Nema á brott 1090 reglugerðir og 16 lagabálka Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. október 2019 11:19 Kristján Þór Júlíusson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir kynntu aðgerðir um einföldun regluverks í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu í morgun. Vísir/Sigurjón Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra felldi í dag hátt í ellefu hundruð reglugerðir úr gildi. Þá hyggst ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra afnema sextán lagabálka. Aðgerðirnar eru liður í stóru verkefni um einföldun regluverksins. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra, kynna aðgerðaráætlun um einföldun regluverks á blaðamannafundi í morgun. Þar voru kynntar umfangsmiklar aðgerðir sem eru mis langt á veg komnar sem heyra undir málefnasvið ráðherranna tveggja. „Við erum bæði að fella niður reglugerðir sem hafa af einhverjum ástæðum bara fests og verið til og þjóna ekki neinum tilgangi. Í annan stað erum við líka að sameina reglugerðir með það að meginmarkmiði að einfalda tilveru fólks og fyrirtækja og svo erum við sömuleiðis að vinna að undirbúningi þess að taka til í lagasafninu,” segir Kristján Þór.Hér heldur Kristján Þór á bunka þeirra 1090 reglugerðar sem nú hafa verið felldar úr gildi.Sjálfur felldi hann 1090 reglugerðir úr gildi á blaðamannafundinum í morgun. Endurmat á eftirlitsreglum og einföldun í því sambandi er jafnframt liður í aðgerðunum. Kristján Þór kveðst ekki óttast að gengið verði of langt í þeim efnum. „Ég held að íslensk stjórnsýsla sé ekki þekkt af því að vera með of mikið frjálsræði, ég held að það sé miklu fremur í hina áttina og það er bara kominn tími til. Enda er kveðið á um það í stjórnarsáttmála þessarar ríkisstjórnar að það er kominn tími til að gera skurk í þessum efnum,” segir Kristján Þór.Mörg hundruð hindranir til staðar Þá hefur Þórdís Kolbrún lagt fram frumvarp um breytingar á ýmsum lögum til einföldunar regluverks sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda. „Við erum í bandorminum annars vegar að leggja til að ákveðin leyfi verði felld brott, iðnaðarleyfi, ákveðin leyfi varðindi verslunar-, atvinnu og leyfi til sölu notaðra bifreiða. Og svo erum við sömuleiðis að fella á brott sextán lagabálka. Og þetta er í rauninni bara fyrsta skref, þessi bandormur og við erum síðan til hliðar við það með alls konar fleiri aðgerðir,” segir Þórdís Kolbrún. Þá er svokallað OECD-verkefni vel á veg komið en það miðar meðal annars að því að ryðja ákveðnum hindrunum úr vegi. „Það kemur í ljós að það eru mörg mörg hundruð hindranir, nú erum við að greina hvaða hindranir eru þar af ástæðu. Auðvitað viljum við vera með ákveðin skilyrði og kröfur til að viðhalda gæðum og öryggi og öllu því, en hvað af þessu er hægt að fella brott?” segir Þórdís. Hér að neðan má sjá upptöku af blaðamannafundinum. Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Nýsköpun Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Sjá meira
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra felldi í dag hátt í ellefu hundruð reglugerðir úr gildi. Þá hyggst ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra afnema sextán lagabálka. Aðgerðirnar eru liður í stóru verkefni um einföldun regluverksins. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra, kynna aðgerðaráætlun um einföldun regluverks á blaðamannafundi í morgun. Þar voru kynntar umfangsmiklar aðgerðir sem eru mis langt á veg komnar sem heyra undir málefnasvið ráðherranna tveggja. „Við erum bæði að fella niður reglugerðir sem hafa af einhverjum ástæðum bara fests og verið til og þjóna ekki neinum tilgangi. Í annan stað erum við líka að sameina reglugerðir með það að meginmarkmiði að einfalda tilveru fólks og fyrirtækja og svo erum við sömuleiðis að vinna að undirbúningi þess að taka til í lagasafninu,” segir Kristján Þór.Hér heldur Kristján Þór á bunka þeirra 1090 reglugerðar sem nú hafa verið felldar úr gildi.Sjálfur felldi hann 1090 reglugerðir úr gildi á blaðamannafundinum í morgun. Endurmat á eftirlitsreglum og einföldun í því sambandi er jafnframt liður í aðgerðunum. Kristján Þór kveðst ekki óttast að gengið verði of langt í þeim efnum. „Ég held að íslensk stjórnsýsla sé ekki þekkt af því að vera með of mikið frjálsræði, ég held að það sé miklu fremur í hina áttina og það er bara kominn tími til. Enda er kveðið á um það í stjórnarsáttmála þessarar ríkisstjórnar að það er kominn tími til að gera skurk í þessum efnum,” segir Kristján Þór.Mörg hundruð hindranir til staðar Þá hefur Þórdís Kolbrún lagt fram frumvarp um breytingar á ýmsum lögum til einföldunar regluverks sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda. „Við erum í bandorminum annars vegar að leggja til að ákveðin leyfi verði felld brott, iðnaðarleyfi, ákveðin leyfi varðindi verslunar-, atvinnu og leyfi til sölu notaðra bifreiða. Og svo erum við sömuleiðis að fella á brott sextán lagabálka. Og þetta er í rauninni bara fyrsta skref, þessi bandormur og við erum síðan til hliðar við það með alls konar fleiri aðgerðir,” segir Þórdís Kolbrún. Þá er svokallað OECD-verkefni vel á veg komið en það miðar meðal annars að því að ryðja ákveðnum hindrunum úr vegi. „Það kemur í ljós að það eru mörg mörg hundruð hindranir, nú erum við að greina hvaða hindranir eru þar af ástæðu. Auðvitað viljum við vera með ákveðin skilyrði og kröfur til að viðhalda gæðum og öryggi og öllu því, en hvað af þessu er hægt að fella brott?” segir Þórdís. Hér að neðan má sjá upptöku af blaðamannafundinum.
Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Nýsköpun Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Sjá meira