„Dæmigerður hnjúkaþeyr“ orsök hins mikla janúarhita Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. janúar 2019 10:48 Það hefur verið ágætt veður til útihlaupa víðast hvar á landinu undanfarna daga. Vísir/vilhelm Veðurfræðingur segir að veðurfyrirbrigðið hnjúkaþeyr sé að baki hinum mikla hita sem spáð er á Austurlandi á morgun. Ólíklegt sé að hiti fari yfir tuttugu gráður en þó gæti hann mælst nokkrum gráðum frá nítján ára gömlu janúarmeti. Óvenjuleg hlýindi hafi jafnframt verið á landinu undanfarna daga. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu í morgun sagði að mikilla hlýinda væri að vænta austanlands á morgun. Þá gæti hiti á einhverjum stöðum farið yfir tuttugu gráður við réttar aðstæður, þó að svo háar hitatölur verði að teljast ólíklegar.Getur alltaf gerst við ákveðnar aðstæður Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að hin miklu hlýindi skrifist á dæmigerðan hnjúkaþey, hlýjan og þurran vind sem blæs af fjöllum niður á jafnsléttu. Fyrirbrigðið sé þó ekki algengt á veturna. „Þá þarf vindurinn að ná sér niður á yfirborðið og hræra þar vel í þannig að kalda loftið blásist í burtu,“ segir Þorsteinn. „Þetta er dæmigerður hnjúkaþeyr, hitinn getur farið upp fyrir fimmtán stig á einstaka stað en sums staðar fer hann ekki yfir fimm til sex gráður. Þar sem þetta nær sér á strik þar verður mjög hlýtt.“Svona lítur hitaspá Veðurstofunnar út eftir hádegi á morgun.Skjáskot/veðurstofa íslandsAðspurður ítrekar Þorsteinn að líkurnar á yfir tuttugu stiga hita séu heldur litlar. „Nei, ég þori nú ekki alveg að spá því. Í besta falli fer það nálægt tuttugu stigum en við skulum sjá til. Þegar stendur svona hvöss suðvestanátt og loftið er hlýtt yfir öllu landinu þá getur þetta alltaf gerst.“Hér má nálgast svar Guðrúnar Nínu Petersen veðurfræðings við spurningu um hnjúkaþey sem birt var á Vísindavefnum árið 2009.Mögulega nokkrum gráðum frá janúarmetinu Þorsteinn spáir því að hlýjast verði á morgun á milli 12 og 15, og eins og áður segir á Austurlandi. Þó verði hlýtt á öllu landinu miðað við árstíma en Þorsteinn segir hlýindin undanfarna daga og vikur óvanaleg.Sjá einnig: Hátt í 16 stiga hiti í Héðinsfirði í dag Hann vísar til að mynda í nýlega bloggfærslu veðurfræðingsins Trausta Jónssonar en þar segir að 3. og 4. janúar hafi verið meðal allra hlýjustu janúardaga sem vitað er um á landsvísu. Einnig kemur fram að hæsti hiti sem mælst hefur í janúar sé 19,6 stig á Dalatanga þann 15. þess mánaðar árið 2000. „Ég veit ekki hvort við sláum það á morgun, en kannski nokkrar gráður frá,“ segir Þorsteinn. Hlýindin á landinu staldra líkast til ekki lengi við en von er á miklu umhleypingaveðri strax á fimmtudaginn. Þá mun kólna og búist er við að vetrarlegra verði um að lítast um og eftir helgi en síðustu daga. Veður Tengdar fréttir Hiti gæti farið yfir 20 stig Búist er við hlýindum víða á landinu í dag og einkum á morgun. 8. janúar 2019 07:23 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
Veðurfræðingur segir að veðurfyrirbrigðið hnjúkaþeyr sé að baki hinum mikla hita sem spáð er á Austurlandi á morgun. Ólíklegt sé að hiti fari yfir tuttugu gráður en þó gæti hann mælst nokkrum gráðum frá nítján ára gömlu janúarmeti. Óvenjuleg hlýindi hafi jafnframt verið á landinu undanfarna daga. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu í morgun sagði að mikilla hlýinda væri að vænta austanlands á morgun. Þá gæti hiti á einhverjum stöðum farið yfir tuttugu gráður við réttar aðstæður, þó að svo háar hitatölur verði að teljast ólíklegar.Getur alltaf gerst við ákveðnar aðstæður Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að hin miklu hlýindi skrifist á dæmigerðan hnjúkaþey, hlýjan og þurran vind sem blæs af fjöllum niður á jafnsléttu. Fyrirbrigðið sé þó ekki algengt á veturna. „Þá þarf vindurinn að ná sér niður á yfirborðið og hræra þar vel í þannig að kalda loftið blásist í burtu,“ segir Þorsteinn. „Þetta er dæmigerður hnjúkaþeyr, hitinn getur farið upp fyrir fimmtán stig á einstaka stað en sums staðar fer hann ekki yfir fimm til sex gráður. Þar sem þetta nær sér á strik þar verður mjög hlýtt.“Svona lítur hitaspá Veðurstofunnar út eftir hádegi á morgun.Skjáskot/veðurstofa íslandsAðspurður ítrekar Þorsteinn að líkurnar á yfir tuttugu stiga hita séu heldur litlar. „Nei, ég þori nú ekki alveg að spá því. Í besta falli fer það nálægt tuttugu stigum en við skulum sjá til. Þegar stendur svona hvöss suðvestanátt og loftið er hlýtt yfir öllu landinu þá getur þetta alltaf gerst.“Hér má nálgast svar Guðrúnar Nínu Petersen veðurfræðings við spurningu um hnjúkaþey sem birt var á Vísindavefnum árið 2009.Mögulega nokkrum gráðum frá janúarmetinu Þorsteinn spáir því að hlýjast verði á morgun á milli 12 og 15, og eins og áður segir á Austurlandi. Þó verði hlýtt á öllu landinu miðað við árstíma en Þorsteinn segir hlýindin undanfarna daga og vikur óvanaleg.Sjá einnig: Hátt í 16 stiga hiti í Héðinsfirði í dag Hann vísar til að mynda í nýlega bloggfærslu veðurfræðingsins Trausta Jónssonar en þar segir að 3. og 4. janúar hafi verið meðal allra hlýjustu janúardaga sem vitað er um á landsvísu. Einnig kemur fram að hæsti hiti sem mælst hefur í janúar sé 19,6 stig á Dalatanga þann 15. þess mánaðar árið 2000. „Ég veit ekki hvort við sláum það á morgun, en kannski nokkrar gráður frá,“ segir Þorsteinn. Hlýindin á landinu staldra líkast til ekki lengi við en von er á miklu umhleypingaveðri strax á fimmtudaginn. Þá mun kólna og búist er við að vetrarlegra verði um að lítast um og eftir helgi en síðustu daga.
Veður Tengdar fréttir Hiti gæti farið yfir 20 stig Búist er við hlýindum víða á landinu í dag og einkum á morgun. 8. janúar 2019 07:23 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
Hiti gæti farið yfir 20 stig Búist er við hlýindum víða á landinu í dag og einkum á morgun. 8. janúar 2019 07:23