Innlent

Settu nýtt met í áheitasöfnun

Birgir Olgeirsson skrifar
4.667 hlauparar á öllum aldri tóku þátt í þetta skiptið.
4.667 hlauparar á öllum aldri tóku þátt í þetta skiptið.
Áheitasöfnun fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka lauk á miðnætti en hlaupið fór fram síðastliðinn laugardag og tóku 14.667 hlauparar á öllum aldri þátt í þetta skiptið. Í tilkynningu frá Íslandsbanka kemur fram að alls söfnuðust 167.481.404 krónur en það er nýtt met og rúmum 10 milljónum meira en í fyrra þegar 156.926.358 kr. söfnuðust.

Íslandsbanki sem greiðir allan kostnað við söfnunina en enginn kostnaður er dreginn af söfnuðu fé sem allt rennur til íslenskra góðgerðafélaga.

„Þetta þýðir að frá árinu 2007 hafa safnast tæpar 990 milljónir til góðgerðarmála og að á næsta ári verður sú upphæð komin vel yfir einn milljarð króna. Við sem aðalsamstarfsaðilar hlaupsins erum virkilega stolt af þessu verkefni en þegar við fórum af stað með það fyrir 12 árum voru það einungis starfsmenn bankans sem voru að hlaupa til góðs. Í dag eru þetta mörg þúsund hlauparar og sögurnar á bak við þá sem drífa þetta áfram og fjölmargir heita á þá til að láta gott af sér leiða. Það er auðvitað frábært,“ er haft eftir Katrínu Þ. Jóhannsdóttur, verkefnastjóra Íslandsbanka, í tilkynningu um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×