Lærdómurinn Hörður Ægisson skrifar 31. maí 2019 10:00 Það er hægur leikur að draga upp dökka mynd af stöðunni. Samkvæmt öllum hagspám sem birst hafa á undanförnum vikum – Seðlabankanum, Hagstofunni og Arion banka – verður samdráttur á þessu ári í fyrsta sinn frá 2010. Ástæða er til að ætla, meðal annars með hliðsjón af tíðum fréttum af fjöldauppsögnum og ört hækkandi atvinnuleysi, að efnahagssamdrátturinn verði meiri en bjartsýnni spárnar gera ráð fyrir. Vöxtur einkaneyslunnar, sem er helsti drifkraftur hagvaxtar, verður í lágmarki og útflutningstekjur munu dragast saman í fyrsta sinn í þrettán ár. Sá mikli og viðvarandi viðskiptaafgangur sem hefur verið allt frá falli fjármálakerfisins haustið 2008 gæti snúist upp í halla. Þar ráða mestu áföll í ferðaþjónustunni, okkar stærstu gjaldeyrisskapandi atvinnugrein, sem stendur núna frammi fyrir þeirri áskorun að aðlaga sig að nýju jafnvægi eftir ofurvöxt síðustu ára. Það verður ekki sársaukalaust. Seðlabankinn hefur lagt sitt af mörkum til að vinna gegn kólnun hagkerfisins. Myndarleg vaxtalækkun bankans í síðustu viku – úr 4,5 prósentum í fjögur prósent – var í senn nauðsynleg og kærkomin. Þá ætti sú ákvörðun að heimila fjármálafyrirtækjum að leggja nú fram sértryggð skuldabréf sem tryggingu í viðskiptum við Seðlabankann að vera til þess fallin að auka lánsfjármagn í umferð. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar var sérstaklega tekið fram að svigrúm hennar til þess að mæta efnahagsamdrætti væri töluvert og þá einkum ef verðbólga og verðbólguvæntingar héldust við 2,5 prósenta markmið bankans. Verðbólguvæntingar hafa farið hratt lækkandi að undanförnu og samhliða því hafa vextir óverðtryggðra ríkisskuldabréfa hrapað. Hægt er að slá því föstu að allt útlit sé fyrir enn frekari vaxtalækkanir og að vextir Seðlabankans verði farnir að nálgast þrjú prósent á næsta ári. Stóru tíðindin eru þessi: Seðlabankinn er nú í þeirri stöðu að geta lækkað vexti í niðursveiflu án þess að slíkt valdi gengisfalli og aukinni verðbólgu. Slíkt er fáheyrt frá seinna stríði og þýðir að bankinn getur loksins beitt vaxtatækinu til þess að mýkja lendinguna með því að lækka fjármagnskostnað fyrirtækja og heimila nú þegar kreppir að í efnahagslífinu og tekjur eru að dragast saman. Vegna stórbættrar efnahagsstöðu eru allar forsendur fyrir hendi að þegar fram í sæki verði vaxtastigið hér á landi líkara því sem við þekkjum í okkar nágrannalöndum. Jákvæð eignastaða þjóðarbúsins við útlönd, stóraukinn þjóðhagslegur sparnaður og myndarlegur óskuldsettur gjaldeyrisforði gerir þetta meðal annars raunhæft. Þetta hefði samt getað farið á annan veg. Ef ekki væri fyrir kjarasamninga um hóflegar launahækkanir, sem var alls ekki í kortunum lengst af, þá er ljóst að verðbólguvæntingar væru mun hærri og því útilokað að Seðlabankanum hefði verið stætt á að hefja vaxtalækkunarferli. Litið til baka er lærdómurinn þess vegna sá, sem margir neita stundum að horfast í augu við, að það eru engar töfralausnir í boði – eins og til dæmis upptaka annars gjaldmiðils – að baki því að draga úr sveiflum og skapa þannig grunn að lægra vaxtastigi. Mestu máli skiptir er skynsamleg hagstjórn ásamt stöðugleika á vinnumarkaði þar sem ekki er reglulega samið um launahækkanir langt umfram verðmætasköpun hagkerfisins. Þetta er nefnilega undir okkur sjálfum komið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Það er hægur leikur að draga upp dökka mynd af stöðunni. Samkvæmt öllum hagspám sem birst hafa á undanförnum vikum – Seðlabankanum, Hagstofunni og Arion banka – verður samdráttur á þessu ári í fyrsta sinn frá 2010. Ástæða er til að ætla, meðal annars með hliðsjón af tíðum fréttum af fjöldauppsögnum og ört hækkandi atvinnuleysi, að efnahagssamdrátturinn verði meiri en bjartsýnni spárnar gera ráð fyrir. Vöxtur einkaneyslunnar, sem er helsti drifkraftur hagvaxtar, verður í lágmarki og útflutningstekjur munu dragast saman í fyrsta sinn í þrettán ár. Sá mikli og viðvarandi viðskiptaafgangur sem hefur verið allt frá falli fjármálakerfisins haustið 2008 gæti snúist upp í halla. Þar ráða mestu áföll í ferðaþjónustunni, okkar stærstu gjaldeyrisskapandi atvinnugrein, sem stendur núna frammi fyrir þeirri áskorun að aðlaga sig að nýju jafnvægi eftir ofurvöxt síðustu ára. Það verður ekki sársaukalaust. Seðlabankinn hefur lagt sitt af mörkum til að vinna gegn kólnun hagkerfisins. Myndarleg vaxtalækkun bankans í síðustu viku – úr 4,5 prósentum í fjögur prósent – var í senn nauðsynleg og kærkomin. Þá ætti sú ákvörðun að heimila fjármálafyrirtækjum að leggja nú fram sértryggð skuldabréf sem tryggingu í viðskiptum við Seðlabankann að vera til þess fallin að auka lánsfjármagn í umferð. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar var sérstaklega tekið fram að svigrúm hennar til þess að mæta efnahagsamdrætti væri töluvert og þá einkum ef verðbólga og verðbólguvæntingar héldust við 2,5 prósenta markmið bankans. Verðbólguvæntingar hafa farið hratt lækkandi að undanförnu og samhliða því hafa vextir óverðtryggðra ríkisskuldabréfa hrapað. Hægt er að slá því föstu að allt útlit sé fyrir enn frekari vaxtalækkanir og að vextir Seðlabankans verði farnir að nálgast þrjú prósent á næsta ári. Stóru tíðindin eru þessi: Seðlabankinn er nú í þeirri stöðu að geta lækkað vexti í niðursveiflu án þess að slíkt valdi gengisfalli og aukinni verðbólgu. Slíkt er fáheyrt frá seinna stríði og þýðir að bankinn getur loksins beitt vaxtatækinu til þess að mýkja lendinguna með því að lækka fjármagnskostnað fyrirtækja og heimila nú þegar kreppir að í efnahagslífinu og tekjur eru að dragast saman. Vegna stórbættrar efnahagsstöðu eru allar forsendur fyrir hendi að þegar fram í sæki verði vaxtastigið hér á landi líkara því sem við þekkjum í okkar nágrannalöndum. Jákvæð eignastaða þjóðarbúsins við útlönd, stóraukinn þjóðhagslegur sparnaður og myndarlegur óskuldsettur gjaldeyrisforði gerir þetta meðal annars raunhæft. Þetta hefði samt getað farið á annan veg. Ef ekki væri fyrir kjarasamninga um hóflegar launahækkanir, sem var alls ekki í kortunum lengst af, þá er ljóst að verðbólguvæntingar væru mun hærri og því útilokað að Seðlabankanum hefði verið stætt á að hefja vaxtalækkunarferli. Litið til baka er lærdómurinn þess vegna sá, sem margir neita stundum að horfast í augu við, að það eru engar töfralausnir í boði – eins og til dæmis upptaka annars gjaldmiðils – að baki því að draga úr sveiflum og skapa þannig grunn að lægra vaxtastigi. Mestu máli skiptir er skynsamleg hagstjórn ásamt stöðugleika á vinnumarkaði þar sem ekki er reglulega samið um launahækkanir langt umfram verðmætasköpun hagkerfisins. Þetta er nefnilega undir okkur sjálfum komið.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun