Íbúar miðborgarinnar jákvæðir í garð ferðamanna Birgir Olgeirsson skrifar 28. ágúst 2019 12:46 Á heildina litið hefur viðhorfið verið fremur jákvætt undanfarin misseri samkvæmt könnun Maskínu fyrir Höfuðborgarstofu. FBL/Valli Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru jákvæðari nú í garð ferðamanna og ferðaþjónustu samanborið við síðustu tvö ár. Á heildina litið hefur viðhorfið verið fremur jákvætt undanfarin misseri samkvæmt könnun Maskínu fyrir Höfuðborgarstofu. Í svörum alls staðar á höfuðborgarsvæðinu eru jákvæðar hliðar ferðaþjónustu taldar vega þyngra en neikvæðar hliðar hennar. Karlmenn eru heldur jákvæðari en konur. Könnunin var nú gerð í fimmta sinn og var lögð fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu dagana 3. til 28. maí. Tilgangurinn er að fylgjast með þolmörkum íbúa gagnvart ferðamönnum og ferðaþjónustu og eru niðurstöðurnar taldar endurspegla viðhorf íbúa höfuðborgarsvæðisins ágætlega. Svarendur að þessu sinni voru alls 2.392. Í könnuninni er spurt út í ýmsa þætti svo sem ónæði, heimagistingu, gestrisni, fjölda ferðamanna í miðborginni og fleira. Í niðurstöðunum kemur meðal annars fram að íbúar í miðborg Reykjavíkur verði meira varir við ónæði af hálfu heimagistingar við heimili sitt en íbúar annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir það eru íbúar miðborgarinnar almennt jákvæðir í garð ferðamanna þegar á heildina er litið. Íbúar þessa borgarhverfis eru jafnframt örlítið jákvæðari nú en á síðustu tveimur árum, þó það sé ekki marktækur munur. Meirihluti svarenda telur fjölda ferðamanna í miðborg Reykjavíkur vera hæfilegan og eru fleiri þeirrar skoðunar nú en á síðustu árum. Sé einungis litið á svör íbúa miðborgarinnar telja rúmlega 70% að fjöldi ferðamanna sé hæfilegur yfir vetrarmánuðina en tæplega 62% telja hann hæfilegan yfir sumarmánuðina. Rúmlega 36% íbúa miðborgarinnar telja að fjöldinn yfir sumarmánuðina sé of mikill eða allt of mikill en á móti telja á milli 13% og 14% að hann sé of eða allt of lítill yfir vetrarmánuðina. Meirihluti svarenda, eða tæplega 58%, telur að verslun á höfuðborgarsvæðinu hafi eflst með auknum fjölda ferðamanna en færri eru þó þeirrar skoðunar nú en áður. Á milli 64% og 65% telja að framboð afþreyingar á höfuðborgarsvæðinu hafi aukist með auknum fjölda ferðamanna og rétt yfir 40% telja að lífsgæði í sínu nærumhverfi hafi batnað nokkuð eða mikið með auknum fjölda ferðamanna. Rúmlega 53% telja íbúa á höfuðborgarsvæðinu mjög eða fremur gestrisna gagnvart erlendum ferðamönnum en tæplega 8% telja að íbúar séu fremur eða mjög ógestrisnir. Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru jákvæðari nú í garð ferðamanna og ferðaþjónustu samanborið við síðustu tvö ár. Á heildina litið hefur viðhorfið verið fremur jákvætt undanfarin misseri samkvæmt könnun Maskínu fyrir Höfuðborgarstofu. Í svörum alls staðar á höfuðborgarsvæðinu eru jákvæðar hliðar ferðaþjónustu taldar vega þyngra en neikvæðar hliðar hennar. Karlmenn eru heldur jákvæðari en konur. Könnunin var nú gerð í fimmta sinn og var lögð fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu dagana 3. til 28. maí. Tilgangurinn er að fylgjast með þolmörkum íbúa gagnvart ferðamönnum og ferðaþjónustu og eru niðurstöðurnar taldar endurspegla viðhorf íbúa höfuðborgarsvæðisins ágætlega. Svarendur að þessu sinni voru alls 2.392. Í könnuninni er spurt út í ýmsa þætti svo sem ónæði, heimagistingu, gestrisni, fjölda ferðamanna í miðborginni og fleira. Í niðurstöðunum kemur meðal annars fram að íbúar í miðborg Reykjavíkur verði meira varir við ónæði af hálfu heimagistingar við heimili sitt en íbúar annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir það eru íbúar miðborgarinnar almennt jákvæðir í garð ferðamanna þegar á heildina er litið. Íbúar þessa borgarhverfis eru jafnframt örlítið jákvæðari nú en á síðustu tveimur árum, þó það sé ekki marktækur munur. Meirihluti svarenda telur fjölda ferðamanna í miðborg Reykjavíkur vera hæfilegan og eru fleiri þeirrar skoðunar nú en á síðustu árum. Sé einungis litið á svör íbúa miðborgarinnar telja rúmlega 70% að fjöldi ferðamanna sé hæfilegur yfir vetrarmánuðina en tæplega 62% telja hann hæfilegan yfir sumarmánuðina. Rúmlega 36% íbúa miðborgarinnar telja að fjöldinn yfir sumarmánuðina sé of mikill eða allt of mikill en á móti telja á milli 13% og 14% að hann sé of eða allt of lítill yfir vetrarmánuðina. Meirihluti svarenda, eða tæplega 58%, telur að verslun á höfuðborgarsvæðinu hafi eflst með auknum fjölda ferðamanna en færri eru þó þeirrar skoðunar nú en áður. Á milli 64% og 65% telja að framboð afþreyingar á höfuðborgarsvæðinu hafi aukist með auknum fjölda ferðamanna og rétt yfir 40% telja að lífsgæði í sínu nærumhverfi hafi batnað nokkuð eða mikið með auknum fjölda ferðamanna. Rúmlega 53% telja íbúa á höfuðborgarsvæðinu mjög eða fremur gestrisna gagnvart erlendum ferðamönnum en tæplega 8% telja að íbúar séu fremur eða mjög ógestrisnir.
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira