Nýr loftslagshópur boðar róttækar aðgerðir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. ágúst 2019 13:00 Hópurinn mun hittast vikulega og ræða loftslagsmálin. Fréttablaðið/GVA Nýstofnaður loftslagshópur mun hittast vikulega til að leggja fram hvatningar og áskoranir til stjórnvalda og fyrirtækja. Talskona hópsins vill sjá sterkari framtíðarsýn stjórnvalda en hún segir forgangsröðun þeirra oft á tíðum ranga. Loftslagshópur á vegum Landverndar mun funda á hverjum þriðjudegi með það að markmiði að hvetja stjórnvöld til róttækari aðgerða í loftslagsmálum en nú liggur fyrir. Hópurinn byrjaði með umræðum á Facebook. „Og það var bara undiralda í samfélaginu og kominn tími til að kalla saman fólk og vera þrýstiafl til að knýja fram róttækar aðgerðir, hvort sem það eru stjórnvöld, fyrirtæki eða einstaklingar. Við erum fyrst og fremst að skoða hvaða aðgerðir er hægt að fara í því við erum með allar upplýsingar. Vísindin eru komin og við vitum í hvað stefnir og nú er það að skoða hvað stjórnvöld og fyrirtæki geta gert,“ sagði Eva H. Baldursdóttir, talskona loftslagshópsins. Hópurinn mun meðal annars leggja fram hvatningar og áskoranir til stjórnvalda og fyrirtækja. „Og svo ætlum við að reyna að hrista aðeins upp í þessu og fara í einhverjar aðgerðir,“ sagði Eva. Hún segir enn óljóst hversu róttækum aðgerðum hópurinn muni beita en að hennar sögn sýni sagan að árangursríkast er þegar fólk kemur saman og krefst breytinga. Þá segir hún forgangsröðun stjórnvalda oft ranga. Sem dæmi tekur hún uppbygginguna við Keflavíkurflugvöll. „Ef við ætlum að fara í fimmtíu prósent uppbyggingu á Leifstöð, hvað þýðir það eru þá ekki bara fleiri flugvélar að fara að koma sem knúnar eru áfram á jarðefnaeldsneyti. Er það stefnan okkar,“ sagði Eva. Hún myndi vilja sjá stjórnvöld banna jarðefnaeldsneyti. „Þar er mesta losun gróðurhúsalofttegunda og þetta er bara spurning um pólitíska ákvörðun,“ sagði Eva. Loftslagsmál Tengdar fréttir Loftslagshópur boðar alvöru aðgerðir Loftslagshópur á vegum Landverndar boðar aktivisma og alvöru aðgerðir til að hvetja stjórnvöld til mun róttækari aðgerða í loftslagsmálum en nú liggur fyrir, eins og það er orðað í yfirlýsingu á vegum hópsins sem send var á fjölmiðla í nótt. 28. ágúst 2019 08:54 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Nýstofnaður loftslagshópur mun hittast vikulega til að leggja fram hvatningar og áskoranir til stjórnvalda og fyrirtækja. Talskona hópsins vill sjá sterkari framtíðarsýn stjórnvalda en hún segir forgangsröðun þeirra oft á tíðum ranga. Loftslagshópur á vegum Landverndar mun funda á hverjum þriðjudegi með það að markmiði að hvetja stjórnvöld til róttækari aðgerða í loftslagsmálum en nú liggur fyrir. Hópurinn byrjaði með umræðum á Facebook. „Og það var bara undiralda í samfélaginu og kominn tími til að kalla saman fólk og vera þrýstiafl til að knýja fram róttækar aðgerðir, hvort sem það eru stjórnvöld, fyrirtæki eða einstaklingar. Við erum fyrst og fremst að skoða hvaða aðgerðir er hægt að fara í því við erum með allar upplýsingar. Vísindin eru komin og við vitum í hvað stefnir og nú er það að skoða hvað stjórnvöld og fyrirtæki geta gert,“ sagði Eva H. Baldursdóttir, talskona loftslagshópsins. Hópurinn mun meðal annars leggja fram hvatningar og áskoranir til stjórnvalda og fyrirtækja. „Og svo ætlum við að reyna að hrista aðeins upp í þessu og fara í einhverjar aðgerðir,“ sagði Eva. Hún segir enn óljóst hversu róttækum aðgerðum hópurinn muni beita en að hennar sögn sýni sagan að árangursríkast er þegar fólk kemur saman og krefst breytinga. Þá segir hún forgangsröðun stjórnvalda oft ranga. Sem dæmi tekur hún uppbygginguna við Keflavíkurflugvöll. „Ef við ætlum að fara í fimmtíu prósent uppbyggingu á Leifstöð, hvað þýðir það eru þá ekki bara fleiri flugvélar að fara að koma sem knúnar eru áfram á jarðefnaeldsneyti. Er það stefnan okkar,“ sagði Eva. Hún myndi vilja sjá stjórnvöld banna jarðefnaeldsneyti. „Þar er mesta losun gróðurhúsalofttegunda og þetta er bara spurning um pólitíska ákvörðun,“ sagði Eva.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Loftslagshópur boðar alvöru aðgerðir Loftslagshópur á vegum Landverndar boðar aktivisma og alvöru aðgerðir til að hvetja stjórnvöld til mun róttækari aðgerða í loftslagsmálum en nú liggur fyrir, eins og það er orðað í yfirlýsingu á vegum hópsins sem send var á fjölmiðla í nótt. 28. ágúst 2019 08:54 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Loftslagshópur boðar alvöru aðgerðir Loftslagshópur á vegum Landverndar boðar aktivisma og alvöru aðgerðir til að hvetja stjórnvöld til mun róttækari aðgerða í loftslagsmálum en nú liggur fyrir, eins og það er orðað í yfirlýsingu á vegum hópsins sem send var á fjölmiðla í nótt. 28. ágúst 2019 08:54