Breiðhyltingar finna fyrir meiri fordómum Ari Brynjólfsson skrifar 21. febrúar 2019 06:15 Félagsbústaðir eiga tæplega 600 eignir í Breiðholti. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Meira en helmingur leigjenda Félagsbústaða í Breiðholti, Árbæ og Grafarvogi segist finna fyrir fordómum frá öðru fólki í samfélaginu, staðan er hins vegar önnur hjá leigjendum í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem minna en þriðjungur segist finna fyrir fordómum. Þetta kemur fram í þjónustukönnun sem MMR gerði fyrir Félagsbústaði í Reykjavík í byrjun desember, alls var haft samband við 749 leigjendur og var svarhlutfallið tæplega 43 prósent.Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða.Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, segir engar einfaldar skýringar að baki þessum tölum. „Það kann að eima eftir af gömlum fordómum um að það felist í því einhver ölmusa að leigja húsnæði sem er í eigu sveitarfélags og það litið hornauga. Það er auðvitað bara þannig að aðstæður fólks eru misjafnar og ekki allir sem hafa tök á að eignast húsnæði eða leigja á almennum markaði.“ Segir hún það vilja Félagsbústaða að greina betur hvað það er sem liggur að baki þessari tilfinningu stórs hóps leigjenda . Stærsti hópurinn sem kveðst finna fyrir fordómum í samfélaginu eru einstaklingar með tvö eða fleiri börn, aðeins fjórðungur þeirra kveðst ekki finna fyrir fordómum. Í Breiðholti mælist mun meiri óánægja með nánast alla þætti þjónustu Félagsbústaða. Til dæmis er þar að finna mestu óánægjuna með viðhaldsþjónustu og leiguverð. 59 prósent leigjenda í Breiðholti segjast finna fyrir fordómum í samfélaginu, talan er lægri í öðrum hverfum og minnst í Vesturbænum þar sem 28 prósent segjast finna fyrir fordómum. Óskar Dýrmundur Ólafsson, hverfisstjóri í Breiðholti.Óskar Dýrmundur Ólafsson, hverfisstjóri í Breiðholti, segir flókið að koma með skýringar á hvers vegna munurinn sé svo mikill á milli hverfa í Reykjavík. „Ég held að þetta sé einhver birtingarmynd einhvers sem á sér ansi flóknar skýringar. Þetta getur tengst alls konar þáttum eins og félagsgerð, menntunarstigi og efnahag. Líka sögu, þegar þessar félagslegu íbúðir eru byggðar í Breiðholtinu í stórum stíl þá skilur það eftir sig arfleifð sem var ekki eins mikið um annars staðar,“ segir Óskar. „Það hafa öll hverfi í höfuðborginni gengið í gegnum svoleiðis, líka þegar verkamannabústaðirnir voru byggðir vestur í bæ.“ Hann segir Breiðholtið hafa gengið í gegnum gríðarlegar breytingar á síðustu árum. „Þetta er sambærilegt því þegar hverfið var að byggjast upp. Ég ólst hérna upp og man þegar krakkar alls staðar að af landinu hittust hér, nú er þetta fólk alls staðar að úr heiminum. Það er kannski eðlilegt að það séu einhverjir vaxtarverkir sem fylgja því.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Meira en helmingur leigjenda Félagsbústaða í Breiðholti, Árbæ og Grafarvogi segist finna fyrir fordómum frá öðru fólki í samfélaginu, staðan er hins vegar önnur hjá leigjendum í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem minna en þriðjungur segist finna fyrir fordómum. Þetta kemur fram í þjónustukönnun sem MMR gerði fyrir Félagsbústaði í Reykjavík í byrjun desember, alls var haft samband við 749 leigjendur og var svarhlutfallið tæplega 43 prósent.Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða.Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, segir engar einfaldar skýringar að baki þessum tölum. „Það kann að eima eftir af gömlum fordómum um að það felist í því einhver ölmusa að leigja húsnæði sem er í eigu sveitarfélags og það litið hornauga. Það er auðvitað bara þannig að aðstæður fólks eru misjafnar og ekki allir sem hafa tök á að eignast húsnæði eða leigja á almennum markaði.“ Segir hún það vilja Félagsbústaða að greina betur hvað það er sem liggur að baki þessari tilfinningu stórs hóps leigjenda . Stærsti hópurinn sem kveðst finna fyrir fordómum í samfélaginu eru einstaklingar með tvö eða fleiri börn, aðeins fjórðungur þeirra kveðst ekki finna fyrir fordómum. Í Breiðholti mælist mun meiri óánægja með nánast alla þætti þjónustu Félagsbústaða. Til dæmis er þar að finna mestu óánægjuna með viðhaldsþjónustu og leiguverð. 59 prósent leigjenda í Breiðholti segjast finna fyrir fordómum í samfélaginu, talan er lægri í öðrum hverfum og minnst í Vesturbænum þar sem 28 prósent segjast finna fyrir fordómum. Óskar Dýrmundur Ólafsson, hverfisstjóri í Breiðholti.Óskar Dýrmundur Ólafsson, hverfisstjóri í Breiðholti, segir flókið að koma með skýringar á hvers vegna munurinn sé svo mikill á milli hverfa í Reykjavík. „Ég held að þetta sé einhver birtingarmynd einhvers sem á sér ansi flóknar skýringar. Þetta getur tengst alls konar þáttum eins og félagsgerð, menntunarstigi og efnahag. Líka sögu, þegar þessar félagslegu íbúðir eru byggðar í Breiðholtinu í stórum stíl þá skilur það eftir sig arfleifð sem var ekki eins mikið um annars staðar,“ segir Óskar. „Það hafa öll hverfi í höfuðborginni gengið í gegnum svoleiðis, líka þegar verkamannabústaðirnir voru byggðir vestur í bæ.“ Hann segir Breiðholtið hafa gengið í gegnum gríðarlegar breytingar á síðustu árum. „Þetta er sambærilegt því þegar hverfið var að byggjast upp. Ég ólst hérna upp og man þegar krakkar alls staðar að af landinu hittust hér, nú er þetta fólk alls staðar að úr heiminum. Það er kannski eðlilegt að það séu einhverjir vaxtarverkir sem fylgja því.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent