Umfjöllun: Tindastóll - Grindavík 106-88 | Öruggt hjá Stólunum Jóhann Helgi Sigmarsson skrifar 19. desember 2019 22:15 Helgi Rafn Viggósson vísir/daníel Tindastóll vann í kvöld Grindavík nokkuð örugglega í 11. umferð Domino‘s deildar karla í Síkinu á Sauðárkróki. Niðurstaðan 106 – 88 og Stólarnir eru því jafnir Keflavík með 16 stig og fara sáttir í jólafríið. Stigahæstur heimamanna var Gerel Simmons með 31 stig, en næstu menn voru með 15, 16 og 17 stig. Hjá Grindavík var Sigtryggur Arnar sprækastur, einnig með 31 stig á sínum gamla heimavelli. Síðan kom Ingvi Þór með 21 stig. Með þessum úrslitum hanga Stólarnir í Stjörnunni sem eru tveimur stigum fyrir ofan þá og eru áfram jafnir Keflavík. Grindavík hefði með sigri getað togað sig upp töfluna og jafnað nokkur lið sem eru með 12 stig. Það varð ekki og spurning hvort þeir fái kartöflu í skóinn í nótt. Leikurinn byrjaði fjörlega í kvöld og liðin skiptust á að skora. Undir lok fyrsta leikhluta náðu Stólarnir að rykkja sig aðeins frá gestunum með tveimur þristum í röð og leiddu 24 – 19 eftir fyrsta fjórðung. Síðan sigu heimamenn hægt og bítandi framúr í 2. leikhluta og má segja að þar hafi leikurinn ráðist. Tindastólsmenn skoruðu 33 stig í leikhlutanum og meðal annars setti fyrirliðinn Helgi Rafn niður sjaldgæfan þrist. Grindvíkingar réðu lítið við sóknarleik Stólanna og áttu í sama skapi í vandræðum með sinn sóknarleik gegn sterkri vörn heimamanna. Í hálfleik var munurinn orðinn 19 stig. Staðan 57 – 38 og ljóst að Grindavík þurfti að stoppa í götin í vörninni ef ekki ætti illa að fara. Munurinn á liðunum í fyrri hálfleik kristallast líklega best í teknum fráköstum, en þar rifu Stólarnir niður 15 fleiri. Gestirnir reyndu sitt besta í byrjun síðari hálfleiks og náðu muninum niður í 11 stig á einum tímapunkti, en Tindastólsmenn hleyptu þeim ekki nær. Settu aftur í gang og juku muninn í um tuttugu stig. Eftir þetta skiptust liðin á körfum og leikurinn varð aldrei spennandi. Ekki hjálpaði það Grindavík að Jamal Olasawere fékk sína fimmtu villu í lok þriðja leikhluta, ekki það reyndar að hann hafi verið búinn að gera mikið á þeim mínútum sem hann spilaði. Ingvi Þór og Sigtryggur Arnar reyndu að halda uppi heiðri sinna manna, en máttu sín lítils þar sem aðrir Grindvíkingar náðu sér illa á strik. Stólarnir renndu svo öruggum sigri í hlað 106 – 88 og fara með jólabros á vör í háttinn í kvöld.Af hverju vann Tindastóll? Sóknarleikur liðsins var frekar góður í kvöld. Það er ekki slæmt að skora 57 stig í fyrri hálfleik. Þá var vörnin á sama tíma ágæt og náði að loka vel á Grindvíkinga, sérstaklega inni í teig. Stólarnir voru með 45 fráköst í leiknum á móti 24 gestanna.Hverjir stóðu uppúr? Tveir leikmenn stóðu uppúr í liði Grindavíkur, þeir Sigtryggur Arnar og Ingvi Þór. Arnar með 31 stig og Ingvi 21. Hjá Stólunum steig Gerel Simmons upp og setti 31 stig og tók 7 fráköst. Síðan kom Pétur Rúnar með 17 stig, Bilic með 16 og Jaka Brodnik 15 stig og 8 fráköst.Hvað gekk illa? Vörn Grindavíkur réð illa við sókn heimamanna. Þar að auki var framlag þeirra erlendu leikmanna lélegt, sérstaklega Jamal Olasawere sem var með 6 stig, ekkert frákast og 5 villur.Hvað gerist næst? Leikmenn fá að gæða sér á jólasteikinni, en síðan taka við æfingar fyrir seinni umferðina sem hefst 5. janúar. Þar fá bæði lið erfiða leiki, Grindavík fær KR í heimsókn, en stórleikur umferðarinnar verður þegar Tindastóll kíkir í heimsókn til Keflvíkinga, en liðin eru í 2. og 3. sæti, bæði með 16 stig. Dominos-deild karla
Tindastóll vann í kvöld Grindavík nokkuð örugglega í 11. umferð Domino‘s deildar karla í Síkinu á Sauðárkróki. Niðurstaðan 106 – 88 og Stólarnir eru því jafnir Keflavík með 16 stig og fara sáttir í jólafríið. Stigahæstur heimamanna var Gerel Simmons með 31 stig, en næstu menn voru með 15, 16 og 17 stig. Hjá Grindavík var Sigtryggur Arnar sprækastur, einnig með 31 stig á sínum gamla heimavelli. Síðan kom Ingvi Þór með 21 stig. Með þessum úrslitum hanga Stólarnir í Stjörnunni sem eru tveimur stigum fyrir ofan þá og eru áfram jafnir Keflavík. Grindavík hefði með sigri getað togað sig upp töfluna og jafnað nokkur lið sem eru með 12 stig. Það varð ekki og spurning hvort þeir fái kartöflu í skóinn í nótt. Leikurinn byrjaði fjörlega í kvöld og liðin skiptust á að skora. Undir lok fyrsta leikhluta náðu Stólarnir að rykkja sig aðeins frá gestunum með tveimur þristum í röð og leiddu 24 – 19 eftir fyrsta fjórðung. Síðan sigu heimamenn hægt og bítandi framúr í 2. leikhluta og má segja að þar hafi leikurinn ráðist. Tindastólsmenn skoruðu 33 stig í leikhlutanum og meðal annars setti fyrirliðinn Helgi Rafn niður sjaldgæfan þrist. Grindvíkingar réðu lítið við sóknarleik Stólanna og áttu í sama skapi í vandræðum með sinn sóknarleik gegn sterkri vörn heimamanna. Í hálfleik var munurinn orðinn 19 stig. Staðan 57 – 38 og ljóst að Grindavík þurfti að stoppa í götin í vörninni ef ekki ætti illa að fara. Munurinn á liðunum í fyrri hálfleik kristallast líklega best í teknum fráköstum, en þar rifu Stólarnir niður 15 fleiri. Gestirnir reyndu sitt besta í byrjun síðari hálfleiks og náðu muninum niður í 11 stig á einum tímapunkti, en Tindastólsmenn hleyptu þeim ekki nær. Settu aftur í gang og juku muninn í um tuttugu stig. Eftir þetta skiptust liðin á körfum og leikurinn varð aldrei spennandi. Ekki hjálpaði það Grindavík að Jamal Olasawere fékk sína fimmtu villu í lok þriðja leikhluta, ekki það reyndar að hann hafi verið búinn að gera mikið á þeim mínútum sem hann spilaði. Ingvi Þór og Sigtryggur Arnar reyndu að halda uppi heiðri sinna manna, en máttu sín lítils þar sem aðrir Grindvíkingar náðu sér illa á strik. Stólarnir renndu svo öruggum sigri í hlað 106 – 88 og fara með jólabros á vör í háttinn í kvöld.Af hverju vann Tindastóll? Sóknarleikur liðsins var frekar góður í kvöld. Það er ekki slæmt að skora 57 stig í fyrri hálfleik. Þá var vörnin á sama tíma ágæt og náði að loka vel á Grindvíkinga, sérstaklega inni í teig. Stólarnir voru með 45 fráköst í leiknum á móti 24 gestanna.Hverjir stóðu uppúr? Tveir leikmenn stóðu uppúr í liði Grindavíkur, þeir Sigtryggur Arnar og Ingvi Þór. Arnar með 31 stig og Ingvi 21. Hjá Stólunum steig Gerel Simmons upp og setti 31 stig og tók 7 fráköst. Síðan kom Pétur Rúnar með 17 stig, Bilic með 16 og Jaka Brodnik 15 stig og 8 fráköst.Hvað gekk illa? Vörn Grindavíkur réð illa við sókn heimamanna. Þar að auki var framlag þeirra erlendu leikmanna lélegt, sérstaklega Jamal Olasawere sem var með 6 stig, ekkert frákast og 5 villur.Hvað gerist næst? Leikmenn fá að gæða sér á jólasteikinni, en síðan taka við æfingar fyrir seinni umferðina sem hefst 5. janúar. Þar fá bæði lið erfiða leiki, Grindavík fær KR í heimsókn, en stórleikur umferðarinnar verður þegar Tindastóll kíkir í heimsókn til Keflvíkinga, en liðin eru í 2. og 3. sæti, bæði með 16 stig.