Marc Diamond, upplýsingafulltrúi Pei Cobb Freed & Partners, staðfestir andlátið í samtali við Curbed.
Pei er einna þekktastur fyrir að hafa hannað glerpíramídann sem stendur við Louvre-safnið í frönsku höfuðborginni París. Hann vann til Pritzker-verðlaunanna, virtustu verðlauna heims á sviði arkitektúrs, árið 1983.
Meðal þekktra bygginga sem Pei hannaði má nefna ráðhús Dallas-borgar, Turn Kínabanka í Hong Kong, Morton H. Meyerson Symphony Center í Dallas, Miho-safnið í Japan og Mudam í Lúxemborg.
Islandslistasafnið í katörsku höfuðborginni Doha er einnig meðal þekktustu bygginga Pei.