Erlent

Skotárás við höfuðstöðvar FSB í Moskvu

Samúel Karl Ólason skrifar
Fregnir eru enn á reiki en mikill viðbúnaður er á svæðinu.
Fregnir eru enn á reiki en mikill viðbúnaður er á svæðinu. AP/Ilya Varlamov

Minnst einn árásarmaður gekk í dag inn í anddyri höfuðstöðva FSB, leyniþjónustu Rússlands, í Moskvu og hóf þar skothríð. Þrír ku vera látnir en engar fregnir hafa borist af fjölda særðra. Árásarmaðurinn er svo sagður hafa flúið en var króaður af í næsta húsi. Þaðan skiptist hann á skotum við öryggissveitir þar til hann var felldur. Hann var vopnaður hálf- eða fullsjálfvirkum riffli.

Rússneski miðilinn Izvestia hafði eftir heimildum sínum að þrír starfsmenn FSB hefðu verið skotnir til bana. Stofnunin segir þó að einn starfsmaður sé dáinn og tveir til viðbótar eru sagðir alvarlega særðir.



Fregnir bárust í fyrstu af því að árásarmennirnir væru þrír og þeir hafi verið þungvopnaðir en það hefur ekki verið staðfest. FSB virtist staðfesta það eftir árásina en hefur nú dregið það til baka og sagt að einn maður hafi verið að verki.

Ekki er búið að bera kennsl á árásarmanninn og er unnið að því. Þá fóru sprengjusveitir yfir svæðið og tryggðu að þar væri engar sprengjur að finna.

Í efsta myndbandinu hér að neðan má sjá mann sem talinn er vera árásarmaðurinn hlaupa yfir götu og hermann sem fylgdi honum eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×