Vandamálið við þriðja orkulagabálk Evrópusambandsins útskýrt á tveimur mínútum Haraldur Ólafsson skrifar 16. maí 2019 08:00 Óljóst er hvers vegna Ísland ætti að gangast undir orkulöggjöf Evrópusambandsins. Í því sambandi hefur tvennt einkum verið nefnt. Í fyrsta lagi gæti slíkt bætt orkumarkaðinn og í öðru lagi mundi óhlýðni við Evrópusambandið í þessu máli spilla EES-samningnum. Að ætla sér að bæta markað á Íslandi með því að fela stjórnvaldið erlendu ríkjasambandi sem Ísland á enga aðild að er eins og að laga til í blaðagrind með því að kveikja í blöðunum. Enginn veit hversu mikið mun brenna áður en yfir lýkur. Það má gera ótal afturkræfar tilraunir með raforkumarkað á Íslandi, en framsal valds til útlanda getur á hinn bóginn tekið árhundruð að endurheimta og enginn getur séð fyrir hvernig hinn erlendi aðili mun fara með valdið hverju sinni. Allar hugmyndir um að höfnun á orkulagabálkinum spilli EES-samningnum eru úr lausu lofti gripnar. Gert er ráð fyrir að ríki geti hafnað lagabálkum af þessu tagi og verði það gert leiðir það til þess að málið verði tekið upp á ný á vettvangi EES og Evrópusambandsins. Öll rök hníga að því að þar muni menn komast að því að ástæðulaust sé að Ísland gangist undir orkulöggjöfina. Norðmenn hafa hafnað Evrópulöggjöf um póst og hafði það vitaskuld engin áhrif á EES-samninginn. Fari svo að orkubálkurinn verði samþykktur er ljóst að þrýstingur á að Ísland segi sig frá EES-samningnum mun aukast verulega. Vinir EES-samningsins ættu að hafa það í huga. Hvert er vandamálið? Í Orkubálknum felst framsal valdheimilda til erlends ríkjasambands, stofnunar þess (ACER) og embættismanns (landsreglara), þar með talið sektarheimildir. Þessir aðilar heyra undir erlent stjórnvald. Það kann að vera Íslandi velviljað á stundum, en enginn veit hver þar stjórnar eftir 10 eða 20 ár. Víst er að þar verða ekki um alla framtíð aðilar við stjórnvölinn sem þykir nokkurs virði að á Íslandi þrífist samfélag. Sterkar líkur standa til þess að fyrrnefnd embætti muni beita sér í þágu sæstrengs, uppskiptingu og sölu Landsvirkjunar. Enginn veit hvernig þessir erlendu aðilar munu beita valdi sínu í framtíðinni, en það er ekki í höndum Íslendinga að ákveða hvar mörk þess valds liggja. Eru ekki skotheldir fyrirvarar um allt mögulegt og ómögulegt? Enginn veit hversu lengi og hversu vel fyrirvarar halda. Af greinargerð Stefáns Más Stefánssonar prófessors og Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst lögmanns sem og af álitsgerð Hans Örebechs lagaprófessors er rík ástæða til að ætla að fyrirvararnir muni ekki halda til morguns. Hvað er til ráða? Alþingi ber að afþakka orkulagabálkinn, enda má það alls ekki framselja vald í orkumálum úr landi. Evrópusambandið hefur ekkert við því að segja og mun ekkert við þvi segja. Óbornar kynslóðir Íslendinga eiga það inni hjá okkur að við skilum þeim sömu auðlindum og við þáðum frá foreldrum okkar og að þær verði um aldur og ævi nýttar fólkinu í landinu til hagsbóta. Haraldur Ólafsson einn stofnenda Orkunnar okkar og formaður Heimssýnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Haraldur Ólafsson Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Óljóst er hvers vegna Ísland ætti að gangast undir orkulöggjöf Evrópusambandsins. Í því sambandi hefur tvennt einkum verið nefnt. Í fyrsta lagi gæti slíkt bætt orkumarkaðinn og í öðru lagi mundi óhlýðni við Evrópusambandið í þessu máli spilla EES-samningnum. Að ætla sér að bæta markað á Íslandi með því að fela stjórnvaldið erlendu ríkjasambandi sem Ísland á enga aðild að er eins og að laga til í blaðagrind með því að kveikja í blöðunum. Enginn veit hversu mikið mun brenna áður en yfir lýkur. Það má gera ótal afturkræfar tilraunir með raforkumarkað á Íslandi, en framsal valds til útlanda getur á hinn bóginn tekið árhundruð að endurheimta og enginn getur séð fyrir hvernig hinn erlendi aðili mun fara með valdið hverju sinni. Allar hugmyndir um að höfnun á orkulagabálkinum spilli EES-samningnum eru úr lausu lofti gripnar. Gert er ráð fyrir að ríki geti hafnað lagabálkum af þessu tagi og verði það gert leiðir það til þess að málið verði tekið upp á ný á vettvangi EES og Evrópusambandsins. Öll rök hníga að því að þar muni menn komast að því að ástæðulaust sé að Ísland gangist undir orkulöggjöfina. Norðmenn hafa hafnað Evrópulöggjöf um póst og hafði það vitaskuld engin áhrif á EES-samninginn. Fari svo að orkubálkurinn verði samþykktur er ljóst að þrýstingur á að Ísland segi sig frá EES-samningnum mun aukast verulega. Vinir EES-samningsins ættu að hafa það í huga. Hvert er vandamálið? Í Orkubálknum felst framsal valdheimilda til erlends ríkjasambands, stofnunar þess (ACER) og embættismanns (landsreglara), þar með talið sektarheimildir. Þessir aðilar heyra undir erlent stjórnvald. Það kann að vera Íslandi velviljað á stundum, en enginn veit hver þar stjórnar eftir 10 eða 20 ár. Víst er að þar verða ekki um alla framtíð aðilar við stjórnvölinn sem þykir nokkurs virði að á Íslandi þrífist samfélag. Sterkar líkur standa til þess að fyrrnefnd embætti muni beita sér í þágu sæstrengs, uppskiptingu og sölu Landsvirkjunar. Enginn veit hvernig þessir erlendu aðilar munu beita valdi sínu í framtíðinni, en það er ekki í höndum Íslendinga að ákveða hvar mörk þess valds liggja. Eru ekki skotheldir fyrirvarar um allt mögulegt og ómögulegt? Enginn veit hversu lengi og hversu vel fyrirvarar halda. Af greinargerð Stefáns Más Stefánssonar prófessors og Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst lögmanns sem og af álitsgerð Hans Örebechs lagaprófessors er rík ástæða til að ætla að fyrirvararnir muni ekki halda til morguns. Hvað er til ráða? Alþingi ber að afþakka orkulagabálkinn, enda má það alls ekki framselja vald í orkumálum úr landi. Evrópusambandið hefur ekkert við því að segja og mun ekkert við þvi segja. Óbornar kynslóðir Íslendinga eiga það inni hjá okkur að við skilum þeim sömu auðlindum og við þáðum frá foreldrum okkar og að þær verði um aldur og ævi nýttar fólkinu í landinu til hagsbóta. Haraldur Ólafsson einn stofnenda Orkunnar okkar og formaður Heimssýnar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun