Losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum jókst Kjartan Kjartansson skrifar 8. janúar 2019 11:11 Á meðan flest ríki heims reyna að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda greiðir ríkisstjórn Trump Bandaríkjaforseta götu kolaframleiðenda og orkuvera. Vísir/Getty Líkurnar á því að Bandaríkin nái markmiðum sínum gagnvart Parísarsamkomulaginu fara þverrandi eftir að losun gróðurhúsalofttegunda jókst um 3,4% á milli ára í fyrra. Efnahagsuppgangur og afnám ríkisstjórnar Donalds Trump forseta á loftslagsaðgerðum er talið hafa átt þátt í aukningunni. Bandaríkin eru annar stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum í heiminum og sögulega sá stærsti. Rannsakendur Rhodium-hópsins, sjálfstæðrar efnahagsrannsóknastofnunar, áætla að aukningin í fyrra gæti hafa verið sú næstmesta undanfarin tuttugu ár. Hana má að stærstum hluta rekja til góðæris. Þannig jókst losun frá raforkuframleiðslu um 1,9%, aðallega vegna vaxandi eftirspurnar. Henni var mætt með auknum bruna á jarðgasi. Losun frá samgöngum jókst um eitt prósent vegna fjölgunar flugferða og umfangsmeiri vöruflutninga á landi. Tölur Rhodium-hópsins eru áætlaðar enda eru sum gögnin sem þær byggja á ekki endanlega staðfest, að sögn Washington Post. Þær eru þó sagðar í samræmi við greiningu Heimskolefnisverkefnisins sem áætlar að mannkynið auki losun sína um 3% á síðasta ári. Þrátt fyrir að efnahagslegar aðstæður hafi ráðið mestu er talið að afnám á regluverki sem átti að draga úr losun hafi átt sinn þátt í aukningunni nú. „Ég held ekki að þú hefðir séð sömu aukningu,“ segir Trevor Houser, félagi í Rhodium-hópnum og vísar sérstaklega til raforkugeirans. Trump forseti ætlar að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu á næsta ári. Þá hefur ríkisstjórn hans ráðist í afnám reglna sem settar voru í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta, og áttu að tryggja að Bandaríkin gætu staðið við skuldbindingar sínar um samdrátt í losun. Ætlunin er að rýmka reglur um útblástur bíla og losun raforkuvera. Þá hefur verið slakað á ýmis konar umhverfisreglum til þess auðvelda kolaorkuverum að losa mengandi efni. Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Loftslagsreglubók vegna Parísarsamkomulagsins samþykkt Fulltrúar tæplega 200 þjóða hafa loksins komið sér saman um reglugerð til að framfylgja Parísarsamkomulaginu frá árinu 2015 eftir stífar tveggja vikna viðræður á loftslagsráðstefnunni í Katowice í Póllandi. 15. desember 2018 21:41 Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum Umhverfisráðherra Íslands segir mikilvægt að þjóðir heims sýni samstöðu og festu þrátt fyrir að olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin og Sádar setji strik í reikninginn. 11. desember 2018 15:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Líkurnar á því að Bandaríkin nái markmiðum sínum gagnvart Parísarsamkomulaginu fara þverrandi eftir að losun gróðurhúsalofttegunda jókst um 3,4% á milli ára í fyrra. Efnahagsuppgangur og afnám ríkisstjórnar Donalds Trump forseta á loftslagsaðgerðum er talið hafa átt þátt í aukningunni. Bandaríkin eru annar stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum í heiminum og sögulega sá stærsti. Rannsakendur Rhodium-hópsins, sjálfstæðrar efnahagsrannsóknastofnunar, áætla að aukningin í fyrra gæti hafa verið sú næstmesta undanfarin tuttugu ár. Hana má að stærstum hluta rekja til góðæris. Þannig jókst losun frá raforkuframleiðslu um 1,9%, aðallega vegna vaxandi eftirspurnar. Henni var mætt með auknum bruna á jarðgasi. Losun frá samgöngum jókst um eitt prósent vegna fjölgunar flugferða og umfangsmeiri vöruflutninga á landi. Tölur Rhodium-hópsins eru áætlaðar enda eru sum gögnin sem þær byggja á ekki endanlega staðfest, að sögn Washington Post. Þær eru þó sagðar í samræmi við greiningu Heimskolefnisverkefnisins sem áætlar að mannkynið auki losun sína um 3% á síðasta ári. Þrátt fyrir að efnahagslegar aðstæður hafi ráðið mestu er talið að afnám á regluverki sem átti að draga úr losun hafi átt sinn þátt í aukningunni nú. „Ég held ekki að þú hefðir séð sömu aukningu,“ segir Trevor Houser, félagi í Rhodium-hópnum og vísar sérstaklega til raforkugeirans. Trump forseti ætlar að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu á næsta ári. Þá hefur ríkisstjórn hans ráðist í afnám reglna sem settar voru í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta, og áttu að tryggja að Bandaríkin gætu staðið við skuldbindingar sínar um samdrátt í losun. Ætlunin er að rýmka reglur um útblástur bíla og losun raforkuvera. Þá hefur verið slakað á ýmis konar umhverfisreglum til þess auðvelda kolaorkuverum að losa mengandi efni.
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Loftslagsreglubók vegna Parísarsamkomulagsins samþykkt Fulltrúar tæplega 200 þjóða hafa loksins komið sér saman um reglugerð til að framfylgja Parísarsamkomulaginu frá árinu 2015 eftir stífar tveggja vikna viðræður á loftslagsráðstefnunni í Katowice í Póllandi. 15. desember 2018 21:41 Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum Umhverfisráðherra Íslands segir mikilvægt að þjóðir heims sýni samstöðu og festu þrátt fyrir að olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin og Sádar setji strik í reikninginn. 11. desember 2018 15:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Loftslagsreglubók vegna Parísarsamkomulagsins samþykkt Fulltrúar tæplega 200 þjóða hafa loksins komið sér saman um reglugerð til að framfylgja Parísarsamkomulaginu frá árinu 2015 eftir stífar tveggja vikna viðræður á loftslagsráðstefnunni í Katowice í Póllandi. 15. desember 2018 21:41
Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57
Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum Umhverfisráðherra Íslands segir mikilvægt að þjóðir heims sýni samstöðu og festu þrátt fyrir að olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin og Sádar setji strik í reikninginn. 11. desember 2018 15:00