Áfrýjunarheimild Samkeppniseftirlitsins afnumin Hörður Ægisson skrifar 21. október 2019 06:00 Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Fréttablaðið/Eyþór Heimild Samkeppniseftirlitsins til að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla, fyrirkomulag sem mjög hefur verið gagnrýnt af fulltrúum atvinnulífsins, verður afnumin samkvæmt nýju frumvarpi atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra þar sem boðaðar eru miklar breytingar á samkeppnislöggjöfinni. Þá verður fellt úr lögum það hlutverk eftirlitsins að veita undanþágu fyrir samstarfi fyrirtækja, meðal annars í því skyni að auka skilvirkni og hagræði fyrir atvinnulífið, heldur að þau meti þess í stað sjálf hvort skilyrði samkeppnislaga um samstarf sé fyrir hendi, líkt og er gert víða í Evrópu. Í frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur ráðherra, sem verður lagt fram í dag, mánudag, er einnig kveðið á um að heimild Samkeppniseftirlitsins til íhlutunar í starfsemi fyrirtækja, án þess að þau hafi gerst brotleg við samkeppnislög, verði felld út. Eftirlitið hefur ekki beitt þeirri heimild frá því að hún var tekin upp árið 2011 en í greinargerð með frumvarpinu segir að vegna þess hve almennt ákvæðið sé og beiting þess ófyrirsjáanleg megi halda því fram að það „skapi fyrirtækjum hér á landi ákveðna réttaróvissu“. Bent er á að samkeppnisyfirvöld í öðrum EES-ríkjum hafi almennt ekki jafn víðtækar valdheimildir. Í stuðningi sínum við undirritun lífskjarasamninga á almennum vinnumarkaði fyrr á árinu lýsti ríkisstjórnin því yfir að samkeppnislöggjöfin yrði endurskoðuð með það að markmiði að einfalda framkvæmd þeirra og auka skilvirkni. Samkvæmt frumvarpinu verða veltumörk tilkynningarskyldra samruna, sem hafa haldist óbreytt frá 2008, hækkuð nokkuð frá því sem nú er. Ef samanlögð ársvelta fyrirtækja sem vilja sameinast er þrír milljarðar eða að minnsta kosti tvö fyrirtækjanna hafa yfir 300 milljóna ársveltu hér á landi beri þeim þannig skylda til að tilkynna samrunann til eftirlitsins. Í dag miðast mörkin við annars vegar tvo milljarða og hins vegar 200 milljónir. Nái frumvarpið fram að ganga verða veltimörkin sem hlutfall af landsframleiðslu nokkuð hærri hér á landi en í Noregi, Danmörku og Svíþjóð sem þýðir að samrunar sem eru hlutfallslega stærri miðað við stærð íslenska hagkerfisins verða ekki tilkynningarskyldir borið saman við önnur ríki á Norðurlöndum.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.Vísir/vilhelmÞá er í frumvarpinu einnig lögð til sú breyting að forstjóri Samkeppniseftirlitsins verði ráðinn af stjórn til fimm ára í senn og aðeins verði hægt að ráða sama manninn tvisvar og er vísað til þess að fylgt sé sama fyrirkomulagi og í nýlega samþykktum lögum um Seðlabankann. Samkvæmt núgildandi lögum er forstjóri ráðinn af stjórn ótímabundið en í greinargerð með frumvarpinu er bent á að í tímabundinni skipun felist „ákveðið aðhald og endurnýjun sem nauðsynleg er í æðstu embættum ríkisins“. Ekki er talið að breytingarnar „muni á nokkurn hátt hafa áhrif á sjálfstæði stofnunarinnar“ og munu nýjar reglur ekki gilda afturvirkt og ná til núverandi forstjóra, Páls Gunnars Pálssonar, en hann hefur stýrt Samkeppniseftirlitinu frá árinu 2005. Í rökum fyrir því að afnema heimild Samkeppniseftirlitsins til að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla er bent á í greinargerð frumvarpsins að með því sé verið að tryggja réttaröryggissjónarmið og gæta að réttlátri málsmeðferð á lægra stjórnsýslustigi. Með núverandi fyrirkomulagi, sem var komið á 2011, sé „dregið úr þessari vernd auk þess sem málskotsheimild er til þess fallin að minnka vægi nefndarinnar þar sem lægra setta stjórnvaldið getur ávallt skotið úrskurði til dómstóla ef það er ekki sammála endurmati æðra setta stjórnvaldsins. Þá er einnig ljóst að heimildin getur orðið til þess að lengja málsmeðferð mála og valda þannig fyrirtækjum og Samkeppniseftirlitinu auknum kostnaði.“ Þá er markmiðið með þeirri breytingu sem lögð er til í frumvarpinu að það verði alfarið á ábyrgð fyrirtækjanna sjálfra að meta hvort lögbundin skilyrði eru fyrir samstarfi sagt það að „auka skilvirkni og hagræði fyrir atvinnulífið“. Þær kröfur sem nú séu gerðar geti leitt til tafa á afgreiðslu og að fyrirtæki veigri sér þá við því að fara þá leið að leita eftir undanþágu og verði þannig af þeim ábata sem af mögulegu samstarfi kann að leiða. Mikilvægt sé að atvinnulífið hafi „nægjanlegt svigrúm til að bregðast við aðstæðum hverju sinni“. Sú breyting á samkeppnislöggjöfinni er í samræmi við það sem kom fram í hvítbókinni um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið en þar sagði meðal annars að mikilvægt væri að fjármálafyrirtæki geti haft með sér ákveðið samstarf um sameiginlega innviði svo lengi sem það skerðir ekki samkeppni þar sem henni verður við komið. Birtist í Fréttablaðinu Samkeppnismál Mest lesið Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Viðskipti innlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Heimild Samkeppniseftirlitsins til að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla, fyrirkomulag sem mjög hefur verið gagnrýnt af fulltrúum atvinnulífsins, verður afnumin samkvæmt nýju frumvarpi atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra þar sem boðaðar eru miklar breytingar á samkeppnislöggjöfinni. Þá verður fellt úr lögum það hlutverk eftirlitsins að veita undanþágu fyrir samstarfi fyrirtækja, meðal annars í því skyni að auka skilvirkni og hagræði fyrir atvinnulífið, heldur að þau meti þess í stað sjálf hvort skilyrði samkeppnislaga um samstarf sé fyrir hendi, líkt og er gert víða í Evrópu. Í frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur ráðherra, sem verður lagt fram í dag, mánudag, er einnig kveðið á um að heimild Samkeppniseftirlitsins til íhlutunar í starfsemi fyrirtækja, án þess að þau hafi gerst brotleg við samkeppnislög, verði felld út. Eftirlitið hefur ekki beitt þeirri heimild frá því að hún var tekin upp árið 2011 en í greinargerð með frumvarpinu segir að vegna þess hve almennt ákvæðið sé og beiting þess ófyrirsjáanleg megi halda því fram að það „skapi fyrirtækjum hér á landi ákveðna réttaróvissu“. Bent er á að samkeppnisyfirvöld í öðrum EES-ríkjum hafi almennt ekki jafn víðtækar valdheimildir. Í stuðningi sínum við undirritun lífskjarasamninga á almennum vinnumarkaði fyrr á árinu lýsti ríkisstjórnin því yfir að samkeppnislöggjöfin yrði endurskoðuð með það að markmiði að einfalda framkvæmd þeirra og auka skilvirkni. Samkvæmt frumvarpinu verða veltumörk tilkynningarskyldra samruna, sem hafa haldist óbreytt frá 2008, hækkuð nokkuð frá því sem nú er. Ef samanlögð ársvelta fyrirtækja sem vilja sameinast er þrír milljarðar eða að minnsta kosti tvö fyrirtækjanna hafa yfir 300 milljóna ársveltu hér á landi beri þeim þannig skylda til að tilkynna samrunann til eftirlitsins. Í dag miðast mörkin við annars vegar tvo milljarða og hins vegar 200 milljónir. Nái frumvarpið fram að ganga verða veltimörkin sem hlutfall af landsframleiðslu nokkuð hærri hér á landi en í Noregi, Danmörku og Svíþjóð sem þýðir að samrunar sem eru hlutfallslega stærri miðað við stærð íslenska hagkerfisins verða ekki tilkynningarskyldir borið saman við önnur ríki á Norðurlöndum.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.Vísir/vilhelmÞá er í frumvarpinu einnig lögð til sú breyting að forstjóri Samkeppniseftirlitsins verði ráðinn af stjórn til fimm ára í senn og aðeins verði hægt að ráða sama manninn tvisvar og er vísað til þess að fylgt sé sama fyrirkomulagi og í nýlega samþykktum lögum um Seðlabankann. Samkvæmt núgildandi lögum er forstjóri ráðinn af stjórn ótímabundið en í greinargerð með frumvarpinu er bent á að í tímabundinni skipun felist „ákveðið aðhald og endurnýjun sem nauðsynleg er í æðstu embættum ríkisins“. Ekki er talið að breytingarnar „muni á nokkurn hátt hafa áhrif á sjálfstæði stofnunarinnar“ og munu nýjar reglur ekki gilda afturvirkt og ná til núverandi forstjóra, Páls Gunnars Pálssonar, en hann hefur stýrt Samkeppniseftirlitinu frá árinu 2005. Í rökum fyrir því að afnema heimild Samkeppniseftirlitsins til að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla er bent á í greinargerð frumvarpsins að með því sé verið að tryggja réttaröryggissjónarmið og gæta að réttlátri málsmeðferð á lægra stjórnsýslustigi. Með núverandi fyrirkomulagi, sem var komið á 2011, sé „dregið úr þessari vernd auk þess sem málskotsheimild er til þess fallin að minnka vægi nefndarinnar þar sem lægra setta stjórnvaldið getur ávallt skotið úrskurði til dómstóla ef það er ekki sammála endurmati æðra setta stjórnvaldsins. Þá er einnig ljóst að heimildin getur orðið til þess að lengja málsmeðferð mála og valda þannig fyrirtækjum og Samkeppniseftirlitinu auknum kostnaði.“ Þá er markmiðið með þeirri breytingu sem lögð er til í frumvarpinu að það verði alfarið á ábyrgð fyrirtækjanna sjálfra að meta hvort lögbundin skilyrði eru fyrir samstarfi sagt það að „auka skilvirkni og hagræði fyrir atvinnulífið“. Þær kröfur sem nú séu gerðar geti leitt til tafa á afgreiðslu og að fyrirtæki veigri sér þá við því að fara þá leið að leita eftir undanþágu og verði þannig af þeim ábata sem af mögulegu samstarfi kann að leiða. Mikilvægt sé að atvinnulífið hafi „nægjanlegt svigrúm til að bregðast við aðstæðum hverju sinni“. Sú breyting á samkeppnislöggjöfinni er í samræmi við það sem kom fram í hvítbókinni um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið en þar sagði meðal annars að mikilvægt væri að fjármálafyrirtæki geti haft með sér ákveðið samstarf um sameiginlega innviði svo lengi sem það skerðir ekki samkeppni þar sem henni verður við komið.
Birtist í Fréttablaðinu Samkeppnismál Mest lesið Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Viðskipti innlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira