Sjö svartar köngulær á aðventunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. desember 2019 08:19 Hér sést köngulóin sem fannst í Garðabæ í nóvember og Vísir fjallaði um. Mynd/Aðsend Sjö svartar köngulær með rauðum blettum hafa borist Náttúrufræðistofnun til skoðunar á síðustu vikum. Allar skutu þær upp kollinum í vínberjaklösum sem fluttir hafa verið inn til landsins en fjallað er um málið á vef Náttúrufræðistofnunar. Þar er vísað í frétt Vísis frá 22. nóvember sem vakti mikla athygli. Þar sagði frá kaupendum vínberjapoka sem töldu sig hafa fundið svörtu ekkjuna í pokanum. „Fáar köngulær vekja jafn mikinn ugg í hugum okkar Íslendinga og einmitt svartar ekkjur enda fara af þeim hryllingssögur. Fáir gera sér grein fyrir að þessi fræði eru ekki svona einföld. Svarta ekkjan er nefnilega samheiti yfir margar af meira en þrjátíu tegundum ekkjuköngulóa af ættkvíslinni Latrodectus sem finnast víða um heim þar sem heittemprað og hitabeltisloftlag ríkir. Það er staðreynd að bit sumra tegundanna getur reynst varhugavert enda eitur þeirra öflugt,“ segir á vef Náttúrufræðistofnunar. Of kalt til að ekkjuköngulær nái fótfestu hér á landi Þar kemur jafnframt fram að loftslag hér á Íslandi er of kalt til þess að ekkjuköngulær fái þrifist og engar líkur séu því til þess að þær nái hér fótfestu. Það hafi hins vegar gerst stundum að ekkjuköngulær berist til landsins með varningi, oftast vínberjum sem koma frá Norður-Ameríku. Alls þrettán eintök af þessari köngulóartegund eru varðveitt í safni Náttúrufræðistofnunar. Á vef Náttúrufræðistofnunar segir að fyrrnefnd frétt Vísis hafi opnað augu fólks nú á aðventunni því fleiri svartar köngulær með rauðum blettum hafi komið upp úr vínberjapokum síðustu daga nóvembermánaðar og fram í desember: „Þegar upp var staðið höfðu sjö slíkar borist okkur á Náttúrufræðistofnun til skoðunar. Ein þeirra reyndist vera ekkjukönguló (Latrodectus) eins og sú fyrstnefnda en hinar voru af áhugaverðri ætt stökkköngulóa. Allar fundust þær á höfuðborgarsvæðinu og tilheyrðu tegund sem hafði ekki áður fundist hér á landi. Allar höfðu þær fengist í kaupbæti með amerískum vínberjum sem fólk hafði keypt í verslunum úr einni og sömu verslunarkeðjunni. Þær vöktu nokkurn ugg, svartar á lit með rauða bletti, reyndar á baki en ekki kviði. Tegund þessi er algeng í Norður-Ameríku og hefur verið nefnd krúnukönguló (Phidippus audax).“ Dýr Tengdar fréttir Telja sig hafa fundið svörtu ekkjuna í vínberjapoka Finnendum köngulóarinnar brá þegar hún birtist á milli vínberjanna – og þeim varð svo ekki um sel þegar þeir komu auga á rauðan díl á búk dýrsins, einkennismerki hinnar banvænu ekkju. 22. nóvember 2019 21:24 Flestar „ekkjurnar“ komið hingað með vínberjum Ellefu eintök af svokölluðum ekkjuköngulóm eru skráð í gagnagrunn Náttúrufræðistofnunar Íslands árin 1998-2016. 25. nóvember 2019 12:24 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Sjá meira
Sjö svartar köngulær með rauðum blettum hafa borist Náttúrufræðistofnun til skoðunar á síðustu vikum. Allar skutu þær upp kollinum í vínberjaklösum sem fluttir hafa verið inn til landsins en fjallað er um málið á vef Náttúrufræðistofnunar. Þar er vísað í frétt Vísis frá 22. nóvember sem vakti mikla athygli. Þar sagði frá kaupendum vínberjapoka sem töldu sig hafa fundið svörtu ekkjuna í pokanum. „Fáar köngulær vekja jafn mikinn ugg í hugum okkar Íslendinga og einmitt svartar ekkjur enda fara af þeim hryllingssögur. Fáir gera sér grein fyrir að þessi fræði eru ekki svona einföld. Svarta ekkjan er nefnilega samheiti yfir margar af meira en þrjátíu tegundum ekkjuköngulóa af ættkvíslinni Latrodectus sem finnast víða um heim þar sem heittemprað og hitabeltisloftlag ríkir. Það er staðreynd að bit sumra tegundanna getur reynst varhugavert enda eitur þeirra öflugt,“ segir á vef Náttúrufræðistofnunar. Of kalt til að ekkjuköngulær nái fótfestu hér á landi Þar kemur jafnframt fram að loftslag hér á Íslandi er of kalt til þess að ekkjuköngulær fái þrifist og engar líkur séu því til þess að þær nái hér fótfestu. Það hafi hins vegar gerst stundum að ekkjuköngulær berist til landsins með varningi, oftast vínberjum sem koma frá Norður-Ameríku. Alls þrettán eintök af þessari köngulóartegund eru varðveitt í safni Náttúrufræðistofnunar. Á vef Náttúrufræðistofnunar segir að fyrrnefnd frétt Vísis hafi opnað augu fólks nú á aðventunni því fleiri svartar köngulær með rauðum blettum hafi komið upp úr vínberjapokum síðustu daga nóvembermánaðar og fram í desember: „Þegar upp var staðið höfðu sjö slíkar borist okkur á Náttúrufræðistofnun til skoðunar. Ein þeirra reyndist vera ekkjukönguló (Latrodectus) eins og sú fyrstnefnda en hinar voru af áhugaverðri ætt stökkköngulóa. Allar fundust þær á höfuðborgarsvæðinu og tilheyrðu tegund sem hafði ekki áður fundist hér á landi. Allar höfðu þær fengist í kaupbæti með amerískum vínberjum sem fólk hafði keypt í verslunum úr einni og sömu verslunarkeðjunni. Þær vöktu nokkurn ugg, svartar á lit með rauða bletti, reyndar á baki en ekki kviði. Tegund þessi er algeng í Norður-Ameríku og hefur verið nefnd krúnukönguló (Phidippus audax).“
Dýr Tengdar fréttir Telja sig hafa fundið svörtu ekkjuna í vínberjapoka Finnendum köngulóarinnar brá þegar hún birtist á milli vínberjanna – og þeim varð svo ekki um sel þegar þeir komu auga á rauðan díl á búk dýrsins, einkennismerki hinnar banvænu ekkju. 22. nóvember 2019 21:24 Flestar „ekkjurnar“ komið hingað með vínberjum Ellefu eintök af svokölluðum ekkjuköngulóm eru skráð í gagnagrunn Náttúrufræðistofnunar Íslands árin 1998-2016. 25. nóvember 2019 12:24 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Sjá meira
Telja sig hafa fundið svörtu ekkjuna í vínberjapoka Finnendum köngulóarinnar brá þegar hún birtist á milli vínberjanna – og þeim varð svo ekki um sel þegar þeir komu auga á rauðan díl á búk dýrsins, einkennismerki hinnar banvænu ekkju. 22. nóvember 2019 21:24
Flestar „ekkjurnar“ komið hingað með vínberjum Ellefu eintök af svokölluðum ekkjuköngulóm eru skráð í gagnagrunn Náttúrufræðistofnunar Íslands árin 1998-2016. 25. nóvember 2019 12:24