Lokað en ekki vegna breytinga Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. janúar 2019 18:00 Óvissa er um framtíð Bílanausts og stefnir félagið að óbreyttu í gjaldþrot. Rekstur félagsins, sem á sér rúmlega hálfrar aldar sögu, hefur gengið illa um nokkurt skeið. Viðskiptabanki Bílanausts ákvað í gær að ganga að veðum sínum í félaginu fremur en að samþykkja tillögu núverandi hluthafa Bílanausts um skuldauppgjör. Þessi miði blasti við á hurðinni hjá Bílanausti í Dverghöfða í morgun: „Lokað vegna breytinga.“ Síðar kom í ljós að það var lokað en ekki vegna breytinga. Bílanaust sem sérhæfir sig í varahlutum fyrir bíla og sex verslanir í jafnmörgum sveitarfélögum. Starfsmönnum var tilkynnt á fundi í dag að félagið stefndi í þrot. Fjörutíu var sagt upp og þeir sendir heim. Jóhann Smári Jónbjarnarson, áhugamaður um bílaviðgerðir, ætlaði að kaupa rofa í Toyta Hilux sem hann er að gera upp en fór sneypuför í Dverghöfða. Hann segist dapur yfir örlögum fyrirtækisins. „Það er allt til hjá Bílanausti. Þannig að þetta kemur mikið að óvart. Mér fannst þessi verslun vera að ganga mjög vel en svo allt í einu er hún farin á hausinn,“ segir Jóhann Smári.„Þetta kemur mikið að óvart,“ segir Jóhann Smári sem ætlaði að kaupa rofa fyrir Toyota Hilux en kom að lokuðum dyrum.Reksturinn í járnum og verslun færst á netið Rekstur Bílanausts hefur verið í járnum í mörg ár. Á síðustu fimm árum hafa tekjur Bílanausts dregist saman um 35 prósent. Uppsafnað tap áranna 2012-2017 nam 300 milljónum króna. Verslun fyrir varahluti hefur færst að miklu leyti á netið eins og önnur verslun og þeir sem panta varahluti eru yfirleitt verkstæði eða þeir sem hafa þekkingu á bílviðgerðum. Ekki er útilokað að Bílanaust hafi tapað stórum hluta tekna sinna til erlendra vefverslana á síðustu árum. Eignarhaldsfélagið Efstastund á 100% hlutafjár í Bílanausti. Eigendur þess félags eru Coldrock Investments og systkinin Guðný Edda, Gunnar Þór Eggert Árni og og Halldór Páll Gíslabörn en sá síðastnefndi er framkvæmdastjóri Bílanausts. Eggert Árni, sem er stjórnarformaður Bílanausts, segir í tilkynningu til fjölmiðla að í ljós hafi komið í gær að viðskiptabanki Bílanausts taldi hagsmunum sínum betur borgið með að ganga að veðum sínum frekar en að ganga að tillögu eigenda félagsins um skuldauppgjör. Bankinn sem um ræðir er Arion banki. Eggert Árni hafnaði ósk fréttastofunnar um viðtal. Þá vildi hann ekki upplýsa í samtali til hvaða undirliggjandi veða hann væri að vísa í yfirlýsingunni. Þá vildi hann ekki heldur svara því hvort reynt yrði að semja við bankann að nýju. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur Arion banki ekki gengið að hlutabréfum í Bílanausti og því ekki tekið félagið yfir. Eftir því sem fréttastofa kemst næst kom Arion banki ekkert nálægt þeirri ákvörðun að loka Bílanausti heldur var það ákvörðun eigenda fyrirtækisins. Svo virðist sem eigendur Bílanausts og Arion banki hafi ekki náð saman um endurfjármögnun fyrirtækisins, eigendur hafi ekki viljað leggja því til nýtt hlutafé og því varð rekstrarstöðvun niðurstaðan. Að óbreyttu stefnir því í gjaldþrot Bílanausts. Ef félagið fer í þrot lýkur rekstrarsögu sem spannar 57 ár en félagið var stofnað árið 1962 af Matthíasi Helgasyni. Tengdar fréttir Starfsmenn Bílanausts sendir heim Verslunum Bílanaust hefur verið skellt í lás. 9. janúar 2019 11:00 Öll nótt úti fyrir Bílanaust Stjórnarformaður Bílanausts segir að það sé fullt djúpt í árinni tekið að tala um gjaldþrot fyrirtækisins. 9. janúar 2019 12:06 Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Óvissa er um framtíð Bílanausts og stefnir félagið að óbreyttu í gjaldþrot. Rekstur félagsins, sem á sér rúmlega hálfrar aldar sögu, hefur gengið illa um nokkurt skeið. Viðskiptabanki Bílanausts ákvað í gær að ganga að veðum sínum í félaginu fremur en að samþykkja tillögu núverandi hluthafa Bílanausts um skuldauppgjör. Þessi miði blasti við á hurðinni hjá Bílanausti í Dverghöfða í morgun: „Lokað vegna breytinga.“ Síðar kom í ljós að það var lokað en ekki vegna breytinga. Bílanaust sem sérhæfir sig í varahlutum fyrir bíla og sex verslanir í jafnmörgum sveitarfélögum. Starfsmönnum var tilkynnt á fundi í dag að félagið stefndi í þrot. Fjörutíu var sagt upp og þeir sendir heim. Jóhann Smári Jónbjarnarson, áhugamaður um bílaviðgerðir, ætlaði að kaupa rofa í Toyta Hilux sem hann er að gera upp en fór sneypuför í Dverghöfða. Hann segist dapur yfir örlögum fyrirtækisins. „Það er allt til hjá Bílanausti. Þannig að þetta kemur mikið að óvart. Mér fannst þessi verslun vera að ganga mjög vel en svo allt í einu er hún farin á hausinn,“ segir Jóhann Smári.„Þetta kemur mikið að óvart,“ segir Jóhann Smári sem ætlaði að kaupa rofa fyrir Toyota Hilux en kom að lokuðum dyrum.Reksturinn í járnum og verslun færst á netið Rekstur Bílanausts hefur verið í járnum í mörg ár. Á síðustu fimm árum hafa tekjur Bílanausts dregist saman um 35 prósent. Uppsafnað tap áranna 2012-2017 nam 300 milljónum króna. Verslun fyrir varahluti hefur færst að miklu leyti á netið eins og önnur verslun og þeir sem panta varahluti eru yfirleitt verkstæði eða þeir sem hafa þekkingu á bílviðgerðum. Ekki er útilokað að Bílanaust hafi tapað stórum hluta tekna sinna til erlendra vefverslana á síðustu árum. Eignarhaldsfélagið Efstastund á 100% hlutafjár í Bílanausti. Eigendur þess félags eru Coldrock Investments og systkinin Guðný Edda, Gunnar Þór Eggert Árni og og Halldór Páll Gíslabörn en sá síðastnefndi er framkvæmdastjóri Bílanausts. Eggert Árni, sem er stjórnarformaður Bílanausts, segir í tilkynningu til fjölmiðla að í ljós hafi komið í gær að viðskiptabanki Bílanausts taldi hagsmunum sínum betur borgið með að ganga að veðum sínum frekar en að ganga að tillögu eigenda félagsins um skuldauppgjör. Bankinn sem um ræðir er Arion banki. Eggert Árni hafnaði ósk fréttastofunnar um viðtal. Þá vildi hann ekki upplýsa í samtali til hvaða undirliggjandi veða hann væri að vísa í yfirlýsingunni. Þá vildi hann ekki heldur svara því hvort reynt yrði að semja við bankann að nýju. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur Arion banki ekki gengið að hlutabréfum í Bílanausti og því ekki tekið félagið yfir. Eftir því sem fréttastofa kemst næst kom Arion banki ekkert nálægt þeirri ákvörðun að loka Bílanausti heldur var það ákvörðun eigenda fyrirtækisins. Svo virðist sem eigendur Bílanausts og Arion banki hafi ekki náð saman um endurfjármögnun fyrirtækisins, eigendur hafi ekki viljað leggja því til nýtt hlutafé og því varð rekstrarstöðvun niðurstaðan. Að óbreyttu stefnir því í gjaldþrot Bílanausts. Ef félagið fer í þrot lýkur rekstrarsögu sem spannar 57 ár en félagið var stofnað árið 1962 af Matthíasi Helgasyni.
Tengdar fréttir Starfsmenn Bílanausts sendir heim Verslunum Bílanaust hefur verið skellt í lás. 9. janúar 2019 11:00 Öll nótt úti fyrir Bílanaust Stjórnarformaður Bílanausts segir að það sé fullt djúpt í árinni tekið að tala um gjaldþrot fyrirtækisins. 9. janúar 2019 12:06 Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Öll nótt úti fyrir Bílanaust Stjórnarformaður Bílanausts segir að það sé fullt djúpt í árinni tekið að tala um gjaldþrot fyrirtækisins. 9. janúar 2019 12:06