Svona fór Liverpool í úrslitaleikinn: Mané í München, Origi og kraftaverkið á Anfield | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. maí 2019 10:00 Origi fagnar markinu sem tryggði Liverpool sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. vísir/getty Liverpool fær tækifæri til að vinna Meistaradeild Evrópu í sjötta sinn þegar liðið mætir Tottenham í úrslitaleik keppninnar annað kvöld. Úrslitaleikurinn fer fram á Wanda Metropolitano, heimavelli Atlético Madrid. Þetta er annað árið í röð sem Liverpool kemst í úrslit Meistaradeildarinnar. Í fyrra tapaði liðið fyrir Real Madrid, 3-1, úrslitaleiknum í Kænugarði. Liverpool endaði í 2. sæti C-riðils og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitunum með sigri á Napoli, 1-0, á Anfield í lokaumferð riðlakeppninnar.Mané skorar gegn Bayern München á Allianz Arena.vísir/gettyÍ 16-liða úrslitunum mætti Liverpool Þýskalandsmeisturum Bayern München. Fyrri leiknum á Anfield lauk með markalausu jafntefli en Liverpool vann þann seinni á Allianz Arena, 1-3. Sadio Mané skoraði tvö marka Liverpool í leiknum. Hann hefur skorað fjögur mörk fyrir Liverpool í Meistaradeildinni í vetur líkt og Mohamed Salah og Roberto Firmino. Liverpool átti ekki í miklum erfiðleikum með að slá Porto úr leik í 8-liða úrslitunum. Rauði herinn vann einvígið, 6-1 samanlagt. Í undanúrslitunum fékk Liverpool öllu erfiðara verkefni gegn Spánarmeisturum Barcelona. Þrátt fyrir fína spilamennsku í fyrri leiknum á Nývangi tapaði Liverpool, 3-0. Brekkan fyrir seinni leikinn á Anfield var því ansi brött auk þess sem Salah og Firmino voru fjarri góðu gamni vegna meiðsla.Liverpool var í afar erfiðri stöðu eftir tapið fyrir Barcelona á Nývangi.vísir/gettyEn þegar neyðin er stærst er Divock Origi næst. Hann kom Liverpool yfir á 7. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik. Varamaðurinn Georginio Wijnaldum skoraði tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks og jafnaði einvígið, 3-3. Þegar ellefu mínútur voru eftir af leiknum skoraði Origi svo markið sem tryggði Liverpool farseðilinn í úrslitaleikinn og kórónaði ótrúlega endurkomu Rauða hersins. Öll 22 mörkin sem Liverpool hefur skorað í Meistaradeildinni í vetur má sjá hér fyrir neðan. Smella þarf á myndbandið til að horfa á YouTube. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Klopp ekki á leið til Juventus: „Þetta er kjaftæði“ Knattspyrnustjóri Liverpool er eftirsóttur en fer ekki fet. 29. maí 2019 08:00 Klopp varð að róa sig af því að hann var alltaf að meiða sig á hliðarlínunni Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fær á morgun tækifæri til að vinna sinn fyrsta titil sem stjóri Liverpool þegar liðið mætir Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. 31. maí 2019 15:00 Segir að Coutinho sjái eftir því að hafa farið frá Liverpool Síðan að Philippe Coutinho yfirgaf Anfield hefur Liverpool komist tvisvar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og var síðan hársbreidd frá því að vinna enska titilinn í fyrsta sinn í 29 ár. 31. maí 2019 11:30 Klopp: Besta lið sem ég hef verið með fyrir úrslitaleik Jurgen Klopp segist aldrei hafa haft betra lið í höndunum fyrir úrslitaleik heldur en það Liverpoollið sem hann hefur í dag. 29. maí 2019 07:00 Real Madrid verðmætasta félag heims og þrjú ensk á undan Liverpool Það hefur lítið sem ekkert gengið hjá spænska stórliðinu Real Madrid á þessu tímabili en félagið getur þó glaðst yfir því að vera komið upp í efsta sætið sem verðmætasta félag Evrópu. 29. maí 2019 09:00 Klopp skaut fast á Guardiola Stjórar bestu liðanna á Englandi, Pep Guardiola og Jürgen Klopp, eru í léttu sálfræðistríði sín í milli sem er ekkert að taka enda. 28. maí 2019 22:30 Liverpool fær miklu flottari búningsklefa í úrslitaleik Meistaradeildarinnar Tottenham er skráð heimalið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar um næstu helgi en þarf samt að sætta sig við að vera í klefa útiliðsins á Wanda Metropolitano leikvanginum í Madrid. 28. maí 2019 15:00 Firmino verður með í úrslitaleiknum Brasilíski framherjinn er klár í slaginn eftir meiðsli. 28. maí 2019 13:00 Ætla að framlengja við Milner og Matip Liverpool vill halda James Milner og Joël Matip hjá félaginu. 31. maí 2019 09:00 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Fleiri fréttir Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Sjá meira
Liverpool fær tækifæri til að vinna Meistaradeild Evrópu í sjötta sinn þegar liðið mætir Tottenham í úrslitaleik keppninnar annað kvöld. Úrslitaleikurinn fer fram á Wanda Metropolitano, heimavelli Atlético Madrid. Þetta er annað árið í röð sem Liverpool kemst í úrslit Meistaradeildarinnar. Í fyrra tapaði liðið fyrir Real Madrid, 3-1, úrslitaleiknum í Kænugarði. Liverpool endaði í 2. sæti C-riðils og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitunum með sigri á Napoli, 1-0, á Anfield í lokaumferð riðlakeppninnar.Mané skorar gegn Bayern München á Allianz Arena.vísir/gettyÍ 16-liða úrslitunum mætti Liverpool Þýskalandsmeisturum Bayern München. Fyrri leiknum á Anfield lauk með markalausu jafntefli en Liverpool vann þann seinni á Allianz Arena, 1-3. Sadio Mané skoraði tvö marka Liverpool í leiknum. Hann hefur skorað fjögur mörk fyrir Liverpool í Meistaradeildinni í vetur líkt og Mohamed Salah og Roberto Firmino. Liverpool átti ekki í miklum erfiðleikum með að slá Porto úr leik í 8-liða úrslitunum. Rauði herinn vann einvígið, 6-1 samanlagt. Í undanúrslitunum fékk Liverpool öllu erfiðara verkefni gegn Spánarmeisturum Barcelona. Þrátt fyrir fína spilamennsku í fyrri leiknum á Nývangi tapaði Liverpool, 3-0. Brekkan fyrir seinni leikinn á Anfield var því ansi brött auk þess sem Salah og Firmino voru fjarri góðu gamni vegna meiðsla.Liverpool var í afar erfiðri stöðu eftir tapið fyrir Barcelona á Nývangi.vísir/gettyEn þegar neyðin er stærst er Divock Origi næst. Hann kom Liverpool yfir á 7. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik. Varamaðurinn Georginio Wijnaldum skoraði tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks og jafnaði einvígið, 3-3. Þegar ellefu mínútur voru eftir af leiknum skoraði Origi svo markið sem tryggði Liverpool farseðilinn í úrslitaleikinn og kórónaði ótrúlega endurkomu Rauða hersins. Öll 22 mörkin sem Liverpool hefur skorað í Meistaradeildinni í vetur má sjá hér fyrir neðan. Smella þarf á myndbandið til að horfa á YouTube.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Klopp ekki á leið til Juventus: „Þetta er kjaftæði“ Knattspyrnustjóri Liverpool er eftirsóttur en fer ekki fet. 29. maí 2019 08:00 Klopp varð að róa sig af því að hann var alltaf að meiða sig á hliðarlínunni Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fær á morgun tækifæri til að vinna sinn fyrsta titil sem stjóri Liverpool þegar liðið mætir Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. 31. maí 2019 15:00 Segir að Coutinho sjái eftir því að hafa farið frá Liverpool Síðan að Philippe Coutinho yfirgaf Anfield hefur Liverpool komist tvisvar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og var síðan hársbreidd frá því að vinna enska titilinn í fyrsta sinn í 29 ár. 31. maí 2019 11:30 Klopp: Besta lið sem ég hef verið með fyrir úrslitaleik Jurgen Klopp segist aldrei hafa haft betra lið í höndunum fyrir úrslitaleik heldur en það Liverpoollið sem hann hefur í dag. 29. maí 2019 07:00 Real Madrid verðmætasta félag heims og þrjú ensk á undan Liverpool Það hefur lítið sem ekkert gengið hjá spænska stórliðinu Real Madrid á þessu tímabili en félagið getur þó glaðst yfir því að vera komið upp í efsta sætið sem verðmætasta félag Evrópu. 29. maí 2019 09:00 Klopp skaut fast á Guardiola Stjórar bestu liðanna á Englandi, Pep Guardiola og Jürgen Klopp, eru í léttu sálfræðistríði sín í milli sem er ekkert að taka enda. 28. maí 2019 22:30 Liverpool fær miklu flottari búningsklefa í úrslitaleik Meistaradeildarinnar Tottenham er skráð heimalið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar um næstu helgi en þarf samt að sætta sig við að vera í klefa útiliðsins á Wanda Metropolitano leikvanginum í Madrid. 28. maí 2019 15:00 Firmino verður með í úrslitaleiknum Brasilíski framherjinn er klár í slaginn eftir meiðsli. 28. maí 2019 13:00 Ætla að framlengja við Milner og Matip Liverpool vill halda James Milner og Joël Matip hjá félaginu. 31. maí 2019 09:00 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Fleiri fréttir Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Sjá meira
Klopp ekki á leið til Juventus: „Þetta er kjaftæði“ Knattspyrnustjóri Liverpool er eftirsóttur en fer ekki fet. 29. maí 2019 08:00
Klopp varð að róa sig af því að hann var alltaf að meiða sig á hliðarlínunni Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fær á morgun tækifæri til að vinna sinn fyrsta titil sem stjóri Liverpool þegar liðið mætir Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. 31. maí 2019 15:00
Segir að Coutinho sjái eftir því að hafa farið frá Liverpool Síðan að Philippe Coutinho yfirgaf Anfield hefur Liverpool komist tvisvar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og var síðan hársbreidd frá því að vinna enska titilinn í fyrsta sinn í 29 ár. 31. maí 2019 11:30
Klopp: Besta lið sem ég hef verið með fyrir úrslitaleik Jurgen Klopp segist aldrei hafa haft betra lið í höndunum fyrir úrslitaleik heldur en það Liverpoollið sem hann hefur í dag. 29. maí 2019 07:00
Real Madrid verðmætasta félag heims og þrjú ensk á undan Liverpool Það hefur lítið sem ekkert gengið hjá spænska stórliðinu Real Madrid á þessu tímabili en félagið getur þó glaðst yfir því að vera komið upp í efsta sætið sem verðmætasta félag Evrópu. 29. maí 2019 09:00
Klopp skaut fast á Guardiola Stjórar bestu liðanna á Englandi, Pep Guardiola og Jürgen Klopp, eru í léttu sálfræðistríði sín í milli sem er ekkert að taka enda. 28. maí 2019 22:30
Liverpool fær miklu flottari búningsklefa í úrslitaleik Meistaradeildarinnar Tottenham er skráð heimalið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar um næstu helgi en þarf samt að sætta sig við að vera í klefa útiliðsins á Wanda Metropolitano leikvanginum í Madrid. 28. maí 2019 15:00
Firmino verður með í úrslitaleiknum Brasilíski framherjinn er klár í slaginn eftir meiðsli. 28. maí 2019 13:00
Ætla að framlengja við Milner og Matip Liverpool vill halda James Milner og Joël Matip hjá félaginu. 31. maí 2019 09:00