Að vanda var verðlaunaafhendingunni varpað beint út í ríkissjónvarpi Spánar enda safnast saman margar af stjörnum landsins að þessu tilefni.
Leikstjórinn Rúnar Rúnarsson vann þar verðlaun fyrir bestu leikstjórn fyrir kvikmyndina Bergmál.
Bergmál var í haust heimsfrumsýnd í aðalkeppni alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Locarno í Sviss og hlot þar aðalverðlun dómnefndar ungafólksins.
Sena sér um dreifingu á Íslandi og fer Bergmál í almennar sýningar 20. nóvember.