Missouri bannar þungunarrof eftir átta vikur Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2019 10:24 Þinghúsið í Missouri. Vísir/AP Repúblikanar á þingi Missouri í Bandaríkjunum hafa samþykkt frumvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir átta vikna meðgöngu. Frumvarpið var samþykkt með 24 atkvæðum gegn tíu í öldungadeild ríkisþings Missouri. Fulltrúadeildin á eftir að samþykkja það áður en frumvarpið verður lagt fyrir ríkisstjóra Missouri. Repúblikanar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni og þar að auki er Mike Parson, ríkisstjóri, Repúblikani og hefur hann þar að auki lýst yfir stuðningi við frumvarpið. Því þykir nánast öruggt að það verði að lögum.Frumvarp Missouri felur í sér undanþágur vegna neyðartilfella en gerir þó þungunarrof þar sem sifjaspell eða nauðganir koma við sögu ólögleg. Þá gætu læknar sem brjóta gegn banninu verið dæmdir til fimmtán ára fangelsisvistar.Missouri er einungis eitt nokkurra ríkja í Bandaríkjunum þar sem íhaldsmenn eru við stjórnartaumana þar sem ströng og í senn umdeild frumvörp um þungunarrof hafa verið samþykkt. Öll þessi frumvörp munu líklegast fara fyrir dómstóla og á endanum fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Repúblikanar vilja nota tækifærið sem hefur myndast með því að Donald Trump, forseti, hefur skipað tvo íhaldssama dómara í Hæstarétt til að fella niður úrskurð réttarins sem heimilar þungunarrof í Bandaríkjunum á alríkisvísu.Sjá einnig: Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri myndUndanfarin ár hefur Hæstiréttur hafnað því að taka mál af þessu tagi fyrir og leyft úrskurðinum sem kallast Roe gegn Wade að standa. Sá úrskurður felur í sér að þungunarrof eiga að vera leyfð til um 22. til 24. viku. Repúblikanar vonast til þess að nú verði breyting þar á. Verði úrskurðurinn felldur úr gildi munu yfirvöldum hvers ríkis fyrir sig vera kleift að taka eigin ákvörðun um þungunarrof. Elijah Haar, forseti öldungadeildarinnar í Missouri, segir frumvarp Repúblikana þar þó ekki eingöngu vera ætla til þess að fella Roe gegn Wade. Hann segir frumvarpið eiga að bjarga lífum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ríkisstjóri staðfestir stranga þungunarrofslöggjöf Alabama Alabama verður nú með ströngustu þungunarrofslögin í Bandaríkjunum. Nær öruggt er talið að lögin komi til kasta dómstóla, jafnvel Hæstaréttar Bandaríkjanna. 15. maí 2019 22:59 Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. 15. maí 2019 08:10 Hvetur til kynlífsverkfalls til að mótmæla þungunarrofslöggjöf Leikkonan og #metoo aðgerðasinninn Alyssa Milano hvetur konur til að taka þátt í svokölluðu kynlífsverkfalli til að mótmæla nýjum þungungarrofslögum í sem voru samþykkt í Georgíu fylki í Bandaríkjunum í síðustu viku. 12. maí 2019 16:21 Ein ströngustu þungunarrofslög Bandaríkjanna staðfest Lögin kveða á um að þungunarrof sé bannað eftir að hjartsláttur greinist í fóstri. Læknar benda á að slíkt geti verið misvísandi og að margar konur viti ekki af því að þær séu óléttar á því stigi. 7. maí 2019 15:07 Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Fleiri fréttir Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Sjá meira
Repúblikanar á þingi Missouri í Bandaríkjunum hafa samþykkt frumvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir átta vikna meðgöngu. Frumvarpið var samþykkt með 24 atkvæðum gegn tíu í öldungadeild ríkisþings Missouri. Fulltrúadeildin á eftir að samþykkja það áður en frumvarpið verður lagt fyrir ríkisstjóra Missouri. Repúblikanar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni og þar að auki er Mike Parson, ríkisstjóri, Repúblikani og hefur hann þar að auki lýst yfir stuðningi við frumvarpið. Því þykir nánast öruggt að það verði að lögum.Frumvarp Missouri felur í sér undanþágur vegna neyðartilfella en gerir þó þungunarrof þar sem sifjaspell eða nauðganir koma við sögu ólögleg. Þá gætu læknar sem brjóta gegn banninu verið dæmdir til fimmtán ára fangelsisvistar.Missouri er einungis eitt nokkurra ríkja í Bandaríkjunum þar sem íhaldsmenn eru við stjórnartaumana þar sem ströng og í senn umdeild frumvörp um þungunarrof hafa verið samþykkt. Öll þessi frumvörp munu líklegast fara fyrir dómstóla og á endanum fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Repúblikanar vilja nota tækifærið sem hefur myndast með því að Donald Trump, forseti, hefur skipað tvo íhaldssama dómara í Hæstarétt til að fella niður úrskurð réttarins sem heimilar þungunarrof í Bandaríkjunum á alríkisvísu.Sjá einnig: Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri myndUndanfarin ár hefur Hæstiréttur hafnað því að taka mál af þessu tagi fyrir og leyft úrskurðinum sem kallast Roe gegn Wade að standa. Sá úrskurður felur í sér að þungunarrof eiga að vera leyfð til um 22. til 24. viku. Repúblikanar vonast til þess að nú verði breyting þar á. Verði úrskurðurinn felldur úr gildi munu yfirvöldum hvers ríkis fyrir sig vera kleift að taka eigin ákvörðun um þungunarrof. Elijah Haar, forseti öldungadeildarinnar í Missouri, segir frumvarp Repúblikana þar þó ekki eingöngu vera ætla til þess að fella Roe gegn Wade. Hann segir frumvarpið eiga að bjarga lífum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ríkisstjóri staðfestir stranga þungunarrofslöggjöf Alabama Alabama verður nú með ströngustu þungunarrofslögin í Bandaríkjunum. Nær öruggt er talið að lögin komi til kasta dómstóla, jafnvel Hæstaréttar Bandaríkjanna. 15. maí 2019 22:59 Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. 15. maí 2019 08:10 Hvetur til kynlífsverkfalls til að mótmæla þungunarrofslöggjöf Leikkonan og #metoo aðgerðasinninn Alyssa Milano hvetur konur til að taka þátt í svokölluðu kynlífsverkfalli til að mótmæla nýjum þungungarrofslögum í sem voru samþykkt í Georgíu fylki í Bandaríkjunum í síðustu viku. 12. maí 2019 16:21 Ein ströngustu þungunarrofslög Bandaríkjanna staðfest Lögin kveða á um að þungunarrof sé bannað eftir að hjartsláttur greinist í fóstri. Læknar benda á að slíkt geti verið misvísandi og að margar konur viti ekki af því að þær séu óléttar á því stigi. 7. maí 2019 15:07 Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Fleiri fréttir Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Sjá meira
Ríkisstjóri staðfestir stranga þungunarrofslöggjöf Alabama Alabama verður nú með ströngustu þungunarrofslögin í Bandaríkjunum. Nær öruggt er talið að lögin komi til kasta dómstóla, jafnvel Hæstaréttar Bandaríkjanna. 15. maí 2019 22:59
Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. 15. maí 2019 08:10
Hvetur til kynlífsverkfalls til að mótmæla þungunarrofslöggjöf Leikkonan og #metoo aðgerðasinninn Alyssa Milano hvetur konur til að taka þátt í svokölluðu kynlífsverkfalli til að mótmæla nýjum þungungarrofslögum í sem voru samþykkt í Georgíu fylki í Bandaríkjunum í síðustu viku. 12. maí 2019 16:21
Ein ströngustu þungunarrofslög Bandaríkjanna staðfest Lögin kveða á um að þungunarrof sé bannað eftir að hjartsláttur greinist í fóstri. Læknar benda á að slíkt geti verið misvísandi og að margar konur viti ekki af því að þær séu óléttar á því stigi. 7. maí 2019 15:07
Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00