Formlegt samstarf um eldsvoða á sjó ekki til staðar Sveinn Arnarsson skrifar 31. maí 2019 08:15 Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið/Anton Brink Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, segir ramma skorta utan um eldsvoða úti á rúmsjó í íslenskri landhelgi. Ekkert formlegt samstarf eða samkomulag er milli slökkviliðsmanna og Landhelgisgæslunnar.Jón Viðar ræddi þessa stöðu við Sjómannadagsblaðið 2019 sem kom út í vikunni. Þar fór hann yfir stöðu brunavarna á sjó og hvernig samskiptum slökkviliðs og annarra viðbragðsaðila er háttað.Í upphafi tíunda áratugarins kom upp eldur í ferjunni Scandinavian star sem olli því að á annað hundrað manns létu lífið í bruna úti á rúmsjó. Eftir það slys settu Norðurlandaþjóðirnar upp viðbragðshópa og formgerðu samstarf sín á milli. Aðrar Evrópuþjóðir hafa gert slíkt hið sama. Íslendingar hafa jafnframt skrifað undir samkomulag þess efnis að setja saman viðbragðshópa og formgera samstarf um eldsvoða á rúmsjó. Jón Viðar segir hins vegar það samstarf ekki vera til á pappírunum. „Gert var samkomulag um þessa hluti árið 2009 eða fyrir um áratug síðan. Hins vegar hafa björgunaraðgerðir af þessu tagi ekki verið gerðar formlegar milli ríkis og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins,“ segir Jón Viðar. „Við höfum talað við Landhelgisgæsluna um að samningur yrði gerður um þessi málefni. Hér er um hættuleg verkefni að ræða og við myndum því senda menn í slík verkefni án þess að samningur liggi fyrir. Það verður að segjast að er nokkuð slæm staða að vera í.“ Umferð stórra skipa hefur aukist síðustu ár í íslenskri landhelgi og á yfirráðasvæði Íslendinga. Því er að mati slökkviliðsins mikilvægt að setja niður samning sem þennan. Ef eldur kæmi upp í stóru skemmtiferðaskipi við Íslandsstrendur er ljóst að mikil áhætta gæti skapast á skömmum tíma. Ferðamönnum sem koma hingað til lands á skemmtiferðaskipum hefur að sama skapi fjölgað mikið og hefur skipakomum sem þessum fjölgað í Reykjavík, á Ísafirði og Akureyri svo dæmi séu tekin. Jón Viðar bendir á að Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sé ekki að biðja um aukið fé heldur aðeins að mannskapurinn fái til þess þjálfun sem svo sérhæfð slökkvistörf þarfnist. Sjávarútvegur Slökkvilið Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, segir ramma skorta utan um eldsvoða úti á rúmsjó í íslenskri landhelgi. Ekkert formlegt samstarf eða samkomulag er milli slökkviliðsmanna og Landhelgisgæslunnar.Jón Viðar ræddi þessa stöðu við Sjómannadagsblaðið 2019 sem kom út í vikunni. Þar fór hann yfir stöðu brunavarna á sjó og hvernig samskiptum slökkviliðs og annarra viðbragðsaðila er háttað.Í upphafi tíunda áratugarins kom upp eldur í ferjunni Scandinavian star sem olli því að á annað hundrað manns létu lífið í bruna úti á rúmsjó. Eftir það slys settu Norðurlandaþjóðirnar upp viðbragðshópa og formgerðu samstarf sín á milli. Aðrar Evrópuþjóðir hafa gert slíkt hið sama. Íslendingar hafa jafnframt skrifað undir samkomulag þess efnis að setja saman viðbragðshópa og formgera samstarf um eldsvoða á rúmsjó. Jón Viðar segir hins vegar það samstarf ekki vera til á pappírunum. „Gert var samkomulag um þessa hluti árið 2009 eða fyrir um áratug síðan. Hins vegar hafa björgunaraðgerðir af þessu tagi ekki verið gerðar formlegar milli ríkis og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins,“ segir Jón Viðar. „Við höfum talað við Landhelgisgæsluna um að samningur yrði gerður um þessi málefni. Hér er um hættuleg verkefni að ræða og við myndum því senda menn í slík verkefni án þess að samningur liggi fyrir. Það verður að segjast að er nokkuð slæm staða að vera í.“ Umferð stórra skipa hefur aukist síðustu ár í íslenskri landhelgi og á yfirráðasvæði Íslendinga. Því er að mati slökkviliðsins mikilvægt að setja niður samning sem þennan. Ef eldur kæmi upp í stóru skemmtiferðaskipi við Íslandsstrendur er ljóst að mikil áhætta gæti skapast á skömmum tíma. Ferðamönnum sem koma hingað til lands á skemmtiferðaskipum hefur að sama skapi fjölgað mikið og hefur skipakomum sem þessum fjölgað í Reykjavík, á Ísafirði og Akureyri svo dæmi séu tekin. Jón Viðar bendir á að Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sé ekki að biðja um aukið fé heldur aðeins að mannskapurinn fái til þess þjálfun sem svo sérhæfð slökkvistörf þarfnist.
Sjávarútvegur Slökkvilið Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira