Tólf umsækjendur sóttu um embætti forstjóra Umhverfisstofnunar.
Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins en umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsti embættið laust til umsóknar þann 12. október síðastliðinn. Nýr forstjóri mun taka við starfinu af Kristínu Lindu Árnadóttur sem nýverið var skipuð nýr aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar.
Umsækjendur eru:
-
- Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir, verkefnisstjóri
- Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir, sviðsstjóri
- Hlynur Sigursveinsson, fv. sviðsstjóri
- Hörður Valdimar Haraldsson, framtíðarfræðingur
- Jóna Bjarnadóttir, forstöðumaður
- Kristján Geirsson, verkefnisstjóri
- Kristján Sverrisson, forstjóri
- Magnús Rannver Rafnsson, verkfræðingur
- Maríanna Hugrún Helgadóttir, framkvæmdastjóri
- Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri
- Soffía Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri
- Svavar Halldórsson, sjálfstæður markaðsráðgjafi
Umsóknarfrestur var til 28. október sl. Mun valnefnd meta hæfni og hæfi umsækjenda og skila greinargerð til umhverfis- og auðlindaráðherra.