Innlent

Alþingi kemur saman í dag

Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar
Alþingi Íslendinga kemur saman í dag.
Alþingi Íslendinga kemur saman í dag. Fréttablaðið/Ernir
Alþingi kemur saman í dag til þess að ræða þingsályktunartillögur og frumvörp tengd þriðja orkupakkanum og breytingu á raforkulögum. Stefnt er að því að klára umræðuna í dag.

Á morgun verða lögð fram frumvörp um breytingar á raforkulögum ásamt frumvarpi um breytingar á lögum um tekjuskatt og staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur.

Á mánudag fara fram atkvæðagreiðslur um öll þau mál sem tekin verða fyrir í dag og á morgun. Að atkvæðagreiðslu lokinni fara málin í þriðju umræðu og í kjölfarið í atkvæðagreiðslu.

Fundirnir næstu daga eru hluti af svokölluðum þingstubbi, en samkomulag um þinglok náðist 18. júní eftir langar umræður um þriðja orkupakkann.

Eftir atkvæðagreiðslurnar verður þingi frestað að nýju en nýtt þing kemur saman 10. september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×