Lokun bandarískra ríkisstofnana hefur áhrif á sendiherralaust sendiráð Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2019 12:03 Bandaríska sendiráðið mun flytja í fyrrverandi höfuðstöðvar Ístak við Engjateig. Það hefur einnig beðið eftir sendiherra í tvö ár. Fréttablaðið/Anton Brink Starfsemi bandaríska sendiráðsins hefur ekki farið varhluta af lokun alríkisstofnana vestanhafs og takmarkað er hvað starfandi sendiherra má gera á meðan á henni stendur. Bandaríkjaþing hefur enn ekki staðfest nýjan sendiherra á Íslandi og hefur nú verið sendiherralaust í tæp tvö ár. Þriðjungur bandarískra alríkisstofnana hefur verið lokaður í að verða þrjár vikur vegna kröfu Donalds Trump forseta um fjármagn fyrir múr sem hann vill reisa á landamærunum að Mexíkó. Utanríkisþjónustan er á meðal þess sem hefur ekki verið fjármagnað frá því fyrir jól. Kristinn D. Gilsdorf, upplýsingafulltrúi bandaríska sendiráðsins á Íslandi, segir að áhrifin hér á landi séu ekki mikil en þó einhver. Sendiráðið er opið og lokunin stöðvar ekki vegabréfsáritanir eða þjónustu við bandaríska ríkisborgara. Aftur á móti er þátttaka fulltrúa sendiráðsins og starfandi sendiherrans í opinberum athöfnum og ráðstefnum takmörkuð. Þá hefur sendiráðið ekki getað deilt færslum á samfélagsmiðlum á meðan lokunin stendur yfir. „Það eru einhver áhrif en við erum opin og vinnum eins og við getum innan reglugerða og lagaramma,“ segir Gilsdorf.Jeffrey Ross Gunter sem Trump tilnefndi sendiherra á Íslandi.Mynd/TwitterTvöfalt lengri töf en hjá síðasta sendiherra Rétt tæp tvö ár eru frá því að Robert C. Barber hætti sem sendiherra þegar Trump tók við embætti forseta 20. janúar 2017. Síðan þá hefur Jill Esposito, staðgengill sendiherra, gegnt stöðu starfandi sendiherra. Trump tilnefndi Jeffrey Ross Gunter sendiherra á Íslandi í ágúst, rúmu einu og hálfu ári eftir að staðan losnaði. Öldungadeild Bandaríkjaþings þarf að staðfesta skipan sendiherra en það hefur hún ekki gert ennþá. Trump hefur sakað demókrata um að koma í veg fyrir staðfestingu sendiherra þar. Einfaldan meirihluta þarf hins vegar til að staðfesta skipan þeirra og Repúblikanaflokkur hans er með meirihluta í deildinni. Kristinn segist ekki hafa neinar upplýsingar um hvort eða hvenær Gunter verður staðfestur í embætti. Vísar hann til þráteflis í öldungadeildinni undanfarið. Rúmt ár leið frá því að Barack Obama, fyrrverandi forseti, tilnefndir Barber sendiherra þangað til öldungadeildin staðfesti hann í embætti árið 2014. Á þeim tíma réðu repúblikanar einnig ríkjum í öldungadeildinni og þráuðust við að samþykkja nokkuð sem frá forsetanum kom. Að sögn Kristins gerist það ekki oft að svo langar tafir verði á skipan sendiherra en það þekkist þó, sérstaklega þegar mikil átök eru á Bandaríkjaþingi.Robert C. Barber, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.Vísir/Skjáskot Bandaríkin Tengdar fréttir Misánægð með nýja sendiherrann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilnefndi í gær Jeffrey Ross Gunter í embætti sendiherra á Íslandi. Gunter er einn leiðtoga samtaka gyðinga í Repúblikanaflokknum og húðsjúkdómalæknir frá Kaliforníu. 22. ágúst 2018 06:00 Trump búinn að útnefna nýjan sendiherra á Íslandi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, útnefnt Dr. Jeffrey Ross Gunter sem nýjan sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Sendiráð Bandaríkjanna hér á landi hefur verið sendiherralaust í um eitt og hálft ár. 21. ágúst 2018 16:01 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Starfsemi bandaríska sendiráðsins hefur ekki farið varhluta af lokun alríkisstofnana vestanhafs og takmarkað er hvað starfandi sendiherra má gera á meðan á henni stendur. Bandaríkjaþing hefur enn ekki staðfest nýjan sendiherra á Íslandi og hefur nú verið sendiherralaust í tæp tvö ár. Þriðjungur bandarískra alríkisstofnana hefur verið lokaður í að verða þrjár vikur vegna kröfu Donalds Trump forseta um fjármagn fyrir múr sem hann vill reisa á landamærunum að Mexíkó. Utanríkisþjónustan er á meðal þess sem hefur ekki verið fjármagnað frá því fyrir jól. Kristinn D. Gilsdorf, upplýsingafulltrúi bandaríska sendiráðsins á Íslandi, segir að áhrifin hér á landi séu ekki mikil en þó einhver. Sendiráðið er opið og lokunin stöðvar ekki vegabréfsáritanir eða þjónustu við bandaríska ríkisborgara. Aftur á móti er þátttaka fulltrúa sendiráðsins og starfandi sendiherrans í opinberum athöfnum og ráðstefnum takmörkuð. Þá hefur sendiráðið ekki getað deilt færslum á samfélagsmiðlum á meðan lokunin stendur yfir. „Það eru einhver áhrif en við erum opin og vinnum eins og við getum innan reglugerða og lagaramma,“ segir Gilsdorf.Jeffrey Ross Gunter sem Trump tilnefndi sendiherra á Íslandi.Mynd/TwitterTvöfalt lengri töf en hjá síðasta sendiherra Rétt tæp tvö ár eru frá því að Robert C. Barber hætti sem sendiherra þegar Trump tók við embætti forseta 20. janúar 2017. Síðan þá hefur Jill Esposito, staðgengill sendiherra, gegnt stöðu starfandi sendiherra. Trump tilnefndi Jeffrey Ross Gunter sendiherra á Íslandi í ágúst, rúmu einu og hálfu ári eftir að staðan losnaði. Öldungadeild Bandaríkjaþings þarf að staðfesta skipan sendiherra en það hefur hún ekki gert ennþá. Trump hefur sakað demókrata um að koma í veg fyrir staðfestingu sendiherra þar. Einfaldan meirihluta þarf hins vegar til að staðfesta skipan þeirra og Repúblikanaflokkur hans er með meirihluta í deildinni. Kristinn segist ekki hafa neinar upplýsingar um hvort eða hvenær Gunter verður staðfestur í embætti. Vísar hann til þráteflis í öldungadeildinni undanfarið. Rúmt ár leið frá því að Barack Obama, fyrrverandi forseti, tilnefndir Barber sendiherra þangað til öldungadeildin staðfesti hann í embætti árið 2014. Á þeim tíma réðu repúblikanar einnig ríkjum í öldungadeildinni og þráuðust við að samþykkja nokkuð sem frá forsetanum kom. Að sögn Kristins gerist það ekki oft að svo langar tafir verði á skipan sendiherra en það þekkist þó, sérstaklega þegar mikil átök eru á Bandaríkjaþingi.Robert C. Barber, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.Vísir/Skjáskot
Bandaríkin Tengdar fréttir Misánægð með nýja sendiherrann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilnefndi í gær Jeffrey Ross Gunter í embætti sendiherra á Íslandi. Gunter er einn leiðtoga samtaka gyðinga í Repúblikanaflokknum og húðsjúkdómalæknir frá Kaliforníu. 22. ágúst 2018 06:00 Trump búinn að útnefna nýjan sendiherra á Íslandi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, útnefnt Dr. Jeffrey Ross Gunter sem nýjan sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Sendiráð Bandaríkjanna hér á landi hefur verið sendiherralaust í um eitt og hálft ár. 21. ágúst 2018 16:01 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Misánægð með nýja sendiherrann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilnefndi í gær Jeffrey Ross Gunter í embætti sendiherra á Íslandi. Gunter er einn leiðtoga samtaka gyðinga í Repúblikanaflokknum og húðsjúkdómalæknir frá Kaliforníu. 22. ágúst 2018 06:00
Trump búinn að útnefna nýjan sendiherra á Íslandi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, útnefnt Dr. Jeffrey Ross Gunter sem nýjan sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Sendiráð Bandaríkjanna hér á landi hefur verið sendiherralaust í um eitt og hálft ár. 21. ágúst 2018 16:01
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent