Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa hlustað á verkalýðshreyfinguna Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2019 13:29 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. vísir/vilhelm Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa hlustað eftir sjónarmiðum verkalýðshreyfingarinnar við mótun skattatillagna sinna. Stjórnvöld geti hins vegar ekki borið ábyrgð á væntingum um lækkun skatta umfram þá skatta sem ríkið innheimti af lægstu launum. Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun gagnrýndu nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar ríkisstjórnina og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra fyrir skattatillögur stjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gagnrýndi að stjórnin ætlaði að taka aftur upp þriggja þrepa skattkerfi sem var afnumið í tíð ríkisstjórnar hans. Vænlegra væri að ræða við aðila vinnumarkaðarins um framtíðar fyrirkomulag fjármálakerfisins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði fullvinnandi fólk á lægstu laununum fá mest út úr skattatillögum ríkisstjórnarinnar. Ríkið væri að nota mörg ár hagvaxtar til að teygja sig til launafólks í landinu. „Ég hélt að málið snerist um það. Ég hélt að við værum sammála um að ef ríkið gæti lagt eitthvað að mörkum, fyrir utan að lækka tryggingagjald og koma súrefni til atvinnulífsins, ætti það að styðja við góða samninga á vinnumarkaði með því að hleypa súrefni þangað. Það myndi draga úr þörfinni fyrir launahækkanir. Ríkið tæki á sig ákveðinn hluta. Gæfi eftir af skatti sem er innheimtur í ríkissjóð,” sagði Bjarni. Hann væri ánægður með skattatillögur stjórnvalda auk annarra aðgerða sem stjórnvöld hafi gripið til og boði. Það væri verið að nýta svigrúm til að bæta hag þeirra sem lægst hefðu launin. „Vegna þess að við höfum verið að hlusta. Ríkisstjórnin getur auðvitað ekki borið ábyrgð á væntingum sem eru langt, langt umfram það sem segir í fjármálaáætlun og hefur komið fram á fundum. Væntingar til dæmis um það að ríkið geti gefið eftir 20 þúsund krónur í tekjuskatt af 325 þúsund króna launamanni. Það eru væntingar um að ríkið gefi meira eftir en það innheimtir. Vegna þess að það innheimtir ekki 20 þúsund krónur í tekjuskatt af 325 þúsund króna launum,” sagði Bjarni. Inga Sæland formaður Flokks fólksins lýsti undrun á málflutningi fjármálaráðherra. „Ég er nú eiginlega hálf lömuð eftir að hæstvirtur fjármálaráðherra kom og þrumaði þetta yfir okkur hér áðan. Talandi um súrefnisflæði til þeirra sem verst eru staddir. Ég veit eiginlega ekki hvaða tregða er á þeirri slöngu. En að minnsta kosti hlýtur það súrefni að vera illa blandað með einhverju andrúmslofti sem láglaunafólk hér kærir sig ekki um að draga að sér,” sagði Inga Sæland. Alþingi Kjaramál Skattar og tollar Tengdar fréttir Segja skattatillögurnar ekki ganga nógu langt í átt að jöfnuði Formannaráð BSRB telur að tillögur stjórnvalda að breytingum á skattkerfinu, sem kynntar voru í gær, gangi ekki nægilega langt í átt að jöfnuði og réttlæti í samfélaginu. 20. febrúar 2019 13:58 Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42 Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa hlustað eftir sjónarmiðum verkalýðshreyfingarinnar við mótun skattatillagna sinna. Stjórnvöld geti hins vegar ekki borið ábyrgð á væntingum um lækkun skatta umfram þá skatta sem ríkið innheimti af lægstu launum. Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun gagnrýndu nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar ríkisstjórnina og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra fyrir skattatillögur stjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gagnrýndi að stjórnin ætlaði að taka aftur upp þriggja þrepa skattkerfi sem var afnumið í tíð ríkisstjórnar hans. Vænlegra væri að ræða við aðila vinnumarkaðarins um framtíðar fyrirkomulag fjármálakerfisins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði fullvinnandi fólk á lægstu laununum fá mest út úr skattatillögum ríkisstjórnarinnar. Ríkið væri að nota mörg ár hagvaxtar til að teygja sig til launafólks í landinu. „Ég hélt að málið snerist um það. Ég hélt að við værum sammála um að ef ríkið gæti lagt eitthvað að mörkum, fyrir utan að lækka tryggingagjald og koma súrefni til atvinnulífsins, ætti það að styðja við góða samninga á vinnumarkaði með því að hleypa súrefni þangað. Það myndi draga úr þörfinni fyrir launahækkanir. Ríkið tæki á sig ákveðinn hluta. Gæfi eftir af skatti sem er innheimtur í ríkissjóð,” sagði Bjarni. Hann væri ánægður með skattatillögur stjórnvalda auk annarra aðgerða sem stjórnvöld hafi gripið til og boði. Það væri verið að nýta svigrúm til að bæta hag þeirra sem lægst hefðu launin. „Vegna þess að við höfum verið að hlusta. Ríkisstjórnin getur auðvitað ekki borið ábyrgð á væntingum sem eru langt, langt umfram það sem segir í fjármálaáætlun og hefur komið fram á fundum. Væntingar til dæmis um það að ríkið geti gefið eftir 20 þúsund krónur í tekjuskatt af 325 þúsund króna launamanni. Það eru væntingar um að ríkið gefi meira eftir en það innheimtir. Vegna þess að það innheimtir ekki 20 þúsund krónur í tekjuskatt af 325 þúsund króna launum,” sagði Bjarni. Inga Sæland formaður Flokks fólksins lýsti undrun á málflutningi fjármálaráðherra. „Ég er nú eiginlega hálf lömuð eftir að hæstvirtur fjármálaráðherra kom og þrumaði þetta yfir okkur hér áðan. Talandi um súrefnisflæði til þeirra sem verst eru staddir. Ég veit eiginlega ekki hvaða tregða er á þeirri slöngu. En að minnsta kosti hlýtur það súrefni að vera illa blandað með einhverju andrúmslofti sem láglaunafólk hér kærir sig ekki um að draga að sér,” sagði Inga Sæland.
Alþingi Kjaramál Skattar og tollar Tengdar fréttir Segja skattatillögurnar ekki ganga nógu langt í átt að jöfnuði Formannaráð BSRB telur að tillögur stjórnvalda að breytingum á skattkerfinu, sem kynntar voru í gær, gangi ekki nægilega langt í átt að jöfnuði og réttlæti í samfélaginu. 20. febrúar 2019 13:58 Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42 Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Sjá meira
Segja skattatillögurnar ekki ganga nógu langt í átt að jöfnuði Formannaráð BSRB telur að tillögur stjórnvalda að breytingum á skattkerfinu, sem kynntar voru í gær, gangi ekki nægilega langt í átt að jöfnuði og réttlæti í samfélaginu. 20. febrúar 2019 13:58
Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42
Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16