Írinn Harrington verður fyrirliði Evrópu í Ryderbikarnum 2020 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2019 13:15 Padraig Harrington. Getty/Andrew Redington Padraig Harrington fær stöðuhækkun hjá Ryderbikarliði Evrópu en þessi 47 ára gamli Íri mun nú taka við sem fyrirliði Evrópuliðsins. Ryderbikarinn fer næst fram í Wisconsin í Bandaríkjunum í september 2020. Padraig Harrington tekur við stöðunni af Dananum Thomas Björn sem var fyrirliðinn þegar Evrópuliðið vann Ryderbikarinn í september síðastliðnum. Harrington var aðstoðarfyrirliði Björn á mótinu.BREAKING: @padraig_h confirmed as @RyderCupEurope captain for Whistling Straits in 2020. #SSNpic.twitter.com/BLQf0ncySs — Sky Sports News (@SkySportsNews) January 8, 2019Harrington verður aðeins annar Írinn sem er fyrirliði Evrópuliðsins en landi hans Paul McGinley var fyrirliði Evrópuliðsins sem vann Ryderbikarinn árið 2014. Harrington hefur verið aðstoðarfyrirliði Evrópu í þremur síðustu Ryderbikarkeppnum. Hann aðstoðaði fyrst McGinley árið 2014, þá Darren Clarke árið 2016 og svo Thomas Björn á síðasta ári. Padraig Harrington þekkir það líka vel að spila fyrir Evrópu í Ryderbikarnum en hann var sex sinnum í Evrópuliðinu á árunum 1999 til 2010 og vann Ryderbikarinn alls fjórum sinnum sem spilari eða árin 2002, 2004, 2006 og 2010. Stjörnukylfingar eins og þeir Rory McIlroy og Justin Rose studdu það að Padraig Harrington tæki við fyrirliðastöðunni að þessu sinni. Luke Donald og Lee Westwood voru líka nefnir sem mögulegir kostir. Evrópuliðið burstaði síðasta Ryderbikar 17,5-10,5 og hefur fagnað fjórum sinnum sigri í síðustu fimm Ryderbikarkeppnum og alls unnið Ryderbikarinn sjö sinnum (í níu tilraunum) á þessari öld. Golf Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Everton jafnaði metin í uppbótatíma Enski boltinn Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Handbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Padraig Harrington fær stöðuhækkun hjá Ryderbikarliði Evrópu en þessi 47 ára gamli Íri mun nú taka við sem fyrirliði Evrópuliðsins. Ryderbikarinn fer næst fram í Wisconsin í Bandaríkjunum í september 2020. Padraig Harrington tekur við stöðunni af Dananum Thomas Björn sem var fyrirliðinn þegar Evrópuliðið vann Ryderbikarinn í september síðastliðnum. Harrington var aðstoðarfyrirliði Björn á mótinu.BREAKING: @padraig_h confirmed as @RyderCupEurope captain for Whistling Straits in 2020. #SSNpic.twitter.com/BLQf0ncySs — Sky Sports News (@SkySportsNews) January 8, 2019Harrington verður aðeins annar Írinn sem er fyrirliði Evrópuliðsins en landi hans Paul McGinley var fyrirliði Evrópuliðsins sem vann Ryderbikarinn árið 2014. Harrington hefur verið aðstoðarfyrirliði Evrópu í þremur síðustu Ryderbikarkeppnum. Hann aðstoðaði fyrst McGinley árið 2014, þá Darren Clarke árið 2016 og svo Thomas Björn á síðasta ári. Padraig Harrington þekkir það líka vel að spila fyrir Evrópu í Ryderbikarnum en hann var sex sinnum í Evrópuliðinu á árunum 1999 til 2010 og vann Ryderbikarinn alls fjórum sinnum sem spilari eða árin 2002, 2004, 2006 og 2010. Stjörnukylfingar eins og þeir Rory McIlroy og Justin Rose studdu það að Padraig Harrington tæki við fyrirliðastöðunni að þessu sinni. Luke Donald og Lee Westwood voru líka nefnir sem mögulegir kostir. Evrópuliðið burstaði síðasta Ryderbikar 17,5-10,5 og hefur fagnað fjórum sinnum sigri í síðustu fimm Ryderbikarkeppnum og alls unnið Ryderbikarinn sjö sinnum (í níu tilraunum) á þessari öld.
Golf Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Everton jafnaði metin í uppbótatíma Enski boltinn Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Handbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira