Formenn Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Grindavíkur og Verkalýðsfélags Akraness hafa allir fengið umboð frá sínum félagsmönnum til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Þetta kemur fram á mbl.is.
Forystumenn verkalýðsfélaganna fjögurra sem eru í samfloti og hafa vísað deilu sinni til ríkissáttasemjara eiga fund með Samtökum atvinnulífsins á morgun.
Eftir fundinn með SA á morgun stendur til að stéttarfélögin komi saman til fundar til ræða um hvort boða skuli til verkfalls.
