Viðskipti innlent

Curio fékk ný­­sköpunar­verð­­laun Ís­lands 2019

Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa
Elliði Hreinsson, framkvæmdarstjóri Curio.
Elliði Hreinsson, framkvæmdarstjóri Curio. stöð 2
Fyrirtækið Curio vann í kvöld nýsköpunarverðlaun Íslands 2019 á Grand hótel. Verðlaunin eru veitt af Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins,  Rannís, Íslandsstofu og Nýsköpunarmiðstöð.

Nú að þessu sinni var það Curio sem hlaut verðlaunin. Curio hefur stækkað ört síðustu tíu árin en árið 2008 var aðeins einn starfsmaður hjá fyrirtækinu en nú er fyrirtækið með starfsemi bæði á Húsavík og Hafnarfirði.

„Curio er hátækni fyrirtæki sem framleiðir vélar fyrir fiskvinnslu; flökunarvélar, hausunarvélar og roðflettivélar; ásamt því að vera að þróa ýmsar nýjar vélar,“ segir Elliði Hreinsson, framkvæmdarstjóri Curio.

 

Ein vélanna sem Curio framleiðir er svokölluð klumbuskurðvél en Elliði segir hana vera fyrir fisk sem er með klumbubein sem jafnvel hefur verið frystur úti á sjó. Fiskurinn er tölvumældur og svo skorinn samkvæmt mælingunum á mikilli ferð.

Yfirskrift Nýsköpunarþingsins í ár er sjálfbærni en Huld Magnúsdóttir, framkvæmdarstjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins segir ástæðuna meðal annars þá að ákall hafi orðið í samfélaginu eftir sjálfbærni.

„Það er ákveðið ákall í samfélaginu um sjálfbærni, um loftslagsmál, um grænar lausnir, hringrásarhagkerfi og svo framvegis. Við sjáum það alls staðrar í samfélaginu, það eru mótmæli og fólk er að kalla eftir þessu og við vildum vinna með það,“ segir Huld Magnúsdóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×