Fjölga fyrsta árs nemum við læknadeild Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. október 2019 10:51 Nemendurnir fimm hefja nám við læknadeild Háskóla Íslands á mánudag, þremur vikum á eftir samnemendum sínum á fyrsta ári. Vísir/vilhelm Sextíu nemendur munu komast inn í Læknadeild Háskóla Íslands haustið 2020 sem er fjölgun um sex frá því sem verið hefur undanfarin ár. Þeir 54 sem staðið hafa sig best á inntökuprófum í deildina hafa fengið inngöngu. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, skrifaði á dögunum undir breytingu á reglum um takmörkun á inntöku nemenda í tilteknar námsgreinar við Háskóla Íslands. Læknadeild hefur verið með inntökupróf um margra ára skeið og margir eru ævinlega um hituna. Í ár var áætlað að taka 54 nemendur inn í deildina eftir prófið, sem þreytt var í júní síðastliðnum. Tveir reyndust jafnir með nákvæmlega sömu einkunn í 54. sæti og hófu því 55 fyrsta árs nemar nám við læknadeild Háskóla Íslands nú í ágúst.Engilbert Sigurðsson, forseti læknadeildar Háskóla Íslands.Á haustmánuðum fann úrræðagóður nemandi reiknivillu í inntökuprófinu sem reyndist örlagarík fyrir fimm stúdenta. Reiknivillan sem uppgötvaðist varð til þess að fimm nemendur bættust í hópinn þremur vikum eftir að haustönn hófst. Nemendurnir fimm stóðu í þeirri trú að þeir hefðu ekki komist inn í læknisfræði þangað til að hringt var í þá og þeim boðin skólavist eftir að reiknivillan var staðfest.Sjá einnig: Grunsemdirnar vöknuðu við fyrsta tölvupóst „Þar með var hópurinn orðinn 60 manns, sem er nokkurn veginn sú tala sem við höfðum stefnt að að taka inn frá og með næsta ári. Þannig að það er eitthvað sem við ráðum alveg við,“ sagði Engilbert Sigurðsson, forseti læknadeildar HÍ, í viðtali við Vísi á dögunum. Sú breyting hefur sem sagt nú verið staðfest.Kári Ingason þurfti að þrýsta á prófsýningu þar sem hann uppgötvaði reiknivillu á prófinu.Vísir/vilhelmNokkur fjölgun hefur orðið á nýnemum við læknadeild undanfarna tvo áratugi. Fyrir aldamótin komust um tíma 36 nemendur inn í læknadeild eftir svokallaðan Clausus, próf sem fram fór á miðju fyrsta námsári. Árið 2002 var ákveðið að breyta fyrirkomulaginu og fóru fyrstu inntökuprófin í læknadeild fram að sumri sumarið 2003. Komust þá 48 í fyrsta skipti inn í námið. Þeim hefur svo fjölgað jafnt og þétt. Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Grunsemdirnar vöknuðu við fyrsta tölvupóst Kára Ingason grunaði strax að ekki væri allt með felldu þegar hann fékk niðurstöður úr inntökuprófi í læknadeild Háskóla Íslands, sem gáfu til kynna lakari frammistöðu en hann hafði búist við. Grunsemdir Kára reyndust á rökum reistar – hann fann að endingu reiknivilluna umtöluðu sem fleytti fimm nýnemum inn í deildina. 19. september 2019 09:00 Fann afdrifaríka reiknivillu á prófsýningu inntökuprófa í læknisfræði Reiknivilla, sem uppgötvaðist við prófsýningu á inntökuprófum í læknisfræði við Háskóla Íslands í vikunni, varð til þess að fimm einstaklingar bætast á mánudag við hóp nýnema við læknadeild skólans, þremur vikum eftir að önnin hófst. 7. september 2019 14:30 Árni var fórnarlamb Excel-villu læknadeildar: „Fannst mér hafa gengið betur“ Árni var búinn að gefa upp alla von um að komast inn í læknisfræðina að sinni eftir að honum var tilkynnt fyrr í sumar að hann hafi ekki hlotið náð deildarinnar. Hann var búinn að nema lögfræði við HÍ í tvær vikur þegar hann fékk símtalið afdrifaríka. 7. september 2019 18:01 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Sextíu nemendur munu komast inn í Læknadeild Háskóla Íslands haustið 2020 sem er fjölgun um sex frá því sem verið hefur undanfarin ár. Þeir 54 sem staðið hafa sig best á inntökuprófum í deildina hafa fengið inngöngu. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, skrifaði á dögunum undir breytingu á reglum um takmörkun á inntöku nemenda í tilteknar námsgreinar við Háskóla Íslands. Læknadeild hefur verið með inntökupróf um margra ára skeið og margir eru ævinlega um hituna. Í ár var áætlað að taka 54 nemendur inn í deildina eftir prófið, sem þreytt var í júní síðastliðnum. Tveir reyndust jafnir með nákvæmlega sömu einkunn í 54. sæti og hófu því 55 fyrsta árs nemar nám við læknadeild Háskóla Íslands nú í ágúst.Engilbert Sigurðsson, forseti læknadeildar Háskóla Íslands.Á haustmánuðum fann úrræðagóður nemandi reiknivillu í inntökuprófinu sem reyndist örlagarík fyrir fimm stúdenta. Reiknivillan sem uppgötvaðist varð til þess að fimm nemendur bættust í hópinn þremur vikum eftir að haustönn hófst. Nemendurnir fimm stóðu í þeirri trú að þeir hefðu ekki komist inn í læknisfræði þangað til að hringt var í þá og þeim boðin skólavist eftir að reiknivillan var staðfest.Sjá einnig: Grunsemdirnar vöknuðu við fyrsta tölvupóst „Þar með var hópurinn orðinn 60 manns, sem er nokkurn veginn sú tala sem við höfðum stefnt að að taka inn frá og með næsta ári. Þannig að það er eitthvað sem við ráðum alveg við,“ sagði Engilbert Sigurðsson, forseti læknadeildar HÍ, í viðtali við Vísi á dögunum. Sú breyting hefur sem sagt nú verið staðfest.Kári Ingason þurfti að þrýsta á prófsýningu þar sem hann uppgötvaði reiknivillu á prófinu.Vísir/vilhelmNokkur fjölgun hefur orðið á nýnemum við læknadeild undanfarna tvo áratugi. Fyrir aldamótin komust um tíma 36 nemendur inn í læknadeild eftir svokallaðan Clausus, próf sem fram fór á miðju fyrsta námsári. Árið 2002 var ákveðið að breyta fyrirkomulaginu og fóru fyrstu inntökuprófin í læknadeild fram að sumri sumarið 2003. Komust þá 48 í fyrsta skipti inn í námið. Þeim hefur svo fjölgað jafnt og þétt.
Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Grunsemdirnar vöknuðu við fyrsta tölvupóst Kára Ingason grunaði strax að ekki væri allt með felldu þegar hann fékk niðurstöður úr inntökuprófi í læknadeild Háskóla Íslands, sem gáfu til kynna lakari frammistöðu en hann hafði búist við. Grunsemdir Kára reyndust á rökum reistar – hann fann að endingu reiknivilluna umtöluðu sem fleytti fimm nýnemum inn í deildina. 19. september 2019 09:00 Fann afdrifaríka reiknivillu á prófsýningu inntökuprófa í læknisfræði Reiknivilla, sem uppgötvaðist við prófsýningu á inntökuprófum í læknisfræði við Háskóla Íslands í vikunni, varð til þess að fimm einstaklingar bætast á mánudag við hóp nýnema við læknadeild skólans, þremur vikum eftir að önnin hófst. 7. september 2019 14:30 Árni var fórnarlamb Excel-villu læknadeildar: „Fannst mér hafa gengið betur“ Árni var búinn að gefa upp alla von um að komast inn í læknisfræðina að sinni eftir að honum var tilkynnt fyrr í sumar að hann hafi ekki hlotið náð deildarinnar. Hann var búinn að nema lögfræði við HÍ í tvær vikur þegar hann fékk símtalið afdrifaríka. 7. september 2019 18:01 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Grunsemdirnar vöknuðu við fyrsta tölvupóst Kára Ingason grunaði strax að ekki væri allt með felldu þegar hann fékk niðurstöður úr inntökuprófi í læknadeild Háskóla Íslands, sem gáfu til kynna lakari frammistöðu en hann hafði búist við. Grunsemdir Kára reyndust á rökum reistar – hann fann að endingu reiknivilluna umtöluðu sem fleytti fimm nýnemum inn í deildina. 19. september 2019 09:00
Fann afdrifaríka reiknivillu á prófsýningu inntökuprófa í læknisfræði Reiknivilla, sem uppgötvaðist við prófsýningu á inntökuprófum í læknisfræði við Háskóla Íslands í vikunni, varð til þess að fimm einstaklingar bætast á mánudag við hóp nýnema við læknadeild skólans, þremur vikum eftir að önnin hófst. 7. september 2019 14:30
Árni var fórnarlamb Excel-villu læknadeildar: „Fannst mér hafa gengið betur“ Árni var búinn að gefa upp alla von um að komast inn í læknisfræðina að sinni eftir að honum var tilkynnt fyrr í sumar að hann hafi ekki hlotið náð deildarinnar. Hann var búinn að nema lögfræði við HÍ í tvær vikur þegar hann fékk símtalið afdrifaríka. 7. september 2019 18:01