Indigo eignast hið minnsta 49 prósent í WOW Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. janúar 2019 15:43 Bill Franke stofnandi og aðaleigandi Indigo Partners og Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air. Vísir/samsett mynd Gangi kaup Indigo Partners í WOW Air eftir mun bandaríska fjárfestingafélagið eignast 49 prósent hlut í flugfélaginu. Fjárfesting Indigo er í formi láns til tíu ára með breytirétti í hlutafé, hafi fjárfestingafélagið í hyggju að nýta sér þann rétt gæti hlutur Indigo í WOW aukist. Þetta er meðal þess sem kemur fram í bréfi sem Skúli Mogensen, stofnandi WOW, sendi skuldabréfaeigendum í dag og nálgast má á tilkynningarsíðu flugfélagsins.Þar kemur jafnframt fram að „nákvæm upphæð fjárfestingarinnar“ muni ráðast af fjárþörf WOW meðan verið er að snúa rekstri flugfélagsins við. Það sé einbeittur vilji Indigo Partners að fjármagna WOW með fullnægjandi hætti meðan á þessu ferli stendur - „eins og þau hafa gert áður í öðrum árangursríkum fjárfestingum þeirra í fluggeiranum,“ áður en vísað er til flugfélaganna Wizz Air, Volaris og Frontier Airlines í þessu samhengi.Farsælast fyrir framtíðina Víkur Skúli þá sögunni að fyrrnefndu tíu ára láni og segir hann að vextir af láninu verði greiddir árlega, annað hvort peningum eða gegn PIK-skilmálum. (Payment In Kind). Höfuðstóll og áunnir vextir verði greiddir í lok lánstímans. Upphaflegur hlutur Indigo Partners í WOW verði 49 prósent, nema félagið hyggist nýta sér fyrrnefndan breytirétt. Þá gæti eignarhluturinn orðið meiri, en það ráðist af reglum um alþjóðlegt eignarhald. Þá standi enn yfir viðræður um hver staða skuldabréfaeiganda WOW skuli verða eftir endurskipulagninguna. Þannig komi til greina að breyta kröfum þeirra í hlutabréf í flugfélaginu, áður en Indigo ræðst í fjárfestingu sína. Skúli hnykkir að sama skapi á því sem fram kom í fyrri tilkyningunum. Ef af fjárfestingu Indigo á að verða þurfi skuldabréfaeigendur að samþykkja skilmálabreytingar á þeim bréfum sem þeir hafa keypt, auk þess sem þeir verða að falla frá gjaldfellingarákvæðum. Þá þurfa þeir einnig að gefa eftir tryggingar í formi hlutabréfa í WOW Air. Atkvæðagreiðsla skuldabréfaeiganda um tillögurnar lýkur 17. janúar og vinna við áreiðanleikakönnun stendur enn yfir. Að þessu sögðu er það mat Skúla og annarra hjá WOW að þetta sé besta leiðin til að tryggja hagsmuni flugfélagsins og aðstandenda þess til lengri tíma. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW hverfur aftur til fortíðar Um 350 manns var sagt upp störfum hjá WOW air í dag. Forstjóri segir aðgerðina hafa verið nauðsynlega til að einfalda reksturinn og hverfa aftur til sama rekstrarmódels og var notað árið 2016. Það þýðir engar breiðþotur, færri flugvélar og færri áfangastaðir. Skúli Mogensen segist hafa gert mistök og ætlað sér of mikið. 13. desember 2018 19:30 Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43 Taka lokahnykkinn í endurskipulagningu WOW air Við erum í miklum samskiptum við skuldabréfaeigendurna um þessar mundir og vinnum sameiginlega að ná því marki, segir Skúli Mogensen. 21. desember 2018 13:30 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Gangi kaup Indigo Partners í WOW Air eftir mun bandaríska fjárfestingafélagið eignast 49 prósent hlut í flugfélaginu. Fjárfesting Indigo er í formi láns til tíu ára með breytirétti í hlutafé, hafi fjárfestingafélagið í hyggju að nýta sér þann rétt gæti hlutur Indigo í WOW aukist. Þetta er meðal þess sem kemur fram í bréfi sem Skúli Mogensen, stofnandi WOW, sendi skuldabréfaeigendum í dag og nálgast má á tilkynningarsíðu flugfélagsins.Þar kemur jafnframt fram að „nákvæm upphæð fjárfestingarinnar“ muni ráðast af fjárþörf WOW meðan verið er að snúa rekstri flugfélagsins við. Það sé einbeittur vilji Indigo Partners að fjármagna WOW með fullnægjandi hætti meðan á þessu ferli stendur - „eins og þau hafa gert áður í öðrum árangursríkum fjárfestingum þeirra í fluggeiranum,“ áður en vísað er til flugfélaganna Wizz Air, Volaris og Frontier Airlines í þessu samhengi.Farsælast fyrir framtíðina Víkur Skúli þá sögunni að fyrrnefndu tíu ára láni og segir hann að vextir af láninu verði greiddir árlega, annað hvort peningum eða gegn PIK-skilmálum. (Payment In Kind). Höfuðstóll og áunnir vextir verði greiddir í lok lánstímans. Upphaflegur hlutur Indigo Partners í WOW verði 49 prósent, nema félagið hyggist nýta sér fyrrnefndan breytirétt. Þá gæti eignarhluturinn orðið meiri, en það ráðist af reglum um alþjóðlegt eignarhald. Þá standi enn yfir viðræður um hver staða skuldabréfaeiganda WOW skuli verða eftir endurskipulagninguna. Þannig komi til greina að breyta kröfum þeirra í hlutabréf í flugfélaginu, áður en Indigo ræðst í fjárfestingu sína. Skúli hnykkir að sama skapi á því sem fram kom í fyrri tilkyningunum. Ef af fjárfestingu Indigo á að verða þurfi skuldabréfaeigendur að samþykkja skilmálabreytingar á þeim bréfum sem þeir hafa keypt, auk þess sem þeir verða að falla frá gjaldfellingarákvæðum. Þá þurfa þeir einnig að gefa eftir tryggingar í formi hlutabréfa í WOW Air. Atkvæðagreiðsla skuldabréfaeiganda um tillögurnar lýkur 17. janúar og vinna við áreiðanleikakönnun stendur enn yfir. Að þessu sögðu er það mat Skúla og annarra hjá WOW að þetta sé besta leiðin til að tryggja hagsmuni flugfélagsins og aðstandenda þess til lengri tíma.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW hverfur aftur til fortíðar Um 350 manns var sagt upp störfum hjá WOW air í dag. Forstjóri segir aðgerðina hafa verið nauðsynlega til að einfalda reksturinn og hverfa aftur til sama rekstrarmódels og var notað árið 2016. Það þýðir engar breiðþotur, færri flugvélar og færri áfangastaðir. Skúli Mogensen segist hafa gert mistök og ætlað sér of mikið. 13. desember 2018 19:30 Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43 Taka lokahnykkinn í endurskipulagningu WOW air Við erum í miklum samskiptum við skuldabréfaeigendurna um þessar mundir og vinnum sameiginlega að ná því marki, segir Skúli Mogensen. 21. desember 2018 13:30 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
WOW hverfur aftur til fortíðar Um 350 manns var sagt upp störfum hjá WOW air í dag. Forstjóri segir aðgerðina hafa verið nauðsynlega til að einfalda reksturinn og hverfa aftur til sama rekstrarmódels og var notað árið 2016. Það þýðir engar breiðþotur, færri flugvélar og færri áfangastaðir. Skúli Mogensen segist hafa gert mistök og ætlað sér of mikið. 13. desember 2018 19:30
Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43
Taka lokahnykkinn í endurskipulagningu WOW air Við erum í miklum samskiptum við skuldabréfaeigendurna um þessar mundir og vinnum sameiginlega að ná því marki, segir Skúli Mogensen. 21. desember 2018 13:30