Lífið

Jóhannes Haukur stigakynnir Íslands í Eurovision

Birgir Olgeirsson skrifar
Ég geri mér grein fyrir að þarna dugar ekkert hálfkák
Ég geri mér grein fyrir að þarna dugar ekkert hálfkák fbl/anton brink
Stórleikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson verður stigakynnir fyrir Íslands hönd í Eurovison í ár. „Þegar ég var beðinn um þetta sagði ég strax já,” segir Jóhannes Haukur.

„Ég geri mér grein fyrir að þarna dugar ekkert hálfkák og best að afgreiða þetta af öryggi og festu ásamt lipurð og sveigjanleika. Svo er þetta tækifæri til að gleðja börnin mín. Þeim mun eflaust þykja þetta töff. Ég vona það allavega.“

Jóhannes Haukur er meðal þekktustu leikara þjóðarinnar en hann hefur undanfarið tekist á við stór hlutverk bæði hérlendis og erlendis.

Hann lék meðal annars aðalhlutverkin í Svartur á leik, Ég man þig, Hollywoodmyndinni Alpha, auk þess sem hann birtist heimsbyggðinni sem Lem Lemoncloac í Game of Thrones.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.