Fékk strax góða tilfinningu fyrir bænum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. maí 2019 08:15 "Lokaverkefni mitt mun fjalla um sálræna líðan flóttabarna á Íslandi.“ Liljana Milankoska er hjúkrunarfræðingur og verkefnisstjóri Húnaþings vestra í málefnum flóttamanna. Hún er búin að heimsækja nýju íbúana fyrsta dag þeirra á Hvammstanga. „Þetta eru fimm fjölskyldur, samtals 23 manneskjur, tíu fullorðnar og þrettán börn á aldrinum 0 til 10 ára. Elstur er 39 ára karlmaður, hitt fólkið er undir 31 árs aldri og allt að koma frá Líbanon. Ég veit ekki hversu lengi það dvaldi þar, það eru þrjú til fimm ár. Þar bjó það við mjög kröpp kjör og í lélegu húsnæði, var án atvinnu og hafði ekkert hlutverk í samfélaginu, var bara utanveltu, eins og það væri ekki til.“ Liljana segir fjölskyldurnar hafa fengið gott húsnæði á Hvammstanga. „Fólk hér var tilbúið til að leigja íbúðir sem það átti en hafði ekki verið með á almennum leigumarkaði. Í haust verður svo byggð hér blokk og líka raðhús, þannig að það opnast fleiri möguleikar ef fólkið vill skipta.“ Hún talar við nýju íbúana með hjálp túlks. „Sumir tala ensku en við erum með þrjá túlka sem hjálpa okkur þessa fyrstu daga og einn þeirra verður með okkur næstu sex mánuði. Hann er félagsráðgjafi og verður með samfélagsfræðslu fyrir hópinn. Svo verður dagskrá í skólanum fyrir sýrlensku börnin í sumar og þau ættu að geta byrjað nám þar í haust. Börnin eru svo örugg hér, þau geta labbað í skólann, enda fékk fólkið strax góða tilfinningu fyrir bænum okkar og virðist mjög ánægt. Það geislar alveg og finnst það komið heim, sem er yndislegt.“ Sjálf flutti Liljana til Íslands frá Makedóníu fyrir tíu árum. Hún hefur lokið hjúkrunarnámi við Háskólann á Akureyri og er í meistaranámi. „Lokaverkefni mitt mun fjalla um sálræna líðan flóttabarna á Íslandi,“ segir hún og heldur áfram: „Ég er gift Íslendingi og við búum hér á Hvammstanga. Þetta er þægilegur staður að aðlagast og ég vona að nýju íbúunum gangi það vel. Það er líka góður tími fyrir þá að koma núna, sumarið fram undan og þá er fólk meira úti við svo það verður auðveldara fyrir þá og heimafólk að kynnast.“ Birtist í Fréttablaðinu Flóttafólk á Íslandi Húnaþing vestra Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Liljana Milankoska er hjúkrunarfræðingur og verkefnisstjóri Húnaþings vestra í málefnum flóttamanna. Hún er búin að heimsækja nýju íbúana fyrsta dag þeirra á Hvammstanga. „Þetta eru fimm fjölskyldur, samtals 23 manneskjur, tíu fullorðnar og þrettán börn á aldrinum 0 til 10 ára. Elstur er 39 ára karlmaður, hitt fólkið er undir 31 árs aldri og allt að koma frá Líbanon. Ég veit ekki hversu lengi það dvaldi þar, það eru þrjú til fimm ár. Þar bjó það við mjög kröpp kjör og í lélegu húsnæði, var án atvinnu og hafði ekkert hlutverk í samfélaginu, var bara utanveltu, eins og það væri ekki til.“ Liljana segir fjölskyldurnar hafa fengið gott húsnæði á Hvammstanga. „Fólk hér var tilbúið til að leigja íbúðir sem það átti en hafði ekki verið með á almennum leigumarkaði. Í haust verður svo byggð hér blokk og líka raðhús, þannig að það opnast fleiri möguleikar ef fólkið vill skipta.“ Hún talar við nýju íbúana með hjálp túlks. „Sumir tala ensku en við erum með þrjá túlka sem hjálpa okkur þessa fyrstu daga og einn þeirra verður með okkur næstu sex mánuði. Hann er félagsráðgjafi og verður með samfélagsfræðslu fyrir hópinn. Svo verður dagskrá í skólanum fyrir sýrlensku börnin í sumar og þau ættu að geta byrjað nám þar í haust. Börnin eru svo örugg hér, þau geta labbað í skólann, enda fékk fólkið strax góða tilfinningu fyrir bænum okkar og virðist mjög ánægt. Það geislar alveg og finnst það komið heim, sem er yndislegt.“ Sjálf flutti Liljana til Íslands frá Makedóníu fyrir tíu árum. Hún hefur lokið hjúkrunarnámi við Háskólann á Akureyri og er í meistaranámi. „Lokaverkefni mitt mun fjalla um sálræna líðan flóttabarna á Íslandi,“ segir hún og heldur áfram: „Ég er gift Íslendingi og við búum hér á Hvammstanga. Þetta er þægilegur staður að aðlagast og ég vona að nýju íbúunum gangi það vel. Það er líka góður tími fyrir þá að koma núna, sumarið fram undan og þá er fólk meira úti við svo það verður auðveldara fyrir þá og heimafólk að kynnast.“
Birtist í Fréttablaðinu Flóttafólk á Íslandi Húnaþing vestra Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira