Um tíu prósent framhaldsskólanema hafa notað lyfseðilskyld lyf án lyfseðils Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. janúar 2019 20:15 mynd/getty Um tíu prósent framhaldsskólanema hafa notað lyfseðilskyld lyf án lyfseðils samkvæmt nýrri könnun Rannsókna og greiningar. Þá nota nærri átta prósent nemenda, sem aldrei hafa reykt sígarettur, rafrettu daglega. Rannsóknir og greining kannar reglulega vímuefnaneyslu unglinga á landinu en nú er unnið að því að rýna í gögn úr nyjustu könnuninni frá árinu 2018. Spurningarnar voru lagðar fyrir nemendur í október síðastliðnum og fengust gild svör frá 10.306 nemendum. „Ef við byrjum á áfengisneyslunni þá sjáum við að svipað hlutfall nemenda hafa aldrei verið ölvuð. 2016 sáum við ótrúlegar tölur þar sem 46 prósent framhaldsskólanemenda höfðu aldrei orðið ölvuð,“ segir Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu. Þá var lögð sérstök áhersla á að kanna notkun ungmenna á lyfseðilskyldum lyfjum án lyfseðils. Níu prósent framhaldsskólanemana höfðu notað svefntöflur eða róandi lyf án þess að hafa fengið þeim ávísað. Ellefu prósent höfðu notað morfínskyld lyf og 6,5 prósent höfðu notað örvandi lyf. Margrét segir tölurnar hafa komið á óvart. Sú svarta mynd hafi verið dregin upp síðustu misseri að ungmenni væru mikið farin að misnota lyfseðilskyld lyf. „Við erum að mæla auðvitað alla slíka notkun og þetta getur verið bakverkur og þú færð lánað Parkódín forte hjá einhverjum eða bara misnotkun á lyfum til að komast í vímu en í raun og veru er þetta ekki jafn sláandi og við óttuðumst.“ Margrét bendir á að tölurnar eigi einungis við um þá unglinga sem eru í framhaldsskólum landsins. „Og við höfum þrisvar gert könnum sem við köllum utanskólarannsókn. Sá hópur sem er ekki í skóla og ekki í vinnu er sá hópur sem kemur verst út.“ Þá kemur fram að tuttugu og þrjú prósent framhaldsskólanemenda á Íslandi hafa notað rafrettur daglega en það eru talsvert fleiri en árið 2016 þegar 9,8 prósent framhaldsskólanemenda hafði notað rafrettur daglega. Þá nota 7,8 prósent framhaldsskólanemenda, sem aldrei hafa reykt sígarettur, rafrettu daglega. Þessi hópur hefur stækkað ansi mikið en árið 2016 voru aðeins þrjú prósent framhaldsskólanema, sem aldrei höfðu reykt sígarettur sem notaðu rafrettu daglega. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Um tíu prósent framhaldsskólanema hafa notað lyfseðilskyld lyf án lyfseðils samkvæmt nýrri könnun Rannsókna og greiningar. Þá nota nærri átta prósent nemenda, sem aldrei hafa reykt sígarettur, rafrettu daglega. Rannsóknir og greining kannar reglulega vímuefnaneyslu unglinga á landinu en nú er unnið að því að rýna í gögn úr nyjustu könnuninni frá árinu 2018. Spurningarnar voru lagðar fyrir nemendur í október síðastliðnum og fengust gild svör frá 10.306 nemendum. „Ef við byrjum á áfengisneyslunni þá sjáum við að svipað hlutfall nemenda hafa aldrei verið ölvuð. 2016 sáum við ótrúlegar tölur þar sem 46 prósent framhaldsskólanemenda höfðu aldrei orðið ölvuð,“ segir Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu. Þá var lögð sérstök áhersla á að kanna notkun ungmenna á lyfseðilskyldum lyfjum án lyfseðils. Níu prósent framhaldsskólanemana höfðu notað svefntöflur eða róandi lyf án þess að hafa fengið þeim ávísað. Ellefu prósent höfðu notað morfínskyld lyf og 6,5 prósent höfðu notað örvandi lyf. Margrét segir tölurnar hafa komið á óvart. Sú svarta mynd hafi verið dregin upp síðustu misseri að ungmenni væru mikið farin að misnota lyfseðilskyld lyf. „Við erum að mæla auðvitað alla slíka notkun og þetta getur verið bakverkur og þú færð lánað Parkódín forte hjá einhverjum eða bara misnotkun á lyfum til að komast í vímu en í raun og veru er þetta ekki jafn sláandi og við óttuðumst.“ Margrét bendir á að tölurnar eigi einungis við um þá unglinga sem eru í framhaldsskólum landsins. „Og við höfum þrisvar gert könnum sem við köllum utanskólarannsókn. Sá hópur sem er ekki í skóla og ekki í vinnu er sá hópur sem kemur verst út.“ Þá kemur fram að tuttugu og þrjú prósent framhaldsskólanemenda á Íslandi hafa notað rafrettur daglega en það eru talsvert fleiri en árið 2016 þegar 9,8 prósent framhaldsskólanemenda hafði notað rafrettur daglega. Þá nota 7,8 prósent framhaldsskólanemenda, sem aldrei hafa reykt sígarettur, rafrettu daglega. Þessi hópur hefur stækkað ansi mikið en árið 2016 voru aðeins þrjú prósent framhaldsskólanema, sem aldrei höfðu reykt sígarettur sem notaðu rafrettu daglega.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira