Bíða fjórum sinnum lengur en æskilegt er talið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. janúar 2019 14:11 Sjúklingar sem bíða eftirr innlögn þurfa eftir breytingarnar að bíða að meðaltali í 23 klukkustundir. vísir/vilhelm Bráðamóttöku Landspítalans tekst vel að sinna bráðahlutverki sínu. Ekki er töf á því að þeir sem veikastir eru fái þjónustu og meðaldvalartími þeirra sem útskrifast heim hefur ekki lengst. Hann er fjórar til fimm klukkustundir sem telst innan viðmiða. Þetta kemur fram í hlutaúttekt vegna alvarlegrar stöðu á bráðamóttöku Landspítalans sem birt er á vef Landlæknis í dag. Álag á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi jókst til muna 1. desember síðastliðinn þegar bráðamóttaka hjartagáttar var færð frá Landspítalanum við Hringbraut og í Fossvog. Heilbrigðisráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 um helgina að skoða þyrfti hvort flutningurinn hafi gefist vel og hvort ástæða sé til að endurskoða ákvörðunina miðað við álag á bráðamóttökuna.Bíða í tæpan sólarhring Þann 6. desember barst embætti Landlæknis ábending um alvarlega stöðu sem skapast hafði á bráðamóttöku Landspítalans. Embættið brást við með því að hefja samdægurs hlutaúttekt á stöðu mála, með heimsóknum, rýni á gögnum og viðtölum við starfsfólk og stjórnendur. Til að fá fyllri mynd af stöðunni á spítalanum voru einnig heimsóttar tvær legudeildir, A-6 og 12-E. Vinnu við úttektina lauk 28. desember og voru skýrsludrög þá send velferðarráðuneyti, nú heilbrigðisráðuneyti, og Landspítala. Áður var heilbrigðisráðherra sent minnisblað um helstu niðurstöður þann 17. sama mánaðar. Í hlutaúttekinni segir að vandinn liggi í þjónustu við sjúklinga sem bíða eftir innlögn. Meðaldvalartími sjúklinga sem bíða innlagnar á deildir spítalans hefur lengst og er nú 23,3 klukkustundir en æskilegt viðmið er fjórðungur þess tíma eða sex klukkustundir. „Ástæður þessa eru einkum tvær og endurspeglast í skorti á virkum legurýmum; annars vegar sú að einstaklingar sem lokið hafa meðferð á spítalanum geta ekki útskrifast þar sem úrræði skortir utan hans og er þar einkum um að ræða hjúkrunarrými fyrir aldraða. Þannig bíða nú 53 einstaklingar á bráðadeildum og endurhæfingu. Hins vegar hefur þurft að loka legurýmum á bráðalegudeildum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og eru nú 35 rúm lokuð vegna þess.“Ábendingar Landlæknis til Landspítala og heilbrigðisráðuneytis.Þurfa að opna fleiri hjúkrunarrými án tafar Í skýrslunni eru lagðar fram ábendingar til Landspítala sem einkum fjalla um starfsumhverfi og mönnun, slípun innri ferla, eflingu dag- og göngudeilda og endurmat á því hvort rétt var að loka Hjartagátt. Í ábendingum Landlæknis til heilbrigðisráðuneytis er bent á að opna þurfi, án tafar, fleiri hjúkrunarrými, að efla þurfi heimahjúkrun, heimaþjónustu og dagdvalarrými og að efla þurfi mönnun sérstaklega hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða með öllum tiltækum ráðum. „Embætti landlæknis er kunnugt um að heilbrigðisráðuneytið vinnur þegar að þessum málum.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Bráðamóttöku Landspítalans tekst vel að sinna bráðahlutverki sínu. Ekki er töf á því að þeir sem veikastir eru fái þjónustu og meðaldvalartími þeirra sem útskrifast heim hefur ekki lengst. Hann er fjórar til fimm klukkustundir sem telst innan viðmiða. Þetta kemur fram í hlutaúttekt vegna alvarlegrar stöðu á bráðamóttöku Landspítalans sem birt er á vef Landlæknis í dag. Álag á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi jókst til muna 1. desember síðastliðinn þegar bráðamóttaka hjartagáttar var færð frá Landspítalanum við Hringbraut og í Fossvog. Heilbrigðisráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 um helgina að skoða þyrfti hvort flutningurinn hafi gefist vel og hvort ástæða sé til að endurskoða ákvörðunina miðað við álag á bráðamóttökuna.Bíða í tæpan sólarhring Þann 6. desember barst embætti Landlæknis ábending um alvarlega stöðu sem skapast hafði á bráðamóttöku Landspítalans. Embættið brást við með því að hefja samdægurs hlutaúttekt á stöðu mála, með heimsóknum, rýni á gögnum og viðtölum við starfsfólk og stjórnendur. Til að fá fyllri mynd af stöðunni á spítalanum voru einnig heimsóttar tvær legudeildir, A-6 og 12-E. Vinnu við úttektina lauk 28. desember og voru skýrsludrög þá send velferðarráðuneyti, nú heilbrigðisráðuneyti, og Landspítala. Áður var heilbrigðisráðherra sent minnisblað um helstu niðurstöður þann 17. sama mánaðar. Í hlutaúttekinni segir að vandinn liggi í þjónustu við sjúklinga sem bíða eftir innlögn. Meðaldvalartími sjúklinga sem bíða innlagnar á deildir spítalans hefur lengst og er nú 23,3 klukkustundir en æskilegt viðmið er fjórðungur þess tíma eða sex klukkustundir. „Ástæður þessa eru einkum tvær og endurspeglast í skorti á virkum legurýmum; annars vegar sú að einstaklingar sem lokið hafa meðferð á spítalanum geta ekki útskrifast þar sem úrræði skortir utan hans og er þar einkum um að ræða hjúkrunarrými fyrir aldraða. Þannig bíða nú 53 einstaklingar á bráðadeildum og endurhæfingu. Hins vegar hefur þurft að loka legurýmum á bráðalegudeildum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og eru nú 35 rúm lokuð vegna þess.“Ábendingar Landlæknis til Landspítala og heilbrigðisráðuneytis.Þurfa að opna fleiri hjúkrunarrými án tafar Í skýrslunni eru lagðar fram ábendingar til Landspítala sem einkum fjalla um starfsumhverfi og mönnun, slípun innri ferla, eflingu dag- og göngudeilda og endurmat á því hvort rétt var að loka Hjartagátt. Í ábendingum Landlæknis til heilbrigðisráðuneytis er bent á að opna þurfi, án tafar, fleiri hjúkrunarrými, að efla þurfi heimahjúkrun, heimaþjónustu og dagdvalarrými og að efla þurfi mönnun sérstaklega hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða með öllum tiltækum ráðum. „Embætti landlæknis er kunnugt um að heilbrigðisráðuneytið vinnur þegar að þessum málum.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira