Upphaflega stóð til að ráðstefnan færi fram í Santíagó, höfuðborg Chile, en fyrr í vikunni greindi forseti landsins að hætt hafi verið við að halda ráðstefnuna þar vegna mótmæla í landinu síðustu vikurnar.
Ráðstefnan fer fram dagana 2. til 13. desember.
Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg ætlaði að sækja ráðstefnuna en hún er sú stödd vestanhafs. Á Twitter-síðu sinni biður hún um aðstoð. „Það kemur í ljós að ég hef ferðast hálfa leið í kringum hnöttinn, í vitlausa átt:) Nú þar ég að finna leið til að komast yfir Atlantshaf í nóvember,“ segir Thunberg, en hún neitar að ferðast um í flugvélum vegna mengunar þeirra.
As #COP25 has officially been moved from Santiago to Madrid I’ll need some help.
It turns out I’ve traveled half around the world, the wrong way:)
Now I need to find a way to cross the Atlantic in November... If anyone could help me find transport I would be so grateful.
-> https://t.co/vFQQcLTh2U
— Greta Thunberg (@GretaThunberg) November 1, 2019