væri þetta ekki búið að hafa af mér öll þessi ár.Lítur þú svo á að þessi niðurstaða geti hjálpað þér í átt að bata? „Tvímælalaust, það er ofboðslega sárt og erfitt að verða fyrir óréttlæti, sérstaklega þegar það er stjórnvald sem beitir því. Ég er í þeirri einkennilegu stöðu að ég hafði ofboðslega trú á barnavernd Reykjavíkur. Og taldi að öll málsmeðferð þeirra væri ofboðslega vönduð, eins og hún á að vera, að það sé vel haldið utan um fólk og það aðstoðað í átt að betra lífi. Hafði sjálf tvisvar sinnum tilkynnt til barnaverndar annars vegar mögulegt ofbeldi og hins vegar vanrækslu barna, af því ég hélt og trúði því einlæglega að fólk fengi aðstoð. Þegar barnavernd var kölluð til var ég ekkert hrædd og stressaði mig ekkert á því. Ég hélt að þetta tæki nokkra daga, væri misskilningur og yrði hreinsað upp. Ég hélt ég færi í nokkur viðtöl og afleiðingarnar yrðu ekkert erfiðar. Það var kannski aukaskellur fyrir mig að lenda svona í þessum farsa sem málið var. Þetta er flókið mál og ég held að sumir hafi ekki trúað þegar við lýstum vinnubrögðum barnaverndar. Það er ofboðsleg mikill léttir að fá viðurkenningu frá dómsvaldi þess efnis að mín upplifun var rétt. Ég var ekki að ímynda mér þetta, ég var ekki að oftúlka. Framganga þeirra var bara forkastanleg. Það er mikill léttir að vita það.“Við aðalmeðferð málsins kom fram að einkenni Shaken Baby-heilkennis séu að jafnaði þrjú. Það er blæðing í heila og augnbotnum ásamt heilabjúg. Við skoðun kom þó ekki heilabjúgur í ljós. Sérfræðingar sögðu það ekki sanna neitt, til dæmis gæti drengurinn upplifað mörgum árum seinna flogaköst sem væri afleiðing taugaskemmda sem börn geta orðið fyrir ef þau eru hrist harkalega.Í héraðsdómi kom hins vegar fram að drengurinn hefði aldrei upplifað flogaveiki og væri við góða líkamlega heilsu. „Ég held að hann hafi fengið tvær panodil. Hann var með höfuðverk að sjálfsögðu. Önnur hafa eftirköstin ekki verið. Það er gaman að hamra á því enn og aftur að við útskrift á spítalanum var ekki rætt um endurkomu. Bæði ég og móðir mín spurðu starfsmenn barnaverndar ítrekað hvort ekki þyrfti að vera einhver eftirfylgni með barninu þar sem hann væri jú með heilablæðingu. Við vorum fullvissuð um að svo væri ekki. Það var ekki fyrr en við vorum boðuð í taugarannsókn, til að athuga með taugaskaða, þar sem við komumst í samband við lækni og spurðum hvort það ætti í alvöru ekki að fylgja eftir þessari heilablæðingu. Það átti sannarlega að gera og læknirinn sá um að bóka það. Ég kemst ekki yfir það að barnavernd hélt að við værum barninu hættuleg, við gætum ekki sinnt eða hvernig sem það er, en tryggðu samt ekki eftirfylgni með níu mánaða barni sem var með heilablæðingu. En eftirmálarnir voru svo engir fyrir hann blessunarlega, hann hefur það bara fínt. Kátur lítill krakki.“ Sérðu bjartari tíma fram undan fyrir ykkur? „Ég vona það, borgin hefur fjórar vikur til að áfrýja. Ég ætla ekki að fagna fyrr en þær eru liðnar. Miða við framgöngu þeirra til þessa, þá býst ég svo sem allt eins við því að málinu verði áfrýjað. Frá upphafi hafa þau haft slæman málstað að verja en það virðist ekki hafa staðið í vegi fyrir þeim hingað til. Ég þarf að vita hvort þetta sé endanleg niðurstaða. Eftir það held ég, og vona, að við náum að fóta okkur betur og halda áfram með lífið. Þetta er ofboðsleg byrði að bera og ofboðslega erfitt að ganga svona á eftir réttlætinu. Þetta er búið að hvíla mjög þungt á okkur og við erum ótrúlega þreytt öll, alveg uppgefin. Ég er ekki frá því að lífið horfi öðruvísi við þegar þetta er frágengið.“ Hvernig var það nákvæmlega sem barnavernd braut gegn ykkur? „Í málsmeðferð sinni þá klikkaði barnavernd á því að kynna sér aðstæður barnanna. Ef það hefði verið talað við dóttur okkar þá hefði mátt fá að vita hvað gerist þegar mamma og pabbi eru reið. Það hefði verið hægt að athuga aðbúnað heima hjá henni. Það var ekki talað við skóla, heilsugæslu eða aðra aðila. Í sjálfu sér firraði barnavernd sig allri ábyrgð á því að rannsaka hagi barnanna heldur hengdi sig á lögreglurannsókn. Slíkar rannsóknir eru tímafrekar og tvennt ólíkt að fást við barnaverndarmál og lögreglumál. Við gætum enn þá verið hættuleg, það hefur aldrei verið skoðað. Hagir barna okkar hafa aldrei verið skoðaðir og það er í sjálfu sér alvarlegasta brotið. Að firra sig allri rannsóknarskyldu, taka handahófskenndar ákvarðanir, og geta ekki stutt þær með neinum gögnum. Í málsmeðferðinni sjálfri kallaði borgin til fjölda vitna sem mér finnst undarlegt. Stjórnvald á að geta lagt fram gögn til rökstuðnings öllum sínum ákvörðunum. Það eiga að vera til fundargerðir, skýrslur, allskonar pappírar til að styðja við ákvörðunartöku en það er ekki í þessu máli, það eru engin gögn til staðar. Ég er sannfærð um að ef barnavernd hefði kynnt sér hagi okkar, þá hefðu þau séð að við erum ekki hættuleg, við höfum aldrei verið börnunum hættuleg. Þau hafa alltaf alist upp við eins gott atlæti og við erum fær að veita. Það hefði mátt vinna málið öðruvísi, það þurfti ekki að halda okkur í allri þessari óvissu. Ennþá núna, sex og hálfu ári seinna, þá líður mér eins og það sé verið að fylgjast með mér. Hvað sem ég geri, hvort sem það er í einkalífinu eða sem foreldri eða annað, þá er ég alltaf hrædd um og hef alltaf á tilfinningunni að núna fái ég höggið, núna verði ég hönkuð á einhverju. Það á ekki að vera þannig að almennir borgarar séu hræddir við að stjórnvald sleppi ekki takinu af þeim. Þó málinu hafi verið lokað var ferlið svo handahófskennt á ég allt eins von á því að það verði opnað og börnin tekin aftur. Það er óbærilegur ótti að búa við.“
Barnavernd Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Fjölskylda í sárum hafði sigur gegn Reykjavíkurborg í Shaken Baby-máli Fjögurra manna fjölskylda hafði sigur í skaðabótamáli gegn Reykjavíkurborg. Foreldrarnir höfðu verið sakaðir um að hafa hrist barn sitt þannig að skaði hefði hlotist af. Málið umturnaði veröld fjölskyldunnar sem fékk dæmdar háar bætur í dag. 19. desember 2019 11:24 Barnavernd brást skyldu sinni og málsmeðferðin fór úrskeiðis Barnavernd Reykjavíkur brást skyldu sinni í Shaken-baby máli en kveðinn var upp dómur í morgun í skaðabótamáli sem foreldrar og tvö börn þeirra höfðuðu á hendur íslenska ríkinu. 19. desember 2019 13:26 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Fjölskylda í sárum hafði sigur gegn Reykjavíkurborg í Shaken Baby-máli Fjögurra manna fjölskylda hafði sigur í skaðabótamáli gegn Reykjavíkurborg. Foreldrarnir höfðu verið sakaðir um að hafa hrist barn sitt þannig að skaði hefði hlotist af. Málið umturnaði veröld fjölskyldunnar sem fékk dæmdar háar bætur í dag. 19. desember 2019 11:24
Barnavernd brást skyldu sinni og málsmeðferðin fór úrskeiðis Barnavernd Reykjavíkur brást skyldu sinni í Shaken-baby máli en kveðinn var upp dómur í morgun í skaðabótamáli sem foreldrar og tvö börn þeirra höfðuðu á hendur íslenska ríkinu. 19. desember 2019 13:26