Nýkjörnir þingmenn áfram í fangelsi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. maí 2019 08:45 Oriol Junqueras, nýkjörinn þingmaður, í dómsal í febrúar ásamt öðrum sakborningum. Nordicphotos/AFP Þeir fimm Katalónar sem réttað er yfir um þessar mundir fyrir uppreisn, uppreisnaráróður og aðra glæpi og náðu kjöri á spænska þingið í lok apríl fá að fara úr fangelsi til þess að sækja innsetningarathöfn þann 21. maí. Svo úrskurðaði hæstiréttur Spánar í gær. Katalónarnir þurfa hins vegar að mæta aftur í gæsluvarðhald að athöfn lokinni en þeir hafa verið á bak við lás og slá í meira en ár. Katalónarnir sem um ræðir eru fyrrverandi ráðherrarnir Oriol Junqueras, Raül Romeva, Jordi Turull og Josep Rull ásamt aðgerðasinnanum Jordi Sanchez. Þeir eru, auk sjö annarra, ákærðir fyrir ýmsa glæpi í tengslum við þjóðaratkvæðagreiðslu og yfirlýsingu Katalóna um sjálfstæði haustið 2017. Sækjendur krefjast mislangra fangelsisdóma yfir ákærðu. Þyngstu mögulegu refsingar krefst lögmaður öfgaflokksins Vox, allt að 74 ára fyrir meðal annars skipulagða glæpastarfsemi. Ríkissaksóknari krefst allt að 12 ára fyrir uppreisnaráróður og saksóknari dómsmálaráðuneytisins allt að 25 ára fyrir uppreisn. Lögmenn fimmenninganna fóru fram á það síðasta miðvikudag að hinir nýkjörnu þingmenn yrðu leystir úr haldi svo þeir gætu sinnt þessu nýja starfi og að réttarhöldunum yrði frestað þar til hæstiréttur fengi leyfi frá þinginu til að halda réttarhöldum áfram. Báru fyrir sig nýfengna þinghelgi. Á þetta féllst hæstiréttur ekki. Dómstóllinn hafði áður hafnað kröfum um að öll tólf ákærðu yrðu leyst úr haldi. Þessar hafnanir eru til komnar þar sem dómarar telja að hætta sé á að ákærðu flýi land. Sú afstaða grundvallast á því að Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnarinnar haustið 2017, og aðrir ráðherrar flúðu til Belgíu skömmu áður en ákærur voru gefnar út. Sanchez, Rull og Turull hafna því alfarið að stíga til hliðar og ætla sér að halda sætum sínum á þingi, að því er heimildarmaður innan framboðs þeirra, Sameinuð fyrir Katalóníu (JxCat), sagði við Reuters í gær. Landskjörstjórn færði fyrrnefndum Junqueras einnig slæmar fréttir í gær. Þessi fyrrverandi varaforseti Katalóníuhéraðs leiðir Evrópuþingsframboð átta flokka sem berjast fyrir sjálfstæði frá Spáni í Evrópuþingskosningum sem fara fram þann 26. maí. Kjörstjórn í Barcelona hafði gefið leyfi fyrir því að Junqueras og Toni Comín, fyrrverandi ráðherra sem er í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu, fengju að taka þátt í sjónvarpskappræðum sem fram fóru í gærkvöld. Þessu mótmæltu fangelsisyfirvöld á þeim grundvelli að það myndi raska starfsemi fangelsisins að koma upp myndsímtalsbúnaði fyrir Junqueras og ákvað landskjörstjórn því að meina honum að taka þátt í kappræðunum.Deilt við dómarann Réttarhöldin í Madríd halda áfram. Þar máluðu vitni mynd af störfum spænsku lögreglunnar. Sækjendur og verjendur hafa frá því fyrir réttarhöld deilt um beitingu ofbeldis í kringum sjálfstæðisatkvæðagreiðsluna. Verjendur hafa sagt sakborninga ekki hafa staðið fyrir neinu slíku og þar með sé ekki hægt að sakfella fyrir uppreisn eða uppreisnaráróður heldur hafi spænska lögreglan staðið fyrir eina ofbeldinu í kringum kosningarnar. Sækjendur hafa hins vegar haldið því fram að ákærðu hafi kynt undir ofbeldi af hálfu almennra borgara. Skemmtikrafturinn Jordi Pesarrodona sagði lögreglu hafa gengið í skrokk á sér á kjördag. Spænskir lögregluþjónar hafi barið hann í klofið með kylfum. Til illdeilna kom á milli Benet Salellas, verjanda aðgerðasinnans Jordis Cuixart, og Manuel Marchena dómara þegar heimspekingurinn Marina Garcés gaf vitnisburð. Marchena stöðvaði Garcés þegar hún kallaði atkvæðagreiðsluna „magnaða“ og sagði tímasóun að hlusta á persónulegar skoðanir hennar. Salellas mótmæltu þessu og sagði nauðsynlegt að hlýða á skoðanir vitna rétt eins og dómarar hlustuðu á skoðanir lögregluþjóna. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Þeir fimm Katalónar sem réttað er yfir um þessar mundir fyrir uppreisn, uppreisnaráróður og aðra glæpi og náðu kjöri á spænska þingið í lok apríl fá að fara úr fangelsi til þess að sækja innsetningarathöfn þann 21. maí. Svo úrskurðaði hæstiréttur Spánar í gær. Katalónarnir þurfa hins vegar að mæta aftur í gæsluvarðhald að athöfn lokinni en þeir hafa verið á bak við lás og slá í meira en ár. Katalónarnir sem um ræðir eru fyrrverandi ráðherrarnir Oriol Junqueras, Raül Romeva, Jordi Turull og Josep Rull ásamt aðgerðasinnanum Jordi Sanchez. Þeir eru, auk sjö annarra, ákærðir fyrir ýmsa glæpi í tengslum við þjóðaratkvæðagreiðslu og yfirlýsingu Katalóna um sjálfstæði haustið 2017. Sækjendur krefjast mislangra fangelsisdóma yfir ákærðu. Þyngstu mögulegu refsingar krefst lögmaður öfgaflokksins Vox, allt að 74 ára fyrir meðal annars skipulagða glæpastarfsemi. Ríkissaksóknari krefst allt að 12 ára fyrir uppreisnaráróður og saksóknari dómsmálaráðuneytisins allt að 25 ára fyrir uppreisn. Lögmenn fimmenninganna fóru fram á það síðasta miðvikudag að hinir nýkjörnu þingmenn yrðu leystir úr haldi svo þeir gætu sinnt þessu nýja starfi og að réttarhöldunum yrði frestað þar til hæstiréttur fengi leyfi frá þinginu til að halda réttarhöldum áfram. Báru fyrir sig nýfengna þinghelgi. Á þetta féllst hæstiréttur ekki. Dómstóllinn hafði áður hafnað kröfum um að öll tólf ákærðu yrðu leyst úr haldi. Þessar hafnanir eru til komnar þar sem dómarar telja að hætta sé á að ákærðu flýi land. Sú afstaða grundvallast á því að Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnarinnar haustið 2017, og aðrir ráðherrar flúðu til Belgíu skömmu áður en ákærur voru gefnar út. Sanchez, Rull og Turull hafna því alfarið að stíga til hliðar og ætla sér að halda sætum sínum á þingi, að því er heimildarmaður innan framboðs þeirra, Sameinuð fyrir Katalóníu (JxCat), sagði við Reuters í gær. Landskjörstjórn færði fyrrnefndum Junqueras einnig slæmar fréttir í gær. Þessi fyrrverandi varaforseti Katalóníuhéraðs leiðir Evrópuþingsframboð átta flokka sem berjast fyrir sjálfstæði frá Spáni í Evrópuþingskosningum sem fara fram þann 26. maí. Kjörstjórn í Barcelona hafði gefið leyfi fyrir því að Junqueras og Toni Comín, fyrrverandi ráðherra sem er í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu, fengju að taka þátt í sjónvarpskappræðum sem fram fóru í gærkvöld. Þessu mótmæltu fangelsisyfirvöld á þeim grundvelli að það myndi raska starfsemi fangelsisins að koma upp myndsímtalsbúnaði fyrir Junqueras og ákvað landskjörstjórn því að meina honum að taka þátt í kappræðunum.Deilt við dómarann Réttarhöldin í Madríd halda áfram. Þar máluðu vitni mynd af störfum spænsku lögreglunnar. Sækjendur og verjendur hafa frá því fyrir réttarhöld deilt um beitingu ofbeldis í kringum sjálfstæðisatkvæðagreiðsluna. Verjendur hafa sagt sakborninga ekki hafa staðið fyrir neinu slíku og þar með sé ekki hægt að sakfella fyrir uppreisn eða uppreisnaráróður heldur hafi spænska lögreglan staðið fyrir eina ofbeldinu í kringum kosningarnar. Sækjendur hafa hins vegar haldið því fram að ákærðu hafi kynt undir ofbeldi af hálfu almennra borgara. Skemmtikrafturinn Jordi Pesarrodona sagði lögreglu hafa gengið í skrokk á sér á kjördag. Spænskir lögregluþjónar hafi barið hann í klofið með kylfum. Til illdeilna kom á milli Benet Salellas, verjanda aðgerðasinnans Jordis Cuixart, og Manuel Marchena dómara þegar heimspekingurinn Marina Garcés gaf vitnisburð. Marchena stöðvaði Garcés þegar hún kallaði atkvæðagreiðsluna „magnaða“ og sagði tímasóun að hlusta á persónulegar skoðanir hennar. Salellas mótmæltu þessu og sagði nauðsynlegt að hlýða á skoðanir vitna rétt eins og dómarar hlustuðu á skoðanir lögregluþjóna.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira