Segir Ísland sanna að smáríki geta verið leiðtogar á heimsvísu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 15. maí 2019 12:15 „Tilfinningin var að Bandaríkin væru að afsala sér leiðtogahlutverki sínu,“ John Fisher, framkvæmdarstjóri Genfarskrifstofu Mannréttindavaktarinnar (Human Rights Watch), um brotthvarf Bandaríkjanna úr Mannréttindaráði Sameinuðu Þjóðanna í fyrra. Ísland var í kjölfarið kjörið í sæti Bandaríkjanna. „Við vorum hrædd um að fleiri ríki myndu fylgja Bandaríkjunum úr ráðinu. Staðreyndin varð þó sú að þegar Ísland tók yfir sæti Bandaríkjanna sýndi það og sannaði að smáríki geta haft mikil áhrif þegar kemur að hnattrænni forystu.“ John segir að Ísland hafi til dæmis farið fyrir samþykktum ráðsins sem snúa að mannréttindabrotum víða um heim. „Við höfum séð Ísland fara fyrir sameiginlegri yfirlýsingu um mannréttindabrot í Sádi Arabíu,“ segir hann. „Til dæmis um morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi á ræðismannaskrifstofu Sádi Arabíu í Istanbúl og vakið athygli á málum baráttufólks fyrir kvenréttindum í Sádi Arabíu sem hafa verið fangelsuð og pyntuð. Ísland hefur einnig farið fyrir nokkrum sameiginlegum yfirlýsingum sem fjalla um morð á um 27 þúsund manns fyrirskipuð af Duterte forseta í Filippseyjum í svokölluðu stríði gegn fíkniefnum.“ Ísland hefur verið leiðandi á vettvangi Mannréttindaráðsins í að gagnrýna ríki á borð við Sádi Arabíu og Filippseyjar.EPA Ráðið hefur gjarnan sætt gagnrýni fyrir það að ríki sem stunda mannréttindabrot beiti sér innan ráðsins. Sádi Arabía, Filippseyjar og Kína eiga til dæmis sæti í ráðinu. Dæmi er um að ríki á borð við þessi standi í vegi fyrir eða útvatni samþykktir sem snýr að brotum sem þau stunda. John telur að meðlimir Mannréttindaráðsins eigi að ganga undir aukið mannréttindaeftirlit til að tryggja trúverðugleika þess. Hann vonast til að Ísland beiti sér í slíkum umbótum. „Það er mikið verk fyrir stafni,“ segir hann. „Það þarf að tryggja að þau ríki sem stundi mannréttindabrot séu undir auknu eftirliti og ef ríki eins og Ísland stígur fram munu fleiri ríki fylgja eftir og leggja sitt af mörkum til að þau ríki sem eiga sæt í ráðinu og stunda mannréttindabrot aðhyllist sömu reglur og aðrir.“ Fastlega má reikna með stuðningi Íslands við slíkar hugmyndir en Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, var á svipuðum nótum í ræðu sem hann flutti á fundi Mannréttindaráðsins í febrúar síðastliðnum. „Ríki sem eiga sæti í ráðinu ættu að ganga fram af góðu fordæmi og reikna með því að þeirra eigin afrek í mannréttindamálum verði til sérstakrar skoðunar á meðan aðildartíma þeirra stendur.“ Bandaríkin Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Utanríkismál Tengdar fréttir Hlátrasköll hjá Sameinuðu þjóðunum eftir rússneska kosningu Íslands í mannréttindaráð Ísland hefur tekið sæti í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna eftir atkvæðagreiðslu á allsherjarþinginu. 13. júlí 2018 14:49 Ísland fordæmdi morðið á Khashoggi í yfirlýsingu um Sádi-Arabíu Fastafulltrúi Íslands flutti yfirlýsinguna sem nokkur ríki í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna standa sameiginlega að. 7. mars 2019 09:51 Íslandsdeild Amnesty fagnar framgöngu Íslands Þann 7. mars sl. flutti fastafulltrúi Íslands sameiginlegt ávarp 36 ríkja í ráðinu þar sem mannréttindabrot Sádi-Arabíu voru fordæmd. 11. mars 2019 10:54 Ísland kjörið í mannréttindaráðið í dag Utanríkisráðherra segir stöðuna þá æðstu sem Ísland hefur fengið á alþjóðavettvangi. Staðan muni kalla á málamiðlanir en gildin breytist ekki. Deildarstjóri mannréttindamála segir aðstæðurnar sem leiddu að kjörinu sérstakar. 13. júlí 2018 06:00 Utanríkisráðherra varaði við vaxandi andúð á innflytjendum og gyðingum í Evrópu Ísland ætlar að hafa mannréttindi hinsegin fólks í hávegum í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. 25. febrúar 2019 13:45 Ísland gefur kost á sér í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna Ísland gefur kost á sér í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Samstaða hefur náðst í ríkjahópi Vesturlanda hjá Sameinuðu þjóðunum um að Ísland gefi kost á sér til að taka sæti Bandaríkjanna í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. 29. júní 2018 17:31 Ísland hefur frumkvæði að ákúrum gegn Sádum Í sameiginlegri yfirlýsingu ætla Evrópuríki að frumkvæði Íslands að hvetja Sáda til að sleppa kvennréttindasinnum og vinna með rannsakendum SÞ á morðinu á Jamal Khashoggi. 6. mars 2019 07:53 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
„Tilfinningin var að Bandaríkin væru að afsala sér leiðtogahlutverki sínu,“ John Fisher, framkvæmdarstjóri Genfarskrifstofu Mannréttindavaktarinnar (Human Rights Watch), um brotthvarf Bandaríkjanna úr Mannréttindaráði Sameinuðu Þjóðanna í fyrra. Ísland var í kjölfarið kjörið í sæti Bandaríkjanna. „Við vorum hrædd um að fleiri ríki myndu fylgja Bandaríkjunum úr ráðinu. Staðreyndin varð þó sú að þegar Ísland tók yfir sæti Bandaríkjanna sýndi það og sannaði að smáríki geta haft mikil áhrif þegar kemur að hnattrænni forystu.“ John segir að Ísland hafi til dæmis farið fyrir samþykktum ráðsins sem snúa að mannréttindabrotum víða um heim. „Við höfum séð Ísland fara fyrir sameiginlegri yfirlýsingu um mannréttindabrot í Sádi Arabíu,“ segir hann. „Til dæmis um morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi á ræðismannaskrifstofu Sádi Arabíu í Istanbúl og vakið athygli á málum baráttufólks fyrir kvenréttindum í Sádi Arabíu sem hafa verið fangelsuð og pyntuð. Ísland hefur einnig farið fyrir nokkrum sameiginlegum yfirlýsingum sem fjalla um morð á um 27 þúsund manns fyrirskipuð af Duterte forseta í Filippseyjum í svokölluðu stríði gegn fíkniefnum.“ Ísland hefur verið leiðandi á vettvangi Mannréttindaráðsins í að gagnrýna ríki á borð við Sádi Arabíu og Filippseyjar.EPA Ráðið hefur gjarnan sætt gagnrýni fyrir það að ríki sem stunda mannréttindabrot beiti sér innan ráðsins. Sádi Arabía, Filippseyjar og Kína eiga til dæmis sæti í ráðinu. Dæmi er um að ríki á borð við þessi standi í vegi fyrir eða útvatni samþykktir sem snýr að brotum sem þau stunda. John telur að meðlimir Mannréttindaráðsins eigi að ganga undir aukið mannréttindaeftirlit til að tryggja trúverðugleika þess. Hann vonast til að Ísland beiti sér í slíkum umbótum. „Það er mikið verk fyrir stafni,“ segir hann. „Það þarf að tryggja að þau ríki sem stundi mannréttindabrot séu undir auknu eftirliti og ef ríki eins og Ísland stígur fram munu fleiri ríki fylgja eftir og leggja sitt af mörkum til að þau ríki sem eiga sæt í ráðinu og stunda mannréttindabrot aðhyllist sömu reglur og aðrir.“ Fastlega má reikna með stuðningi Íslands við slíkar hugmyndir en Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, var á svipuðum nótum í ræðu sem hann flutti á fundi Mannréttindaráðsins í febrúar síðastliðnum. „Ríki sem eiga sæti í ráðinu ættu að ganga fram af góðu fordæmi og reikna með því að þeirra eigin afrek í mannréttindamálum verði til sérstakrar skoðunar á meðan aðildartíma þeirra stendur.“
Bandaríkin Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Utanríkismál Tengdar fréttir Hlátrasköll hjá Sameinuðu þjóðunum eftir rússneska kosningu Íslands í mannréttindaráð Ísland hefur tekið sæti í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna eftir atkvæðagreiðslu á allsherjarþinginu. 13. júlí 2018 14:49 Ísland fordæmdi morðið á Khashoggi í yfirlýsingu um Sádi-Arabíu Fastafulltrúi Íslands flutti yfirlýsinguna sem nokkur ríki í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna standa sameiginlega að. 7. mars 2019 09:51 Íslandsdeild Amnesty fagnar framgöngu Íslands Þann 7. mars sl. flutti fastafulltrúi Íslands sameiginlegt ávarp 36 ríkja í ráðinu þar sem mannréttindabrot Sádi-Arabíu voru fordæmd. 11. mars 2019 10:54 Ísland kjörið í mannréttindaráðið í dag Utanríkisráðherra segir stöðuna þá æðstu sem Ísland hefur fengið á alþjóðavettvangi. Staðan muni kalla á málamiðlanir en gildin breytist ekki. Deildarstjóri mannréttindamála segir aðstæðurnar sem leiddu að kjörinu sérstakar. 13. júlí 2018 06:00 Utanríkisráðherra varaði við vaxandi andúð á innflytjendum og gyðingum í Evrópu Ísland ætlar að hafa mannréttindi hinsegin fólks í hávegum í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. 25. febrúar 2019 13:45 Ísland gefur kost á sér í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna Ísland gefur kost á sér í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Samstaða hefur náðst í ríkjahópi Vesturlanda hjá Sameinuðu þjóðunum um að Ísland gefi kost á sér til að taka sæti Bandaríkjanna í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. 29. júní 2018 17:31 Ísland hefur frumkvæði að ákúrum gegn Sádum Í sameiginlegri yfirlýsingu ætla Evrópuríki að frumkvæði Íslands að hvetja Sáda til að sleppa kvennréttindasinnum og vinna með rannsakendum SÞ á morðinu á Jamal Khashoggi. 6. mars 2019 07:53 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Hlátrasköll hjá Sameinuðu þjóðunum eftir rússneska kosningu Íslands í mannréttindaráð Ísland hefur tekið sæti í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna eftir atkvæðagreiðslu á allsherjarþinginu. 13. júlí 2018 14:49
Ísland fordæmdi morðið á Khashoggi í yfirlýsingu um Sádi-Arabíu Fastafulltrúi Íslands flutti yfirlýsinguna sem nokkur ríki í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna standa sameiginlega að. 7. mars 2019 09:51
Íslandsdeild Amnesty fagnar framgöngu Íslands Þann 7. mars sl. flutti fastafulltrúi Íslands sameiginlegt ávarp 36 ríkja í ráðinu þar sem mannréttindabrot Sádi-Arabíu voru fordæmd. 11. mars 2019 10:54
Ísland kjörið í mannréttindaráðið í dag Utanríkisráðherra segir stöðuna þá æðstu sem Ísland hefur fengið á alþjóðavettvangi. Staðan muni kalla á málamiðlanir en gildin breytist ekki. Deildarstjóri mannréttindamála segir aðstæðurnar sem leiddu að kjörinu sérstakar. 13. júlí 2018 06:00
Utanríkisráðherra varaði við vaxandi andúð á innflytjendum og gyðingum í Evrópu Ísland ætlar að hafa mannréttindi hinsegin fólks í hávegum í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. 25. febrúar 2019 13:45
Ísland gefur kost á sér í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna Ísland gefur kost á sér í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Samstaða hefur náðst í ríkjahópi Vesturlanda hjá Sameinuðu þjóðunum um að Ísland gefi kost á sér til að taka sæti Bandaríkjanna í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. 29. júní 2018 17:31
Ísland hefur frumkvæði að ákúrum gegn Sádum Í sameiginlegri yfirlýsingu ætla Evrópuríki að frumkvæði Íslands að hvetja Sáda til að sleppa kvennréttindasinnum og vinna með rannsakendum SÞ á morðinu á Jamal Khashoggi. 6. mars 2019 07:53