Heiðveig tekur annan formannsslag Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 31. maí 2019 06:30 Heiðveig María hefur hrist upp í Sjómannafélagi Íslands. Fréttablaðið/Ernir Heiðveig María Einarsdóttir hefur tilkynnt um framboð sitt til formanns Sjómannafélags Íslands á ný. Heiðveig bauð sig fram til formanns í félaginu síðasta haust en var framboðslistum hennar hafnað af kjörstjórn. Skömmu síðar var henni síðan vikið úr félaginu. Félagsdómur dæmdi svo Sjómannafélagið til að greiða eina og hálfa milljón króna í ríkissjóð í sekt og Heiðveigu Maríu 750 þúsund krónur í málskostnað því hann taldi að lýðræðislegar grunnreglur stéttarfélaga hafi verið brotnar í ferlinu. Sjómannafélagið gaf það svo út í apríl að boðað yrði til kosninga og auglýstu eftir framboðum 16. maí síðastliðinn. Heiðveig bauð þá fram lista sinn en hann skipa hátt í 30 meðlimir félagsins. Nú eru þau á fullu að safna meðmælendum með listanum en til að framboðið verði samþykkt þarf það 100 meðmælendur. Í samtali við Fréttablaðið segir Heiðveig það vera tæpan þriðjung félagsmanna og meðmælasöfnunin sé því aðalatriðið svo að félagsmenn geti síðan valið á milli þeirra og sitjandi stjórnar í lýðræðislegum kosningum. „Það er algjört aukaatriði fyrir okkur hverjar niðurstöður þessara kosninga verða, í mínum huga er það allavega þannig,“ segir Heiðveig. „Fyrst og fremst þarf bara að kjósa í þessu félagi og þá ertu kominn með grunn til að vinna að málefnum sjómanna samkvæmt þeim málefnum og áherslum sem það framboð leggur upp með. Þá ertu allavega kominn með lýðræðislega kjörna forystu.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Heiðveig María Einarsdóttir hefur tilkynnt um framboð sitt til formanns Sjómannafélags Íslands á ný. Heiðveig bauð sig fram til formanns í félaginu síðasta haust en var framboðslistum hennar hafnað af kjörstjórn. Skömmu síðar var henni síðan vikið úr félaginu. Félagsdómur dæmdi svo Sjómannafélagið til að greiða eina og hálfa milljón króna í ríkissjóð í sekt og Heiðveigu Maríu 750 þúsund krónur í málskostnað því hann taldi að lýðræðislegar grunnreglur stéttarfélaga hafi verið brotnar í ferlinu. Sjómannafélagið gaf það svo út í apríl að boðað yrði til kosninga og auglýstu eftir framboðum 16. maí síðastliðinn. Heiðveig bauð þá fram lista sinn en hann skipa hátt í 30 meðlimir félagsins. Nú eru þau á fullu að safna meðmælendum með listanum en til að framboðið verði samþykkt þarf það 100 meðmælendur. Í samtali við Fréttablaðið segir Heiðveig það vera tæpan þriðjung félagsmanna og meðmælasöfnunin sé því aðalatriðið svo að félagsmenn geti síðan valið á milli þeirra og sitjandi stjórnar í lýðræðislegum kosningum. „Það er algjört aukaatriði fyrir okkur hverjar niðurstöður þessara kosninga verða, í mínum huga er það allavega þannig,“ segir Heiðveig. „Fyrst og fremst þarf bara að kjósa í þessu félagi og þá ertu kominn með grunn til að vinna að málefnum sjómanna samkvæmt þeim málefnum og áherslum sem það framboð leggur upp með. Þá ertu allavega kominn með lýðræðislega kjörna forystu.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira