Fótbolti

NBA tilþrif hjá Cristiano Ronaldo í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo skorar hér markið sitt í gær.
Cristiano Ronaldo skorar hér markið sitt í gær. Getty/Marco Canoniero

Þjálfari andstæðinga Juventus í gær fór að tala um NBA-deildina í körfubolta þegar hann þurfti að lýsa tilþrifum Cristiano Ronaldo í sigurmarki Juventus á móti Sampdoria.

Cristiano Ronaldo tryggði Juventus 2-1 sigur á Sampdoria með frábæru skallamarki en fyrir vikið komst liðið aftur á toppinn í ítölsku deildinni.

 

Claudio Ranieri er nú þjálfari Sampdoria en hann gerði einmitt Leicester City að enskum meisturum vorið 2016.



„Ronaldo gerði eitthvað sem þú sérð bara í NBA-deildinni. Hann var í loftinu í einn og hálfan tíma.“ sagði Claudio Ranieri um sigurmarkið.

„Það er ekkert sem er hægt að segja eða gera við þessu. Það eina er að óska honum til hamingju með þetta og halda áfram,“ sagði Ranieri.





„Þetta var gott mark og ég er ánægður að geta hjálpað liðinu að ná í þrjú stig til viðbótar. Ég hef verið í vandræðum með hnéð mitt í mánuð en er laus við það núna og líður vel líkamlega,“ sagði Cristiano Ronaldo eftir leikinn.

 

Það má sjá markið hans Ronaldo í myndbandi frá Seríu A hér fyrir neðan.

Mælingar sýna að Ronaldo hafi hoppað 71 sentimetra upp í loft til að ná að skalla fyrirgjöf Sandro sem þýðir að hann skallaði boltann í 2,56 metra hæð. Hann hefur nú skorað fimm mörk í síðustu sex leikjum sínum með Juventus.









This picture of Cristiano Ronaldo’s goal against Sampodria tonight is absolutely insane. 2.56m in the air when he connected with the header (8ft 5 in the air). This man is a freak athlete.

Air Cristiano. pic.twitter.com/YBs6R8gdm9

— FutbolBible (@FutbolBible) December 18, 2019




Fleiri fréttir

Sjá meira


×