Erlent

Þrír alvarlega slasaðir eftir að kappakstursbíll keyrði inn í áhorfendahóp

Sylvía Hall skrifar
Rimbo er staðsett norður af Stokkhólmi. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Rimbo er staðsett norður af Stokkhólmi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Áhorfendur á kappaksturskeppni slösuðust þegar bíll keyrði inn í áhorfendahópinn á Ticksta kappaksturssvæðinu fyrir utan Rimbo í Svíþjóð í dag. Tilkynning barst um slysið klukkan 15:41 að staðartíma. 

Í það minnsta fimm slösuðust en af þeim eru þrír taldir alvarlega slasaðir. Carina Skagerlind hjá lögreglunni í Stokkhólmi staðfesti í samtali við Aftonbladet að einn hefði verið fluttur á sjúkrahús með þyrlu. 

Slysið varð þegar bílarnir tóku af stað en tveir þeirra misstu stjórn eftir samstuð við aðra bíla og keyrðu út af. Annar þeirra náði að hægja á sér en hinn hafnaði í áhorfendahópnum með fyrrgreindum afleiðingum. 

Sjónarvottur segir atburðarásina hafa verið mjög hraða og hræðsla hafi gripið um sig meðal áhorfenda en á myndbandsupptöku á vef Aftonbladet má sjá hvernig bíllinn hafnar utan vegar og ekur í átt að hópnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×