Faðir Gretu Thunberg: „Hún er hamingjusöm, en ég hef áhyggjur“ Atli Ísleifsson skrifar 30. desember 2019 09:09 Svante Thunberg hefur fylgst dóttur sinni á ferð hennar um heiminn. Getty Svante Thunberg, faðir sænska loftslagsaðgerðasinnans Gretu Thunberg, segist hafa á sínum tíma talið það vera „slæma hugmynd“ að dóttir sín yrði í framlínu baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Hann segir baráttuna hafa aðstoðað Gretu í glímu hennar gegn þunglyndi. Þetta segir Svante Thunberg í samtali við breska ríkisútvarpið BBC. Ljóst má vera að barátta Gretu Thunberg hafi veitt milljónum manna innblástur og haft mikil áhrif á viðhorf fólks til umhverfis- og loftslagsmála. Svante segist þó „ekki hafa verið þess fylgjandi“ að dóttir sín hafi skrópað í skóla í tengslum við loftslagsverkföll sín sem hófust í Stokkhólmi á síðasta ári. Hún sé þó miklu hamingjusamari eftir að barátta hennar hófst. Hann hafi þó áhyggjur af því „hatri“ sem hún standi frammi fyrir. Attenborough veitir innblástur Rætt var við föður Gretu í þættinum Today á Radio 4 – þætti sem Greta tók sjálf þátt í að ritstýra. Þar er einnig rætt við sjónvarpsmanninn Sir David Attenborough þar sem hann segir Gretu hafa „vakið heiminn“ þegar komi að loftslagsmálum. Greta Thunberg.Getty Í þættinum ræða þau Attenborough og Greta Thunberg saman á Skype þar sem hún tjáir honum að þættir hans hafi meðal annars veitt henni innblástur til að gerast aðgerðasinni. Á móti segir Attenborough að Greta hafi náð slíkum árangri sem margir sem hafi barist fyrir í áratugi hafi ekki. Þá sé barátta Gretu eina ástæða þess að loftslagsmál hafi komist á dagskrá í kosningabaráttunni í Bretlandi fyrr í mánuðinum. Barátta Gretu við þunglyndi Í þættinum ræðir Svante Thunberg að Greta hafi glímt við þunglyndi í þrjú eða fjögur ár áður en hún hóf loftslagsverkföll sín. „Hún hætti að tala, hún hætti að fara í skólann,“ segir faðir hinnar sextán ára Gretu. Þá hafi foreldrar Gretu staðið frammi fyrir þeirri martröð foreldris að barnið hafi neitað að borða. Svante hafi þá ákveðið að verja meiri tíma með Gretu og yngri systur hennar, Beata, á heimili þeirra í Stokkhólmi til að hjálpa dóttur sinni að líða betur. Móðir Gretu, Malena Ernman, hafi sömuleiðis sagt upp samningum til að fjölskyldan gæti varið meiri tíma saman. Ernman starfar sem söngkona og hefur meðal annars verið fulltrúi Svíþjóðar í lokakeppni Eurovision. Hættu að fljúga og gerðist vegan Svante segir að Greta hafi á sínum tíma sakað foreldra sína um hræsni, þar sem þau hafi talað fyrir mannréttindum en á sama tíma ekki tekið loftslagsvandann alvarlega. „Mannréttindi hverra eruð þið að tala fyrir,“ á Greta hafa spurt foreldra sína. Greta hafi hins vegar fengið orku af því að sjá foreldra sína breyta hegðun sína og nálgun sinni þegar kom að umhverfis- og loftslagsmálum. Þannig hafi móðir hennar hætt að fljúga og faðir hennar orðið vegan. Greta Thunberg fékk far með áströlskum samfélagsmiðlastjörnum til Evrópu frá Norður-Ameríku í nóvember.Getty Gerði þetta til að bjarga barninu sínu Svante Thunberg hefur ferðast með dóttur sinni til Norður-Ameríku og Spánar þar sem þau sóttu meðal annars loftslagsfundi og ráðstefnur á vegum Sameinuðu þjóðanna. Hafa þau siglt heimsálfa á milli þar sem Greta neitar að fljúga vegna útblásturs af völdum flugsamgangna. „Ég gerði þetta allt. Ég vissi að þetta væri rétti hluturinn til að gera. En ég gerði þetta ekki til að bjarga loftslaginu, heldur til að bjarga barninu mínu. Ég á tvær dætur og í sannleika sagt eru þær það eina sem skipti mig máli. Ég vil bara að þær séu hamingjusamar.“ Svante Thunberg heldur áfram og segir að Greta hafi breyst og orðið „mjög hamingjusöm“ vegna baráttunnar. „Fólk heldur að hún sé ekki venjuleg þar sem hún er sérstök, og hún er mjög fræg og allt það. En í mínum huga er hún venjulegt barn – hún getur gert allt það sem annað fólk getur. Hún dansar um, hlær mikið og við skemmtum okkur mjög vel. Og hún er á góðum stað.“ Hann segir þó að dóttir sín hafi þurft að þola mikið hatur á netinu. Mikið sé um falsfréttir, alls konar sem fólk reyni að ljúga upp á hana og það leiði af sér hatur. Hann segir dóttur sína þó takast vel á við gagnrýni. „Í sannleika sagt þá veit ég ekki hvernig hún fer að þessu, en hún hlær mikið að þessu. Henni finnst það sprenghlægilegt.“ Loftslagsmál Svíþjóð Tengdar fréttir Greta Thunberg er manneskja ársins Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg er manneskja ársins hjá bandaríska blaðinu Time. 11. desember 2019 13:09 Greta Thunberg komin til Evrópu Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg er komin til portúgölsku höfuðborgarinnar Lissabon eftir um þriggja vikna siglingu frá Ameríku. 3. desember 2019 12:55 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Svante Thunberg, faðir sænska loftslagsaðgerðasinnans Gretu Thunberg, segist hafa á sínum tíma talið það vera „slæma hugmynd“ að dóttir sín yrði í framlínu baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Hann segir baráttuna hafa aðstoðað Gretu í glímu hennar gegn þunglyndi. Þetta segir Svante Thunberg í samtali við breska ríkisútvarpið BBC. Ljóst má vera að barátta Gretu Thunberg hafi veitt milljónum manna innblástur og haft mikil áhrif á viðhorf fólks til umhverfis- og loftslagsmála. Svante segist þó „ekki hafa verið þess fylgjandi“ að dóttir sín hafi skrópað í skóla í tengslum við loftslagsverkföll sín sem hófust í Stokkhólmi á síðasta ári. Hún sé þó miklu hamingjusamari eftir að barátta hennar hófst. Hann hafi þó áhyggjur af því „hatri“ sem hún standi frammi fyrir. Attenborough veitir innblástur Rætt var við föður Gretu í þættinum Today á Radio 4 – þætti sem Greta tók sjálf þátt í að ritstýra. Þar er einnig rætt við sjónvarpsmanninn Sir David Attenborough þar sem hann segir Gretu hafa „vakið heiminn“ þegar komi að loftslagsmálum. Greta Thunberg.Getty Í þættinum ræða þau Attenborough og Greta Thunberg saman á Skype þar sem hún tjáir honum að þættir hans hafi meðal annars veitt henni innblástur til að gerast aðgerðasinni. Á móti segir Attenborough að Greta hafi náð slíkum árangri sem margir sem hafi barist fyrir í áratugi hafi ekki. Þá sé barátta Gretu eina ástæða þess að loftslagsmál hafi komist á dagskrá í kosningabaráttunni í Bretlandi fyrr í mánuðinum. Barátta Gretu við þunglyndi Í þættinum ræðir Svante Thunberg að Greta hafi glímt við þunglyndi í þrjú eða fjögur ár áður en hún hóf loftslagsverkföll sín. „Hún hætti að tala, hún hætti að fara í skólann,“ segir faðir hinnar sextán ára Gretu. Þá hafi foreldrar Gretu staðið frammi fyrir þeirri martröð foreldris að barnið hafi neitað að borða. Svante hafi þá ákveðið að verja meiri tíma með Gretu og yngri systur hennar, Beata, á heimili þeirra í Stokkhólmi til að hjálpa dóttur sinni að líða betur. Móðir Gretu, Malena Ernman, hafi sömuleiðis sagt upp samningum til að fjölskyldan gæti varið meiri tíma saman. Ernman starfar sem söngkona og hefur meðal annars verið fulltrúi Svíþjóðar í lokakeppni Eurovision. Hættu að fljúga og gerðist vegan Svante segir að Greta hafi á sínum tíma sakað foreldra sína um hræsni, þar sem þau hafi talað fyrir mannréttindum en á sama tíma ekki tekið loftslagsvandann alvarlega. „Mannréttindi hverra eruð þið að tala fyrir,“ á Greta hafa spurt foreldra sína. Greta hafi hins vegar fengið orku af því að sjá foreldra sína breyta hegðun sína og nálgun sinni þegar kom að umhverfis- og loftslagsmálum. Þannig hafi móðir hennar hætt að fljúga og faðir hennar orðið vegan. Greta Thunberg fékk far með áströlskum samfélagsmiðlastjörnum til Evrópu frá Norður-Ameríku í nóvember.Getty Gerði þetta til að bjarga barninu sínu Svante Thunberg hefur ferðast með dóttur sinni til Norður-Ameríku og Spánar þar sem þau sóttu meðal annars loftslagsfundi og ráðstefnur á vegum Sameinuðu þjóðanna. Hafa þau siglt heimsálfa á milli þar sem Greta neitar að fljúga vegna útblásturs af völdum flugsamgangna. „Ég gerði þetta allt. Ég vissi að þetta væri rétti hluturinn til að gera. En ég gerði þetta ekki til að bjarga loftslaginu, heldur til að bjarga barninu mínu. Ég á tvær dætur og í sannleika sagt eru þær það eina sem skipti mig máli. Ég vil bara að þær séu hamingjusamar.“ Svante Thunberg heldur áfram og segir að Greta hafi breyst og orðið „mjög hamingjusöm“ vegna baráttunnar. „Fólk heldur að hún sé ekki venjuleg þar sem hún er sérstök, og hún er mjög fræg og allt það. En í mínum huga er hún venjulegt barn – hún getur gert allt það sem annað fólk getur. Hún dansar um, hlær mikið og við skemmtum okkur mjög vel. Og hún er á góðum stað.“ Hann segir þó að dóttir sín hafi þurft að þola mikið hatur á netinu. Mikið sé um falsfréttir, alls konar sem fólk reyni að ljúga upp á hana og það leiði af sér hatur. Hann segir dóttur sína þó takast vel á við gagnrýni. „Í sannleika sagt þá veit ég ekki hvernig hún fer að þessu, en hún hlær mikið að þessu. Henni finnst það sprenghlægilegt.“
Loftslagsmál Svíþjóð Tengdar fréttir Greta Thunberg er manneskja ársins Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg er manneskja ársins hjá bandaríska blaðinu Time. 11. desember 2019 13:09 Greta Thunberg komin til Evrópu Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg er komin til portúgölsku höfuðborgarinnar Lissabon eftir um þriggja vikna siglingu frá Ameríku. 3. desember 2019 12:55 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Greta Thunberg er manneskja ársins Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg er manneskja ársins hjá bandaríska blaðinu Time. 11. desember 2019 13:09
Greta Thunberg komin til Evrópu Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg er komin til portúgölsku höfuðborgarinnar Lissabon eftir um þriggja vikna siglingu frá Ameríku. 3. desember 2019 12:55