Þurrkaði sig upp eftir svall Potter-áranna Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. febrúar 2019 10:28 Áhorfendur fylgdust með þeim Daniel Radcliffe, Rupert Grint og Emmu Watson vaxa úr grasi á hvíta tjaldinu í hlutverkum sínum sem Harry Potter, Ron Weasley og Hermione Granger. Vísir/Getty Leikarinn Daniel Radcliffe segist hafa drukkið áfengi í ótæpilegu magni, árin sem frægðarsól hans reist hæst við gerð kvikmyndanna um galdrastrákinn Harry Potter. Hann lýsti því í viðtalsþættinum Off Camera, sem sjá má hér að neðan, að á unglingsárunum hafi hann átt í erfiðleikum með að takast á við frægðina. Þrátt fyrir að Radcliffe segist átta sig á því í dag að þetta hafi eflaust verið ímyndun á sínum tíma, hafi honum liðið eins og fylgst væri með honum. „Í mínu tilfelli var auðveldasta leiðin til að gleyma því að viðstaddir væru að fylgjast með þér var að verða mjög drukkinn,“ segir Radcliffe. Það hafi aðeins orðið til þess að skapa vítahring. „Þegar ég var orðinn mjög drukkinn áttaði ég mig á því að fólkið í kringum mig var farið að veita mér enn meiri athygli, því ég var orðinn svo drukkinn, og þess vegna ákvað ég að drekka enn meira til að hætta að hugsa um það.“Edrú síðan 2013 Radcliffe segir að áfengisdrykkja sín hafi verið hvað mest í tengslum við gerð kvikmyndarinnar um Blendingsprinsinn, en hann fór með hlutverk Harry Potter í átta kvikmyndum á árunum 2001 til 2011. Myndirnar nutu ómældra vinsælda og lýsir Radcliffe gríðarlegu álagi sem fylgdi því að fara með titilhlutverkið í kvikmyndabálknum. Til að mynda hafi verið gerð sú krafa að hann væri alltaf hamingjusamur. Fólk í hans stöðu eigi að vera þakklátt fyrir það að vera í frábæru starfi og þéna vel. „En allt í einu hugsar maður: Bíddu, ef ég er að finna fyrir mannlegri tilfinningu eins og depurð, er ég þá að gera eitthvað rangt? Er ég ekki góður í því að vera frægur?“ segir Radcliffe. Leikarinn lagði flöskuna á hilluna árið 2013, eftir ráðleggingar frá leikurum og öðrum nákomnum. „En að lokum var þetta mín ákvörðun. Ég vaknaði einn morguninn eftir skrall og hugsaði með mér: Þetta er orðið ágætt,“ segir Radcliffe. Hluta af viðtali leikarans við þáttastjórnanda Off Camera má nálgast hér að neðan. Bíó og sjónvarp Einu sinni var... Mest lesið Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Lífið Bob og Robbie í bobba Gagnrýni Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Lífið The Smashing Pumpkins til Íslands Tónlist Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Lífið Konungurinn miður sín eftir mismælin Lífið Sænska prinsessan komin með nafn Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Matur Fleiri fréttir Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Sjá meira
Leikarinn Daniel Radcliffe segist hafa drukkið áfengi í ótæpilegu magni, árin sem frægðarsól hans reist hæst við gerð kvikmyndanna um galdrastrákinn Harry Potter. Hann lýsti því í viðtalsþættinum Off Camera, sem sjá má hér að neðan, að á unglingsárunum hafi hann átt í erfiðleikum með að takast á við frægðina. Þrátt fyrir að Radcliffe segist átta sig á því í dag að þetta hafi eflaust verið ímyndun á sínum tíma, hafi honum liðið eins og fylgst væri með honum. „Í mínu tilfelli var auðveldasta leiðin til að gleyma því að viðstaddir væru að fylgjast með þér var að verða mjög drukkinn,“ segir Radcliffe. Það hafi aðeins orðið til þess að skapa vítahring. „Þegar ég var orðinn mjög drukkinn áttaði ég mig á því að fólkið í kringum mig var farið að veita mér enn meiri athygli, því ég var orðinn svo drukkinn, og þess vegna ákvað ég að drekka enn meira til að hætta að hugsa um það.“Edrú síðan 2013 Radcliffe segir að áfengisdrykkja sín hafi verið hvað mest í tengslum við gerð kvikmyndarinnar um Blendingsprinsinn, en hann fór með hlutverk Harry Potter í átta kvikmyndum á árunum 2001 til 2011. Myndirnar nutu ómældra vinsælda og lýsir Radcliffe gríðarlegu álagi sem fylgdi því að fara með titilhlutverkið í kvikmyndabálknum. Til að mynda hafi verið gerð sú krafa að hann væri alltaf hamingjusamur. Fólk í hans stöðu eigi að vera þakklátt fyrir það að vera í frábæru starfi og þéna vel. „En allt í einu hugsar maður: Bíddu, ef ég er að finna fyrir mannlegri tilfinningu eins og depurð, er ég þá að gera eitthvað rangt? Er ég ekki góður í því að vera frægur?“ segir Radcliffe. Leikarinn lagði flöskuna á hilluna árið 2013, eftir ráðleggingar frá leikurum og öðrum nákomnum. „En að lokum var þetta mín ákvörðun. Ég vaknaði einn morguninn eftir skrall og hugsaði með mér: Þetta er orðið ágætt,“ segir Radcliffe. Hluta af viðtali leikarans við þáttastjórnanda Off Camera má nálgast hér að neðan.
Bíó og sjónvarp Einu sinni var... Mest lesið Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Lífið Bob og Robbie í bobba Gagnrýni Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Lífið The Smashing Pumpkins til Íslands Tónlist Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Lífið Konungurinn miður sín eftir mismælin Lífið Sænska prinsessan komin með nafn Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Matur Fleiri fréttir Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Sjá meira